Viðskipti innlent

Hætta var talin á árekstrum

Már Guðmundsson innsiglaði samning um kaup á Avens-skuldabréfum seðlabankans í Lúxemborg fyrir hálfum mánuði.
Már Guðmundsson innsiglaði samning um kaup á Avens-skuldabréfum seðlabankans í Lúxemborg fyrir hálfum mánuði.

Fjármálafyrirtækið HF Verðbréf sá um eignaskipti á svokölluðum Avens-skuldabréfum þegar Seðlabankinn seldi þau í lokuðu útboði til 26 lífeyrissjóða á mánudag og fékk fjörutíu milljónir króna í þóknun. Öðrum fjármálafyrirtækjum var ekki boðið að borðinu, samkvæmt heimildum blaðsins.

Sátt ríkir að mestu um gjörninginn á meðal forsvarsmanna fjármálafyrirtækja þótt vart hafi orðið óánægju hjá sumum, ekki síst sökum þess að þeim hafi fram til þessa ekki staðið til boða kaup á krónueignum erlendis. Þá hafi Seðlabankinn ekki staðið við loforð um gagnsæi í viðskiptum með skuldabréfin, líkt og lagt var upp með þegar hann samdi um þau við Seðlabankann í Lúxemborg fyrir hálfum mánuði.

Seðlabankinn segir, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, ástæðuna þá að í ljósi þess hve stór og viðkvæm viðskiptin voru hafi verið ákveðið að notast við einn aðila. Sá hafi þurft að uppfylla nokkur skilyrði. Meðal annars að vera hrein verðbréfamiðlun, ekki með eigin verðbréfaviðskipti og án eignastýringar.

„Talið var nauðsynlegt að viðkomandi uppfyllti þessi skilyrði til þess að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum – ekki síst í ljósi þess hve viðskiptin voru viðkvæm fyrir markaðinn,“ segir í svari Seðlabankans. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×