Fleiri fréttir

Botni náð á alþjóðlegum fasteignamarkaði

Fasteignaverð var hæst á Írlandi, í Slóvakíu og hér á síðasta ári, samkvæmt saman­tekt breska viðskiptablaðsins Financial Times. Verðið fór niður um 12,4 prósent á Írlandi og hafði þá lækkað um 29 prósent frá því það náði hæstu

Svafa fylgir Róberti

Þrír nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til bandaríska samheitalyfjafyrirtækisins Alvogen. Allt eru þetta reynslu­boltar úr lyfjageiranum. Svafa Grönfeldt, fyrrverandi framdastjóri hjá Actavis og fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, verður ein af fimm í stjórn fyrirtækisins.

Þorbjörn hlýtur Varðbergið

Útgerðarfyrirtækið Þorbjörn í Grindavík hlaut um miðjan mánuðinn Varðbergið, forvarnaverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar (TM). TM veitti jafnframt fyrirtækjunum Hlaðbær - Colas ehf. og Austfjarðaleið ehf. sérstakar viðurkenningar fyrir starf í þágu forvarna.

Framleiða hugmyndir fyrir heiminn

„Við höfum haft nóg fyrir stafni öll þessi ár að framleiða hugmyndir fyrir aðra,“ segir Sigurður Kaldal, annar stofnenda fyrirtækisins Koma. Sigurður og Gotti Bernhöft stofnuðu fyrirtækið fyrir sex árum og hafa þeir frá upphafi unnið með hönnuðum sem vilja raungera hugmyndir auk þess að sérmerkja vörur fyrir fyrirtæki. Fastir starfsmenn eru þrír.

Tíðin ágæt fyrir fjárvana frumkvöðla

„Það er fyrst nú eftir hrunið að ég tek eftir því að áhugi fjárfesta á sprotafyrirtækjum er að aukast. Þau leituðu eftir svo lágum upphæðum áður að fáir litu við þeim,“ segir Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks – nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, sem blæs til fjárfestaþings undir merkjum Seed Forum á föstudag.

Vestia vill birta upplýsingar

„Það er grundvallaratriði að bankarnir eða eignaumsýslufélögin þeirra birti með reglulegum hætti fjárhagsupplýsingar fyrirtækja sem eru í endurskipulagningu á heimasíðu viðkomandi banka,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar.

Tækifæri í lækkandi lánshæfi hjá ríkinu

Alþjóðleg greiningarfyrirtæki hafa undanfarið breytt horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Eitt greiningarfyrirtækjanna hefur þegar fellt lánshæfismat ríkisins úr svokölluðum fjárfestingarflokki í ruslflokk, og stutt gæti verið í að önnur fari sömu leið.

Talið að smásala í Bandaríkjunum hafi aukist um 10%

Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 10% miðað við sama mánuð í fyrra, að talið er. Á fréttavef Bloomberg segir að rekja megi aukninguna til hlýs veðurs og að páskarnir hafi verið fyrr á þessu ári en í fyrra.

GAMMA: GBI lækkaði um 0,2 %

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 10,5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,3% í 2,8 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 7,7 ma. viðskiptum.

Heildarviðskipti með hlutabréf 99 milljónir á dag

Heildarviðskipti með hlutabréf í marsmánuði námu tæpum 2.279 milljónum eða 99 milljónum á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í febrúarmánuði tæpar 1.777 milljónir, eða 89 milljónir á dag. Mest voru viðskipti með bréf Føroya Banka (FO-BANK) 1.019 milljónir og með bréf Marels (MARL) 692 milljónir.

Jóhanna mun ávarpa aðalfund SA

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2010 verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl á síðasta degi vetrar. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift fundarins er: ÍSLAND AF STAÐ.

Þrír voru ósammála seðlabankastjóra

Þrír af fimm úr peningastefnunefnd Seðlabankans voru ósammála tillögu seðlabankastjóra um stýrivaxtalækkun á síðasta fundi nefndarinnar. Stýrivextir voru lækkaði um 0,5 prósentur á þann 17. mars síðastliðinn að tillögu seðlabankastjóra. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar.

Dótturfélag Skipta skilar hagnaði

Rekstur norræna upplýsingatæknifyrirtækisins Sirius IT, dótturfélags Skipta, gekk mjög vel á árinu 2009 samkvæmt tilkynningu frá félaginu sjálfu. Rekstrartekjur samstæðunnar námu samtals sem samsvarar 10,6 milljörðum íslenskra króna.

Ísland með næst hæstu stýrivextina

Stýrivextir hafa lækkað verulega víða frá því að fjármálakreppan skall á. Þeir eru í mörgum löndum í sögulegu lágmarki. Nú síðast tilkynntu bæði Seðlabanki Ungverjalands og Seðlabanki Rúmeníu um lækkun stýrivaxta og í báðum þessum tilfellum hafa stýrivextir aldrei verið lægri en nú. Í

Dótturfélag Nýherja semur við danskar ríkisjárnbrautir

Dótturfélag Nýherja, Applicon A/S í Danmörku, hefur gert samning við ríkisjárnbrautirnar þar í landi (DSB) um umfangsmikla SAP ráðgjafarþjónustu er tengist áformum fyrirtækisins um samræmingu og hagræðingu í rekstri samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Arnold Schwarzenegger leitar að 64 þúsund milljörðum króna

Eftirlaunakerfið í Kaliforníu er komið að þrotum. Þrjá stærstu sjóði fylkisins vantar nefnilega 500 milljarða dala til þess að geta starfað eðlilega. Upphæðin samsvarar 64 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þetta sýna útreikningar sem hópur stúdenta við Stanford háskóla hafa gert segir dagblaðið Sacramento Bee.

Vinna áhættumat vegna hugsanlegs greiðsluþrots

Reykjavíkurborg vinnur nú áhættumat vegna áhrifa hugsanlegs greiðslufalls Orkuveitunnar á fjárhag borgarinnar. Miðað við núverandi stöðu er talið að borgin þurfi að eiga handbæra tólf milljarða króna. Hverfandi líkur eru á greiðslufalli segir Orkuveitan.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði í dag

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað í dag og hefur ekki verið hærra síðustu 17 mánuði. Ástæðan er rakin til þess að fréttir bárust af því að atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefði minnkað auk fleiri merkja um betri tíð í efnahagslífinu í Bandaríkjunum. Verð á hráolíu fór upp í 86,57 dali á tunnu.

Reykingar kosta Dani minnst 94 milljarða árlega

Reykingar kosta danskt samfélag að minnsta kosti 3,5 milljarða danskra króna árlega og 149 þúsund innlagnir á spítala. Upphæðin samsvarar 94 milljörðum íslenskra króna. Talið er að upphæðin geti farið upp í 500 milljarða íslenskra króna á ári. Jafnframt kosta reykingar Dani um 2,8 milljónir veikindadaga aukalega um árið.

Stóru bönkunum í Bretlandi verði skipt upp

Þverpólitísk nefnd á breska þinginu sem á að leggja línurnar fyrir næstu ríkisstjórn um framtíðarskipulag breska bankakerfisins er sögð undirbúa tillögur sem gera ráð fyrir að skipta verður upp stærstu bönkum landsins.

Milljarðalánveitingar til útvaldra starfsmanna Kaupþings í skoðun

Slitastjórn Kaupþings skoðar hátt í fjögurra milljarða króna lánveitingu bankans til útvaldra starfsmanna og hluthafa á árunum þegar hlutabréfaverð fór síhækkandi. Lánið fengu þeir út á veðrými sem skapaðist við hækkun bréfanna. Meðal þeirra sem fengu slík lán eru Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnendur bankans.

Starfsmenn Rio Tinto ætla að áfrýja fangelsisdómum

Tveir af yfimönnum námarisans Rio Tinto í Kína hafa ákveðið að áfrýja fangelsisdómum sem þeir voru dæmdir í á dögunum. Mennirnir voru dæmdir í sjö og fjórtán ára fangelsi fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þriðji starfsmaðurinn, hinn ástralski Stern Hu, er einnig sagður íhuga áfrýjun.

Íslandsbanki íhugaði að kaupa Byr af kröfuhöfum

Íslandsbanki á verulegra hagsmuna að gæta í endurskipulagningu Byrs sparisjóðs. Breiðengi ehf , eignarhaldsfélag Íslandsbanka á um 3,3% stofnfjár í Byr en auk þess lánaði Glitnir stofnfjáreigendum í Byr tíu milljarða króna þegar stofnfjáraukning í sparisjóðnum fór fram árið 2007. Þau lán eru að miklu leyti í vanskilum. Þá er Íslandsbanki einnig kröfuhafi í Byr.

iPad rauk út á fyrsta söludegi

Apple seldi allt að því tvöfalt fleiri iPad vasatölvur í Bandaríkjunum í gær, fyrsta daginn sem varan var seld, en áætlað hafði verið.

Tchenguiz-bræður ætla að stefna þrotabúi Kaupþings

Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz eru að undirbúa málshöfðun á hendur þrotabúi Kaupþings fyrir breskum og íslenskum dómstólum, eftir að slitastjórn bankans hafnaði öllum skaðabótakröfum þeirra í þrotabú bankans, samtals um 440 milljörðum króna.

Deutsche Bank kannar grundvöll fyrir lögsókn gegn Landsbankamönnum

Sérstakt rannsóknarteymi frá Deutsche Bank skoðar nú starfssemi Landsbankans fyrir hrun og reyna að meta hvort íslensk og þýsk lög hafi verið brotin. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þar sagði að tilgangurinn væri að kanna hvrot sækja megi stjórnendur og eigendur bankans til saka og endurheimta tapað fé.

Malkovich tapaði stórfé á Bernie Maddoff

Bandaríski stórleikarinn John Malkovich er einn þeirra fjölmörgu sem fóru illa út úr viðskiptum við svindlarann Bernie Maddoff sem í fyrra var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir svik sín. Malkovich fékk 670 þúsund dollara á dögunum úr þrotabúi Maddofs en hann er ekki sáttur við þau málalok og hefur áfrýjað ákvörðun skiptastjórans. Hann segist eiga rétt á mun meiru, eða um 2,3 milljónum dollara.

Kröfuhafarnir finna ekki Halabi

Kröfuhafar leita nú dyrum og dyngjum að sýrlenska fasteignamógúlnum Simon Halabi en hann varð gjaldþrota í vikunni. Halabi hafði byggt upp gríðarstórt fasteignaveldi í London á síðustu árum en hann mætti ekki fyrir dómara þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota. Gjaldþrotið er vegna láns sem Halabi tók hjá Kaupthing Singer & Friedlander að uppjæð 56,3 milljónir punda. Lánið tók Halabi til þess að kaupa líkamsræktarstöðvakeðjuna Esporta árið 2007.

Papandreou nýtur vinsælda þrátt fyrir kreppu

Ný skoðanakönnun bendir til þess að sósíalistaflokkurinn í Grikklandi, sem fer með völd í landinu, nýtur meiri stuðnings en íhaldsflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu.

Obama telur að það versta sé afstaðið

Um 162 þúsund störf sköpuðust í einkageiranum í Bandaríkjunum í marsmánuði. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að tölurnar bendi til þess að Bandaríkjamenn séu á leiðinni út úr kreppunni og komnir í gegnum mesta brimskaflinn.

Framleiðendur Benz viðurkenna spillingu

Þýski bílaframleiðandinn Daimler hefur viðurkennt spillingu í Bandaríkjunum og mun greiða 185 milljónir dala, eða sem jafngildir 23 milljörðum króna, í sáttargjörð vegna málsins.

Ræddu viðvörun um alvarlega ógnun við fjármálakrefið

Á síðasta fundi Peningastefnunefndar Seðlabankans ræddi hluti nefndarinnar þann möguleika að nefndin ætti í samræmi við 24. grein laga um Seðlabanka Íslands að gefa út viðvörun um alvarlega ógnun við fjármálakerfið. Höfðu nefndarmennirnir áhyggjur af vaxandi líkum á að langvarandi töf yrði á því að aðgangur fengist að erlendu fjármagni vegna frestunar á annarri endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

MP Banki tapar fé vegna West Ham

MP Banki tapaði tæpum 1,2 milljörðum króna í fyrra, sem er talsverður viðsnúningur frá rúmlega 860 milljóna króna hagnaði fyrir tveimur árum. Efnahagsaðstæður, 33 prósenta samdráttur tekna, tiltekt í bókhaldinu og kostnaðarsöm uppbygging á viðskiptabankastarfsemi frá grunni lituðu bækur bankans.

Munar um aukinn útflutning á áli

Viðskiptajöfnuður var hagstæður um 20,6 milljarða króna fyrstu tvo mánuði ársins, 10,2 milljörðum hagstæðari en sömu mánuði síðasta ár.

Sjá næstu 50 fréttir