Viðskipti innlent

Íslendingar að taka ferðagleði sína á ný

Tæplega 22 þúsund Íslendingar fóru utan í mrs.
Tæplega 22 þúsund Íslendingar fóru utan í mrs.
Töluvert fleiri Íslendingar héldu utan nú í mars en í mars í fyrra og er þetta fimmti mánuðurinn í röð sem slík aukning á sér stað. Þannig fóru tæplega 22 þúsund Íslendingar að utan í mánuðinum en þeir voru tæplega 18 þúsund á sama tíma 2009. Fjölgaði brottförum Íslendinga því um tæplega 23% á tímabilinu.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að svo virðist sem botninum sé náð í utanferðum Íslendinga og má reikna með að landinn komi til með að ferðast meira erlendis á árinu 2010 en 2009.

Vísbendingu af þessu tagi má t.d. sjá í niðurstöðum Capacent Gallup úr ársfjórðungslegum mælingum á fyrirhuguðum kaupum fólks á utanlandsferðum. Mældist vísitalan 122 stig í mars síðastliðnum sem er hæsta gildi hennar frá því september 2008. Töldu 53% aðspurða mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir kæmu til með að ferðast til útlanda á næstu 12 mánuðum á meðan 36% töldu það mjög eða frekar ólíklegt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×