Skattaafsláttur gagnast sprotafyrirtækjum lítið 7. júní 2010 00:01 Skattaafsláttur einstaklinga vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum skilar litlu. „Þetta kerfi er meingallað," segir Eggert Claessen, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Frumtaks. Hann gagnrýndi afsláttinn harðlega í málstofu Kauphallarinnar í síðustu viku og sagði um of lágar upphæðir að ræða. Farsælla væri að veita afslátt vegna kaupa í sjóðum, sem fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir mikla áhættu felast í kaupum á hlutafé sprotafyrirtækja og því hefði verið farsælla að veita fólki afslátt vegna fjárfestinga í sjóðum sem fjárfesta í sprotafyrir-tækjum. Slíkt var í gildi fyrir rúmum áratug og hleypt lífi í hlutabréfamarkaðinn. Hún bendir á að þegar frumvarpið var til umræðu í nefnd hafi margir lagt slíkt til. „Ég sá fyrir mér sjóð sem fjárfestir í nokkrum fyrirtækjum en er lokaður í nokkur ár," segir Helga. Lög um skattaafslátt vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum tóku gildi á nýársdag. Þau fela í sér að einstaklingar geta fengið að hámarki þrjú hundruð þúsund króna skattaafslátt vegna kaupa á hlutafé nýsköpunarfyrirtækja og hjón tvöfalt meira. Fjárfestingin þarf að vera bundin í þrjú ár. Aðeins er um að ræða þátttöku í hlutafjáraukningu nýsköpunarfyrirtækja sem fengið hafa staðfestingu hjá Rannís. Magnús Stefánsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, er sérfræðingur hjá Rannís og vinnur að innleiðingu laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Hann segir flesta umsagnaraðila hafa bent á sjóðaleiðina en kann ekki skýringu á því hvers vegna sú leið var ekki farin. Magnús hefur eftir stjórnendum sprotafyrirtækja að núverandi fyrirkomulag geti flækt rekstur fyrirtækjanna, það dragi úr flækjustiginu að hafa einn sjóð í hluthafahópnum heldur en allt upp undir hundrað manns sem tekið hafi þátt í hlutafjáraukningu fyrirtækisins. „Ég held að það skili meiri árangri að hafa sjóðafyrirkomulag. Það er betra að hafa einn sjóð í hluthafahópnum í stað fimmtíu til hundrað einstaklinga." Lög um stuðning við nýsköpunar-fyrirtæki verða endurskoðuð undir lok næsta árs. - jab Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Skattaafsláttur einstaklinga vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum skilar litlu. „Þetta kerfi er meingallað," segir Eggert Claessen, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Frumtaks. Hann gagnrýndi afsláttinn harðlega í málstofu Kauphallarinnar í síðustu viku og sagði um of lágar upphæðir að ræða. Farsælla væri að veita afslátt vegna kaupa í sjóðum, sem fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, segir mikla áhættu felast í kaupum á hlutafé sprotafyrirtækja og því hefði verið farsælla að veita fólki afslátt vegna fjárfestinga í sjóðum sem fjárfesta í sprotafyrir-tækjum. Slíkt var í gildi fyrir rúmum áratug og hleypt lífi í hlutabréfamarkaðinn. Hún bendir á að þegar frumvarpið var til umræðu í nefnd hafi margir lagt slíkt til. „Ég sá fyrir mér sjóð sem fjárfestir í nokkrum fyrirtækjum en er lokaður í nokkur ár," segir Helga. Lög um skattaafslátt vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum tóku gildi á nýársdag. Þau fela í sér að einstaklingar geta fengið að hámarki þrjú hundruð þúsund króna skattaafslátt vegna kaupa á hlutafé nýsköpunarfyrirtækja og hjón tvöfalt meira. Fjárfestingin þarf að vera bundin í þrjú ár. Aðeins er um að ræða þátttöku í hlutafjáraukningu nýsköpunarfyrirtækja sem fengið hafa staðfestingu hjá Rannís. Magnús Stefánsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, er sérfræðingur hjá Rannís og vinnur að innleiðingu laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Hann segir flesta umsagnaraðila hafa bent á sjóðaleiðina en kann ekki skýringu á því hvers vegna sú leið var ekki farin. Magnús hefur eftir stjórnendum sprotafyrirtækja að núverandi fyrirkomulag geti flækt rekstur fyrirtækjanna, það dragi úr flækjustiginu að hafa einn sjóð í hluthafahópnum heldur en allt upp undir hundrað manns sem tekið hafi þátt í hlutafjáraukningu fyrirtækisins. „Ég held að það skili meiri árangri að hafa sjóðafyrirkomulag. Það er betra að hafa einn sjóð í hluthafahópnum í stað fimmtíu til hundrað einstaklinga." Lög um stuðning við nýsköpunar-fyrirtæki verða endurskoðuð undir lok næsta árs. - jab
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira