Viðskipti innlent

Bretar rannsaka meintan þátt Deutsche bank í brotum Kaupþings

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud office, rannsakar hvort starfsmenn Deutche bank hafi tekið þátt í meintri markaðsmisnotkun í viðskiptum með skuldatryggingar í Kaupþingi.

Breska blaðið Guardian segir að grunur leiki á að vikum og jafnvel mánuðum áður en íslenska bankakerfið hrundi hafi farið fram viðskipti með að minnsta kosti 500 milljón evrur, sem samsvarar 78 milljörðum króna, úr sjóðum bankans til að hafa áhrif á skuldaafleiður. Stjórnendur bankans hafi vonað að þetta myndi auka traust á bankanum.

Guardian segir að Serious Fraud Office sé að kanna hvort starfsmenn Deutsche Bank, sem sagður er hafa veitt Kaupþingi ráðgjöf á árinu 2008, hafi gerst brotlegir í störfum sínum í þágu Kaupþings. Talsmaður Deutsche Bank segir að unnið sé með rannsakendum að því að leiða sannleikann í málinu í ljós. Talsmaður bankans vildi hins vegar ekki tjá sig í smáatriðum um það hvað ásakanirnar á hendur bankanum snerust um.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×