Fleiri fréttir Gríðarleg aukning í útflutningi iðnaðarvara Gríðarleg aukning varð í útflutningi iðnaðarvara í mars en alls voru fluttar út slíkar vörur fyrir 30,1 milljarða kr. í mánuðinum og er um að ræða aukningu upp á 52% á föstu gengi frá sama mánuði fyrra árs. 9.4.2010 12:04 Jón Ólafsson selur vatn á bandarískum flugvöllum Icelandic Water Holdings, framleiðandi Icelandic Glacial vatnsins, hefur skrifað undir samning við HMSHost Corporation, sem hefur sérleyfi til smásölu á ýmsum ferðamannastöðum, um sölu vatnsins í söluturnum á 23 stórum flugvöllum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en stjórnarformaður þess er Jón Ólafsson, athafnamaður. 9.4.2010 11:42 Hérðasdómur fellst á slitastjórn fyrir VBS Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á beiðni bráðabirgðastjórnar VBS fjárfestingarbanka hf. um skipun slitastjórnar. 9.4.2010 10:47 Íslendingar að taka ferðagleði sína á ný Töluvert fleiri Íslendingar héldu utan nú í mars en í mars í fyrra og er þetta fimmti mánuðurinn í röð sem slík aukning á sér stað. Þannig fóru tæplega 22 þúsund Íslendingar að utan í mánuðinum en þeir voru tæplega 18 þúsund á sama tíma 2009. Fjölgaði brottförum Íslendinga því um tæplega 23% á tímabilinu. 9.4.2010 10:11 Greiðslukortavelta heimila jókst um tæp 10% Kreditkortavelta heimila jókst um 15,8% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra. Debetkortavelta jókst um 3,3% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í febrúar 2010 um 9,9%. 9.4.2010 09:36 Vöruskiptin í mars hagstæð um 11,4 milljarða Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir mars 2010 var útflutningur 52,8 milljarðar króna og innflutningur 41,4 milljarðar króna. 9.4.2010 09:03 Tony og Ridley Scott vilja annast rekstur MGM Bræðurnir Tony og Sir Ridley Scott hafa óvænt blandað sér í slaginn um kvikmyndaverið MGM sem er til sölu þessa dagana. Þeir bræður hafa lagt fyrir kröfuhafa MGM áætlun um endurskipulagningu kvikmyndaversins og hugmyndir sínar um rekstur þess. 9.4.2010 08:55 Fjöldi nauðungaruppboða tvöfaldast í Danmörku Þessa dagana eru haldin meir en 500 nauðungaruppboða á fasteignum í Danmörku í hverjum mánuði og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast á einu ári. 9.4.2010 08:34 Straumur segir sig úr Kauphöllinni Straumur-Burðarás hefur sagt upp aðild sinni að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar. Uppsögnin tekur gildi í dag 9. apríl. 9.4.2010 08:07 Stefnir skilanefnd fyrir ærumeiðingar Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. 9.4.2010 06:00 Hefur áhyggjur af því að fyrirhugaðar kosningar tefji Icesave Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af því að kosningarnar í Bretlandi og Hollandi tefji fyrir lausn Icesave deilunnar. Þetta sagði Gylfi í samtali við Reuters fréttastofuna í dag. 8.4.2010 22:47 Sala á nýjum bílum eykst í Bretlandi Sala á nýjum bifreiðum í Bretlandi jókst um fjórðung í síðasta mánuði. Þetta þykir benda til þess að jafnvægi sé að komast á í hagkerfinu þar. Skráningar á nýjum bílum jukust um 26,6% og voru 397,383 bifreiðar skráðar. 8.4.2010 20:50 Hagnaður Landsbankans í fyrra nam 14 milljörðum króna Landsbankinn hagnaðist um rúma 14,3 milljarða króna fyrir árið 2009, fyrsta heila starfsár bankans. Arðsemi eiginfjár var 10% sem er nokkuð lægra en sá fjármagnskostnaður sem ríkið ber af hlutafjárframlagi sínu til bankans. Á sama tíma mældist ársverðbólga 8,63%. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að enginn raunhæfur samanburður sé til frá fyrri árum þar sem þetta sé fyrsta heila starfsár bankans. 8.4.2010 18:09 Össur lækkaði um 0,78% Össur hf lækkaði um 0,78% í viðskiptum uppá samtals 3. 810 þúsund í Kauphöllinni í dag. Marel lækkaði um 0,36% í viðskiptum upp á 821 þúsund krónur. Ekkert fyrirtæki hækkaði. 8.4.2010 19:34 Capacent hafnar ásökunum Vilhjálms - mat ekki út í bláinn Fyrirtækið Capacent segist fylgja viðurkenndu verklagi og notað viðurkenndar aðferðir við verðmat sem þeir hafi gert en Vilhjálmur Bjarnason, lektor hjá Háskóla Íslands, gagnrýndi þá harðlega í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2. 8.4.2010 16:28 Fremur rólegt á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 7,5 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 3,2 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 4,3 milljarða kr. viðskiptum. 8.4.2010 15:37 Lífeyrissjóðir landsins draga lærdóm af hruninu Nefnd, sem Landssamtök lífeyrissjóða skipuðu í maí 2009 til að fjalla um hvað „lífeyrissjóðir gætu lært af þeim fjárhagslegu áföllum sem dunið hafa yfir íslenskt þjóðfélag, allt frá hruni viðskiptabankanna þriggja í byrjun október 2008“, leggur til breytingar á viðskiptaháttum á verðbréfamarkaði, regluverki og starfsumhverfi lífeyrissjóða. 8.4.2010 15:22 Áfengissala um páskana minnkaði um 3,5% milli ára Ef áfengissala páskavikunnar er borin saman við sölu í páskavikunni 2009 þá voru seldir 505 þúsund lítrar af áfengi í páskavikunni í ár sem er 3,5% minna en sambærilega viku í fyrra. Fjöldi viðskiptavina minnkaði um 1,8%. 8.4.2010 15:08 Pálmi Haraldsson: Beitti ekki blekkingum til þess að fá milljarð Pálmi Haraldsson, sem hefur verið stefnt af Glitni ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Gltinis, segist ekki hafa beitt blekkingum til þess að fá milljarð lánaðan. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér en þar segir orðrétt: 8.4.2010 15:01 Dýrasti skilnaður sögunnar í uppsiglingu Dýrasti skilnaður sögunnar er nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Hjónin sem hér um ræðir eru ekki bara að slást um þennan hefðbundna fjölda af húsum, snekkjum, einkaþotum og nær daglegan aðgang að hárgreiðslumeistara sínum. Örlög ástsælasta íþróttaliðs Bandaríkjanna ráðast einnig í þessum skilnaði. 8.4.2010 14:38 Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8.4.2010 14:32 Fjögur bindandi tilboð í Securitas Alls hafa fjögur bindandi tilboð borist í öryggisfyrirtækið Securitas sem er í eigu þrotabús Fons. Samkvæmt skiptastjóra búsins, Óskari Sigurðssyni, þá eru tilboðin bindandi til 18. apríl. 8.4.2010 14:21 Trichet heldur stýrivöxtum ECB í 1% Eins og búist var við ákvað Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans (ECB) að halda stýrivöxtunum á evrusvæðinu í 1%. Með þessu vonast Trichet til þess að pústa lífi í hagkerfi svæðisins. 8.4.2010 12:51 Fjöldi erlendra gesta um Leifsstöð sló met í mars Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 26 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í mars síðastliðnum og hafa ferðamenn aldrei verið fleiri í mars mánuði. Á árinu 2009 voru þeir tæplega 24 þúsund í sama mánuði eða um tvö þúsund færri. 8.4.2010 11:54 Verðbólguvæntingar stjórnenda fara lækkandi Verðbólguvæntingar stjórnenda hjá stærstu fyrirtækjum landsins hafa lækkað nokkuð undanfarið samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerir fyrir Seðlabankann, en niðurstöður hennar eru birtar í Hagvísum bankans fyrir marsmánuð. 8.4.2010 11:50 Helmingur tapaðra starfa frá hruni er í mannvirkjagerð Tæplega helmingur eða 45% allra starfa sem tapast hafa í hópuppsögnum frá bankahruni hafa verið í mannvirkjagerð eða 2.400 störf. 8.4.2010 11:31 OECD: Efnahagsbatinn gengur mishratt fyrir sig Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að flest bendi nú til þess að alheimshagkerfið haldi áfram á batavegi en batinn gengur þó mishratt og vel fyrir sig eftir einstökum heimshlutum og ríkjum. Enn er samt of snemmt að fagna fullum bata. Þetta kom fram í ástandsyfirliti sem stofnunin sendi frá sér í gær. 8.4.2010 11:07 Gjaldþrota auðmannabanki átti aðeins 40 viðskiptavini Hinn gjaldþrota danski auðmannabanki (rigmandsbank) Capinordic Bank átti aðeins 35 til 40 viðskiptavini í Danmörku. Nær allir þessir viðskiptavinir tilheyrðu svokölluðum milljarðamæringaklúbb landsins en meðal þeirra voru Erik Damgaard, Aldo Petersen, Peter Forchammer og Ole Vagner. 8.4.2010 10:32 Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8.4.2010 10:03 Morten Lund forðast gjaldþrot með nauðasamningum Danska fjárfestinum Morten Lund, fyrrum eigenda Nyhedsavisen, hefur tekist að forðast gjaldþrot með því að ná nauðasamningum við kröfuhafa sína. 8.4.2010 09:14 Gistinóttum fjölgaði um 6% í febrúar Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 77.100 en voru 72.800 í sama mánuði árið 2009. Fjölgunin nemur 6% á milli ára. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi og Suðurnesjum. 8.4.2010 09:03 BA og Iberia sameinast sem International Airways Flugfélögin British Airways (BA) og Iberia á Spáni munu sameinast fyrir árslok undir nafninu International Airways. Samningurinn um sameininguna var undrritaður í vikunni eftir töluverðar tafir sem stöfuðu af „tæknilegum orsökum" eins og það er orðað í breskum fjölmiðlum í morgun. 8.4.2010 08:40 Moody´s setur ÍLS einnig á neikvæðar horfur Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á neikvæðar horfur eins og ríkissjóð. Einkuninn er sú sama hjá báðum sjóðum eða Baa3. 8.4.2010 08:17 Gjaldeyrisvelta á millibankamarkaði tvöfaldaðist í mars Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í marsmánuði s.l. nam rúmum 1.5 milljarði kr sem er rúmlega tvöfallt hærri fjárhæð en mánuðinn þar á undan. Veltan var hinsvegar tæpur helmingur af veltunni í mars mánuði árið á undan. 8.4.2010 07:45 Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7.4.2010 20:00 Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7.4.2010 18:51 Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7.4.2010 18:42 Skuldatryggingaálag Grikklands hærra en Íslands Kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Grikklands varð hærri í dag en kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan 2005. Reuters segir ástæðuna vera þá að efasemdir séu um að Grikkir vilji og geti fjármagnað skuldir sínar. 7.4.2010 17:52 Kúabændur vilja færa mjólkurkvóta í gegnum sameiginlegan tilboðsmarkað Á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands kúabænda var samþykkt ályktun þess efnis "að öll viðskipti með greiðslumark í mjólk, sem færist milli lögbýla fari í gegnum sameiginlegan tilboðsmarkað sem taki til starfa eigi síðar en kvótaárið 2011". 7.4.2010 15:34 Útgáfa verðtryggðra bréfa jákvætt skref Útgáfa verðtryggðra bréfa er jákvætt skref hjá ríkissjóði, að mati Greiningardeildar Íslandsbanka. Það mun skapa eðlilegri hvata fyrir hlut ríkisfjármála í hagstjórninni ef ríkissjóður ber verðtryggðar skuldir á móti þeim stóra hluta skatttekna sinna sem segja má að sé verðtryggður, beint eða óbeint, að fram kemur í Morgunkorni greiningardeildarinnar. 7.4.2010 13:30 Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7.4.2010 12:00 Bæjarsjóður Reykjanesbæjar skilar hagnaði Endurskoðaður ársreikningur Reykjanesbæjar var lagður fram í bæjarstjórn í gær. Samkvæmt ársreikningnum skilaði bæjarsjóður Reykjanesbæjar 7,7 milljarða krónu hagnaði árið 2009, að fram kemur í tilkynningu frá bæjarfélaginu. 7.4.2010 11:26 Greenspan svarar fyrir sig Alan Greenspan, fyrrum aðalbankastjóri seðlabankans í Bandaríkjunum, mun í dag bera vitni fyrir nefnd sem rannsakar aðdraganda efnahagshrunsins í Bandaríkjunum. Búist er við því að hann viðurkenni að bankinn hafi lítið gert til þess að reyna að koma í veg fyrir ofvöxt fjármálastofnana í landinu en vöxtur þeirra er talinn hafa átt sinn þátt í því hvernig fór. 7.4.2010 11:24 Greinargerðum skilað í seinna Baugsmálinu Fyrirtaka fór fram í skattalagabrotamáli gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Baugi Group og Fjárfestingafélaginu Gaumi. 7.4.2010 09:47 Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7.4.2010 09:28 Sjá næstu 50 fréttir
Gríðarleg aukning í útflutningi iðnaðarvara Gríðarleg aukning varð í útflutningi iðnaðarvara í mars en alls voru fluttar út slíkar vörur fyrir 30,1 milljarða kr. í mánuðinum og er um að ræða aukningu upp á 52% á föstu gengi frá sama mánuði fyrra árs. 9.4.2010 12:04
Jón Ólafsson selur vatn á bandarískum flugvöllum Icelandic Water Holdings, framleiðandi Icelandic Glacial vatnsins, hefur skrifað undir samning við HMSHost Corporation, sem hefur sérleyfi til smásölu á ýmsum ferðamannastöðum, um sölu vatnsins í söluturnum á 23 stórum flugvöllum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en stjórnarformaður þess er Jón Ólafsson, athafnamaður. 9.4.2010 11:42
Hérðasdómur fellst á slitastjórn fyrir VBS Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á beiðni bráðabirgðastjórnar VBS fjárfestingarbanka hf. um skipun slitastjórnar. 9.4.2010 10:47
Íslendingar að taka ferðagleði sína á ný Töluvert fleiri Íslendingar héldu utan nú í mars en í mars í fyrra og er þetta fimmti mánuðurinn í röð sem slík aukning á sér stað. Þannig fóru tæplega 22 þúsund Íslendingar að utan í mánuðinum en þeir voru tæplega 18 þúsund á sama tíma 2009. Fjölgaði brottförum Íslendinga því um tæplega 23% á tímabilinu. 9.4.2010 10:11
Greiðslukortavelta heimila jókst um tæp 10% Kreditkortavelta heimila jókst um 15,8% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra. Debetkortavelta jókst um 3,3% á sama tíma. Samtals jókst greiðslukortavelta heimila í febrúar 2010 um 9,9%. 9.4.2010 09:36
Vöruskiptin í mars hagstæð um 11,4 milljarða Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir mars 2010 var útflutningur 52,8 milljarðar króna og innflutningur 41,4 milljarðar króna. 9.4.2010 09:03
Tony og Ridley Scott vilja annast rekstur MGM Bræðurnir Tony og Sir Ridley Scott hafa óvænt blandað sér í slaginn um kvikmyndaverið MGM sem er til sölu þessa dagana. Þeir bræður hafa lagt fyrir kröfuhafa MGM áætlun um endurskipulagningu kvikmyndaversins og hugmyndir sínar um rekstur þess. 9.4.2010 08:55
Fjöldi nauðungaruppboða tvöfaldast í Danmörku Þessa dagana eru haldin meir en 500 nauðungaruppboða á fasteignum í Danmörku í hverjum mánuði og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast á einu ári. 9.4.2010 08:34
Straumur segir sig úr Kauphöllinni Straumur-Burðarás hefur sagt upp aðild sinni að hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar. Uppsögnin tekur gildi í dag 9. apríl. 9.4.2010 08:07
Stefnir skilanefnd fyrir ærumeiðingar Jón Ásgeir Jóhannesson, einn þeirra sem skilanefnd Glitnis hefur stefnt til greiðslu sex milljarða króna skaðabóta, ætlar að stefna skilanefndinni fyrir ærumeiðandi aðdróttanir sem fram koma í stefnu hennar og fyrir að hafa vísvitandi breytt tölvugögnum. 9.4.2010 06:00
Hefur áhyggjur af því að fyrirhugaðar kosningar tefji Icesave Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af því að kosningarnar í Bretlandi og Hollandi tefji fyrir lausn Icesave deilunnar. Þetta sagði Gylfi í samtali við Reuters fréttastofuna í dag. 8.4.2010 22:47
Sala á nýjum bílum eykst í Bretlandi Sala á nýjum bifreiðum í Bretlandi jókst um fjórðung í síðasta mánuði. Þetta þykir benda til þess að jafnvægi sé að komast á í hagkerfinu þar. Skráningar á nýjum bílum jukust um 26,6% og voru 397,383 bifreiðar skráðar. 8.4.2010 20:50
Hagnaður Landsbankans í fyrra nam 14 milljörðum króna Landsbankinn hagnaðist um rúma 14,3 milljarða króna fyrir árið 2009, fyrsta heila starfsár bankans. Arðsemi eiginfjár var 10% sem er nokkuð lægra en sá fjármagnskostnaður sem ríkið ber af hlutafjárframlagi sínu til bankans. Á sama tíma mældist ársverðbólga 8,63%. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að enginn raunhæfur samanburður sé til frá fyrri árum þar sem þetta sé fyrsta heila starfsár bankans. 8.4.2010 18:09
Össur lækkaði um 0,78% Össur hf lækkaði um 0,78% í viðskiptum uppá samtals 3. 810 þúsund í Kauphöllinni í dag. Marel lækkaði um 0,36% í viðskiptum upp á 821 þúsund krónur. Ekkert fyrirtæki hækkaði. 8.4.2010 19:34
Capacent hafnar ásökunum Vilhjálms - mat ekki út í bláinn Fyrirtækið Capacent segist fylgja viðurkenndu verklagi og notað viðurkenndar aðferðir við verðmat sem þeir hafi gert en Vilhjálmur Bjarnason, lektor hjá Háskóla Íslands, gagnrýndi þá harðlega í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2. 8.4.2010 16:28
Fremur rólegt á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 7,5 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 3,2 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 4,3 milljarða kr. viðskiptum. 8.4.2010 15:37
Lífeyrissjóðir landsins draga lærdóm af hruninu Nefnd, sem Landssamtök lífeyrissjóða skipuðu í maí 2009 til að fjalla um hvað „lífeyrissjóðir gætu lært af þeim fjárhagslegu áföllum sem dunið hafa yfir íslenskt þjóðfélag, allt frá hruni viðskiptabankanna þriggja í byrjun október 2008“, leggur til breytingar á viðskiptaháttum á verðbréfamarkaði, regluverki og starfsumhverfi lífeyrissjóða. 8.4.2010 15:22
Áfengissala um páskana minnkaði um 3,5% milli ára Ef áfengissala páskavikunnar er borin saman við sölu í páskavikunni 2009 þá voru seldir 505 þúsund lítrar af áfengi í páskavikunni í ár sem er 3,5% minna en sambærilega viku í fyrra. Fjöldi viðskiptavina minnkaði um 1,8%. 8.4.2010 15:08
Pálmi Haraldsson: Beitti ekki blekkingum til þess að fá milljarð Pálmi Haraldsson, sem hefur verið stefnt af Glitni ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Gltinis, segist ekki hafa beitt blekkingum til þess að fá milljarð lánaðan. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér en þar segir orðrétt: 8.4.2010 15:01
Dýrasti skilnaður sögunnar í uppsiglingu Dýrasti skilnaður sögunnar er nú í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Hjónin sem hér um ræðir eru ekki bara að slást um þennan hefðbundna fjölda af húsum, snekkjum, einkaþotum og nær daglegan aðgang að hárgreiðslumeistara sínum. Örlög ástsælasta íþróttaliðs Bandaríkjanna ráðast einnig í þessum skilnaði. 8.4.2010 14:38
Ráðherra um Glitnisstefnuna: Hljóta að rannsaka þetta sem sakamál ,,Maður bara nuddar augun og trúir þessu varla,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í viðtali við vefritið Smuguna um mál sexmenninganna sem skilanefnd Glitnis stefndi í gær. 8.4.2010 14:32
Fjögur bindandi tilboð í Securitas Alls hafa fjögur bindandi tilboð borist í öryggisfyrirtækið Securitas sem er í eigu þrotabús Fons. Samkvæmt skiptastjóra búsins, Óskari Sigurðssyni, þá eru tilboðin bindandi til 18. apríl. 8.4.2010 14:21
Trichet heldur stýrivöxtum ECB í 1% Eins og búist var við ákvað Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans (ECB) að halda stýrivöxtunum á evrusvæðinu í 1%. Með þessu vonast Trichet til þess að pústa lífi í hagkerfi svæðisins. 8.4.2010 12:51
Fjöldi erlendra gesta um Leifsstöð sló met í mars Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 26 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í mars síðastliðnum og hafa ferðamenn aldrei verið fleiri í mars mánuði. Á árinu 2009 voru þeir tæplega 24 þúsund í sama mánuði eða um tvö þúsund færri. 8.4.2010 11:54
Verðbólguvæntingar stjórnenda fara lækkandi Verðbólguvæntingar stjórnenda hjá stærstu fyrirtækjum landsins hafa lækkað nokkuð undanfarið samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerir fyrir Seðlabankann, en niðurstöður hennar eru birtar í Hagvísum bankans fyrir marsmánuð. 8.4.2010 11:50
Helmingur tapaðra starfa frá hruni er í mannvirkjagerð Tæplega helmingur eða 45% allra starfa sem tapast hafa í hópuppsögnum frá bankahruni hafa verið í mannvirkjagerð eða 2.400 störf. 8.4.2010 11:31
OECD: Efnahagsbatinn gengur mishratt fyrir sig Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að flest bendi nú til þess að alheimshagkerfið haldi áfram á batavegi en batinn gengur þó mishratt og vel fyrir sig eftir einstökum heimshlutum og ríkjum. Enn er samt of snemmt að fagna fullum bata. Þetta kom fram í ástandsyfirliti sem stofnunin sendi frá sér í gær. 8.4.2010 11:07
Gjaldþrota auðmannabanki átti aðeins 40 viðskiptavini Hinn gjaldþrota danski auðmannabanki (rigmandsbank) Capinordic Bank átti aðeins 35 til 40 viðskiptavini í Danmörku. Nær allir þessir viðskiptavinir tilheyrðu svokölluðum milljarðamæringaklúbb landsins en meðal þeirra voru Erik Damgaard, Aldo Petersen, Peter Forchammer og Ole Vagner. 8.4.2010 10:32
Segir Jón Ásgeir hafa verið einhverskonar yfirbankastjóra Glitnis „Svo kemur það fram í einum póstinum að hann hóti að verða stjórnarformaður fái hann ekki lánið og verði þar af leiðandi einhversskonar yfirbankastjóri,“ sagði lektorinn Vilhjálmur Bjarnason og hluthafi Glitnis í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. 8.4.2010 10:03
Morten Lund forðast gjaldþrot með nauðasamningum Danska fjárfestinum Morten Lund, fyrrum eigenda Nyhedsavisen, hefur tekist að forðast gjaldþrot með því að ná nauðasamningum við kröfuhafa sína. 8.4.2010 09:14
Gistinóttum fjölgaði um 6% í febrúar Gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum voru 77.100 en voru 72.800 í sama mánuði árið 2009. Fjölgunin nemur 6% á milli ára. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi og Suðurnesjum. 8.4.2010 09:03
BA og Iberia sameinast sem International Airways Flugfélögin British Airways (BA) og Iberia á Spáni munu sameinast fyrir árslok undir nafninu International Airways. Samningurinn um sameininguna var undrritaður í vikunni eftir töluverðar tafir sem stöfuðu af „tæknilegum orsökum" eins og það er orðað í breskum fjölmiðlum í morgun. 8.4.2010 08:40
Moody´s setur ÍLS einnig á neikvæðar horfur Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á neikvæðar horfur eins og ríkissjóð. Einkuninn er sú sama hjá báðum sjóðum eða Baa3. 8.4.2010 08:17
Gjaldeyrisvelta á millibankamarkaði tvöfaldaðist í mars Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri í marsmánuði s.l. nam rúmum 1.5 milljarði kr sem er rúmlega tvöfallt hærri fjárhæð en mánuðinn þar á undan. Veltan var hinsvegar tæpur helmingur af veltunni í mars mánuði árið á undan. 8.4.2010 07:45
Pálmi segir stefnu gegn sér vera tóma þvælu Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi Fons, sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag að það sem kæmi fram í stefnu skilanefndar Glitnis gegn sér væri tóm þvæla. 7.4.2010 20:00
Jón Ásgeir vill frávísun í Glitnismálinu Jón Ásgeir Jóhannesson segist á engan hátt hafa misnotað aðstöðu sína í bankanum. Hann hyggst fara fram á frávísun á stefnu skilanefndar Glitnis á hendur sér. 7.4.2010 18:51
Sakaðir um að hafa misnotað stöðu sína sem hluthafar Jón Ásgeir Jóhannesson og Pálmi Haraldsson misnotuðu aðstöðu sína sem einir af stærstu hluthöfum Glitnis til að hagnast persónulega um tvo milljarða króna. Lárus Welding forstjóri bankans framkvæmdi skipanir þeirra félaga. Þetta kemur fram í stefnu skilanefndar Glitnis á hendur þremenningunum og þremur starfsmönnum Glitnis. Skilanefndin krefst sex milljarða í skaðabætur. 7.4.2010 18:42
Skuldatryggingaálag Grikklands hærra en Íslands Kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Grikklands varð hærri í dag en kostnaðurinn við það að tryggja skuldir ríkissjóðs Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist síðan 2005. Reuters segir ástæðuna vera þá að efasemdir séu um að Grikkir vilji og geti fjármagnað skuldir sínar. 7.4.2010 17:52
Kúabændur vilja færa mjólkurkvóta í gegnum sameiginlegan tilboðsmarkað Á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands kúabænda var samþykkt ályktun þess efnis "að öll viðskipti með greiðslumark í mjólk, sem færist milli lögbýla fari í gegnum sameiginlegan tilboðsmarkað sem taki til starfa eigi síðar en kvótaárið 2011". 7.4.2010 15:34
Útgáfa verðtryggðra bréfa jákvætt skref Útgáfa verðtryggðra bréfa er jákvætt skref hjá ríkissjóði, að mati Greiningardeildar Íslandsbanka. Það mun skapa eðlilegri hvata fyrir hlut ríkisfjármála í hagstjórninni ef ríkissjóður ber verðtryggðar skuldir á móti þeim stóra hluta skatttekna sinna sem segja má að sé verðtryggður, beint eða óbeint, að fram kemur í Morgunkorni greiningardeildarinnar. 7.4.2010 13:30
Yfirmenn hjá Íslandsbanka sendir í leyfi vegna málsóknar Þrír starfsmenn Íslandsbanka hafa verið sendir í leyfi eftir að hafa verið stefnt af skilanefnd Glitnis vegna sex milljarða króna lánveitingar til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar, sem voru meðal stærstu hluthafa bankans. Þeim hefur einnig verið stefnt auk Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis. 7.4.2010 12:00
Bæjarsjóður Reykjanesbæjar skilar hagnaði Endurskoðaður ársreikningur Reykjanesbæjar var lagður fram í bæjarstjórn í gær. Samkvæmt ársreikningnum skilaði bæjarsjóður Reykjanesbæjar 7,7 milljarða krónu hagnaði árið 2009, að fram kemur í tilkynningu frá bæjarfélaginu. 7.4.2010 11:26
Greenspan svarar fyrir sig Alan Greenspan, fyrrum aðalbankastjóri seðlabankans í Bandaríkjunum, mun í dag bera vitni fyrir nefnd sem rannsakar aðdraganda efnahagshrunsins í Bandaríkjunum. Búist er við því að hann viðurkenni að bankinn hafi lítið gert til þess að reyna að koma í veg fyrir ofvöxt fjármálastofnana í landinu en vöxtur þeirra er talinn hafa átt sinn þátt í því hvernig fór. 7.4.2010 11:24
Greinargerðum skilað í seinna Baugsmálinu Fyrirtaka fór fram í skattalagabrotamáli gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Baugi Group og Fjárfestingafélaginu Gaumi. 7.4.2010 09:47
Skilanefnd Glitnis stefnir eigendum og stjórnendum bankans Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem voru helstu eigendur bankans, Lárusi Welding fyrrverandi bankastjóra og þremur öðrum lykilstarfsmönnum. Þess er krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis tæplega sex milljarða í bætur. Frá þessu er greint í DV í dag. Þar er haft eftir Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis, að málið sé á lokastigi að hálfu skilanefndarinnar. 7.4.2010 09:28