Verðtrygging óhagstæðari en elstu gengislán frá 2004 7. júní 2010 05:00 Þeir sem enn eru að borga af gengistryggðum bílalánum frá árinu 2004 standa betur en þeir sem tóku verðtryggð lán í krónum á sama tíma ef þeir fá höfuðstólinn lækkaðan, samkvæmt fyrirliggjandi tilboði. Aðrir standa 1-13% lakar en ef þeir hefðu tekið verðtryggð lán, segir SP-Fjármögnun. Eftir leiðréttingu höfuðstóls og breytingu yfir í krónulán munu gengistryggðu bílalánin vera 1 til 13 prósent dýrari en verðtryggt krónulán sem tekið var á sama tíma. Þetta á þó ekki við um fyrstu gengislánin sem boðin voru íslenskum neytendum með sjö ára lánstíma á árinu 2004. Þau eru þremur til sjö prósentum ódýrari en verðtryggt lán frá sama tíma, ef lántakendur hafa ekki nýtt sér úrræði til að fá greiðslur frystar eða lánstíma lengdan. Þetta kemur fram í útreikningum sem Haraldur Ólafsson, forstöðumaður verkefna- og þjónustusviðs SP, hefur látið Fréttablaðinu í té. Hann segir þessar upplýsingar sýna að ef gengið verður lengra í að koma til móts við viðskiptavini með gengistryggð lán fari gengistryggðu lánin að verða hagstæðari en verðtryggð lán í íslenskum krónum. Slíkt væri ósanngjarnt gagnvart þeim sem tóku verðtryggð lán af því að þeir vissu um áhættuna sem fólst í gengistryggðum lánum og ákváðu að taka hana ekki. Félagsmálaráðherra hefur kynnt lagafrumvarp, sem bíður meðferðar á Alþingi og gengur út á að fjármálafyrirtækjum verði skylt að lækka lánin og breyta yfir í lán í íslenskum krónum frá upphafsdegi. Eftir breytingu í krónur fá lánin 15 prósent álag til að vega upp vaxtamun, þar sem mun lægri vextir hafa verið greiddir af gengislánum. SP-Fjármögnun segir að sú aðferð sem fyrirtækið er nú að bjóða sé sambærilegt við aðferð frumvarpsins. SP hyggst bjóða þeim sem skipta í krónur 7,95% vexti á breytt verðtryggð lán en 12,6 prósent á breytt óverðtryggð lán. Önnur fjármögnunarfyrirtæki munu bíða með frekari aðgerðir þar til afgreiðslu mála á Alþingi og fyrir Hæstarétti er lokið en rétturinn mun senn dæma um tvö mál þar sem tekist er á um lögmæti gengistryggðra lána. Um 15.000 manns eru með gengistryggð bílalán hjá SP. Hið venjulega lán er 2,5 milljónir og var tekið um mitt ár 2006, segir Haraldur. Haraldur segir að yfir 1.000 viðskiptavinir hafi sótt um höfuðstólslækkun, eða rúmlega 200 á dag að jafnaði. peturg@frettabladid.is Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Eftir leiðréttingu höfuðstóls og breytingu yfir í krónulán munu gengistryggðu bílalánin vera 1 til 13 prósent dýrari en verðtryggt krónulán sem tekið var á sama tíma. Þetta á þó ekki við um fyrstu gengislánin sem boðin voru íslenskum neytendum með sjö ára lánstíma á árinu 2004. Þau eru þremur til sjö prósentum ódýrari en verðtryggt lán frá sama tíma, ef lántakendur hafa ekki nýtt sér úrræði til að fá greiðslur frystar eða lánstíma lengdan. Þetta kemur fram í útreikningum sem Haraldur Ólafsson, forstöðumaður verkefna- og þjónustusviðs SP, hefur látið Fréttablaðinu í té. Hann segir þessar upplýsingar sýna að ef gengið verður lengra í að koma til móts við viðskiptavini með gengistryggð lán fari gengistryggðu lánin að verða hagstæðari en verðtryggð lán í íslenskum krónum. Slíkt væri ósanngjarnt gagnvart þeim sem tóku verðtryggð lán af því að þeir vissu um áhættuna sem fólst í gengistryggðum lánum og ákváðu að taka hana ekki. Félagsmálaráðherra hefur kynnt lagafrumvarp, sem bíður meðferðar á Alþingi og gengur út á að fjármálafyrirtækjum verði skylt að lækka lánin og breyta yfir í lán í íslenskum krónum frá upphafsdegi. Eftir breytingu í krónur fá lánin 15 prósent álag til að vega upp vaxtamun, þar sem mun lægri vextir hafa verið greiddir af gengislánum. SP-Fjármögnun segir að sú aðferð sem fyrirtækið er nú að bjóða sé sambærilegt við aðferð frumvarpsins. SP hyggst bjóða þeim sem skipta í krónur 7,95% vexti á breytt verðtryggð lán en 12,6 prósent á breytt óverðtryggð lán. Önnur fjármögnunarfyrirtæki munu bíða með frekari aðgerðir þar til afgreiðslu mála á Alþingi og fyrir Hæstarétti er lokið en rétturinn mun senn dæma um tvö mál þar sem tekist er á um lögmæti gengistryggðra lána. Um 15.000 manns eru með gengistryggð bílalán hjá SP. Hið venjulega lán er 2,5 milljónir og var tekið um mitt ár 2006, segir Haraldur. Haraldur segir að yfir 1.000 viðskiptavinir hafi sótt um höfuðstólslækkun, eða rúmlega 200 á dag að jafnaði. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent