Viðskipti innlent

Rétt ákvörðun tekin 2007

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

„Þetta eru mjög jákvæð teikn, svona tölur höfum við ekki séð frá 1970," segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.

„Þetta er klárlega vísbending um að þorskstofninn er að stækka." Allt stefni í enn frekari aukningu þorskafla á næsta ári.

Árið 2007 var Einar sjávarútvegsráðherra og ákvað að skera þorskafla niður úr 193.000 tonnum í 150.000 tonn á ári til þriggja ára. Hann segir nú koma á daginn að sú ákvörðun hafi verið rétt. „Ef ekki hefði verið brugðist við 2007 hefði áralangur niðurskurður blasað við," segir Einar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×