Fleiri fréttir Lán veitt í gegnum Lúxemborg til að draga úr gagnsæi Rannsóknarnefnd Alþingis telur að Kaupþing í Lúxemborg hafi að miklu leyti fjármagnað sömu viðskiptavini og móðurfélag bankans á Íslandi. Í skýrslunni segir að sérstaka athygli veki að fimm stærstu áhættuskuldbindingar bankans varði stóra eigendur hans. 12.4.2010 12:29 Kaupþing bjargaði Baugi Tvö félög tengd Bónusfjölskyldunni, Baugur Group og Gaumur, voru komin í fjárhagsvanda snemma árs 2008 og lá fyrir að Baugur gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar um vorið án aðstoðar. Kaupþing lánaði því öðru félagi fjölskyldunnar, 1998, ehf, 30,6 milljarða króna til að kaupa Haga úr úr Baugi ásamt því að kaupa tvö félög af Baugi og tengdum aðilum. 12.4.2010 12:25 Endurskoðendur fá á baukinn hjá rannsóknarnefnd Það er álit rannsóknarnefndar Alþingis að skort hafi á að endurskoðendur sinntu nægilega skyldum sínum við endurskoðun reikningsskila fjármálafyrirtækjanna árið 2007 og við hálfársuppgjör 2008, að því er varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptaaðila fyrirtækjanna, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. 12.4.2010 12:20 Glitnir lánaði Baugi og FL Group 80 prósent af eiginfé Útlán Glitnis til Baugur Group og tengdra aðila, sér í lagi FL Group, voru veruleg. Raunar voru allir stóru bankarnir þrír sem og Straumur-Burðarás með veruleg útlán til þessa hóps. 12.4.2010 12:12 Óeðlileg fyrirgreiðsla til stærstu eigenda Rannsóknarnefnd Alþingis telur að eigendur allra stóru bankanna þriggja og Straums-Burðaráss hafi fengið óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé hjá þessum bönkum að því er virðist í krafti eignarhalds síns. 12.4.2010 12:08 Fjármálaeftirlitið réði ekki við ofvöxt bankanna Rannsóknarnefnd Alþingis segir að að vöxtur bankanna hafi verið svo mikill og áhættusamur að hann hafi ekki samræmst langtímahagsmunum trausts banka. Hins vegar hafi verið sterkir hvatar til vaxtar innan bankanna. 12.4.2010 12:06 Baugur og tengdir aðilar fengu hátt í þúsund milljarða Baugur Group stendur upp úr þegar kemur að stórum áhættulánum bankanna á árunum fyrir hrun. Þegar mest lét skuldaði Baugur og tengd félög hátt í þúsund milljarða króna hjá stóru bönkunum þremur miðað við gengi dagsins í dag. 12.4.2010 11:43 Landsbankinn sagður hafa brotið lög en FME sat aðgerðalaust hjá Heildarskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og félaga hans gagnvart Landsbankanum árið 2005 námu 56,2 milljörðum króna, eða 54,5 prósent af eigin fé bankans. Þetta var niðurstaða Fjármálaeftirlitsins sem tók út bankann 30. júní 2005. Svo há skuldbinding varðar við lög. 12.4.2010 11:36 Ótvíræð tengsl milli Ólafs og Al-Thani kaupa í Kaupþingi Rannsóknarnefnd Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að ótvíræð tengsl hafi verið á milli Ólafs Ólafssonar og kaupa Al-Thani á Kaupþingsbréfunum haustið 2008. 12.4.2010 11:33 FME vissi um risavaxnar skuldbindingar en gerði ekkert STRAX á árinu 2004 komst þáverandi starfsmaður Fjármálaeftirlitsins að þeirri niðurstöðu í samantekt hvorki Kaupþing né Landsbankinn hefðu tengt stórar áhættuskuldbindingar, þ.e lánveitingar, saman á réttan hátt, m.a að því er varðar Baug Group og tengda aðila. Þetta kemur fram í áttunda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um útlán íslensku bankanna. 12.4.2010 11:29 Lán til Baugs Group jók áhættuna í bankakerfinu Lán bankanna til Baugs Group jók kerfislæga áhættu bankakerfisins, að mati Rannsóknarnefndar Alþingis. Félagið fékk lán hjá öllum stóru bönkunum þremur auk Straums Burðaráss. Sama máli gegndi um lán til Existu, Björgólfs Thors Björgólfssonar, Björgólfs Guðmundssonar, og Ólafss Ólafssonar. 12.4.2010 11:24 Fjármálaeftirlitið notaðist við gallað álagspróf Álagsprófið sem Fjármálaeftirlitið notaði í opinberri upplýsingagjöf var ófullkomið að mati Rannsóknarnefndar Alþingis en upplýsingagjöf FME gaf til kynna að bankarnir stæðu traustum fótum og veittu bæði markaðnum og Fjármálaeftirlitinu sjálfu falskt öryggi. Gölluð álagspróf höfðu þannig mikil áhrif á opinbera upplýsingagjöf Fjármálaeftirlitsins. 12.4.2010 11:09 Ritstjóri Pressunnar skuldaði yfir hálfan milljarð í Kaupþingi Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi um lán til fjölmiðlamanna kemur fram að Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, skuldaði á tímabili 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. 12.4.2010 10:57 Björgólfur Thor mokaði fé úr Landsbankanum viku fyrir hrun Björgólfur Thor Björgólfsson fékk 153 milljóna evra lán hjá Landsbankanum 30. september árið 2008, um viku áður en FME tók bankann yfir. Þetta jafngilti þá tæpum 24 milljörðum króna þá. Rannsóknarnefnd Alþingis segir Seðlabankann ekki haft lagt mat á það hvort Landsbankinn ætti við lausafjár- eða eiginfjárvanda að stríða. 12.4.2010 10:54 FME lauk afar fáum málum með beitingu valdheimilda Fjármálaeftirlitið lauk afar fáum málum með formlegri beitingu valdheimilda samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni segir að það hafi vakið sérstaka athygli, miðað við þau alvarlegu brot sem Fjármálaeftirlitið benti sjálft á í skýrslum sínum. 12.4.2010 10:50 Tortryggni Davíðs í garð ráðherra hamlaði upplýsingagjöf Af rás atburða árið fyrir fall bankanna er ljóst að ákveðin tortryggni og samstarfserfiðleikar settu mark sitt á samskipti Davíðs Oddssonar, formanns stjórnar Seðlabanka Íslands, og flestra ráðherra Samfylkingarinnar. 12.4.2010 10:40 Kröfuhafar eignast Landsbankann í Hollandi Skilanefnd og slitastjórn gamla Landsbankans hafa samið um yfirtölu á útibúi gamla bankans í Amsterdam í Hollandi. Yfirtaka tekur gildi á morgun. 12.4.2010 10:36 Veðlán bankanna hjá ECB námu 770 milljörðum Veðlán jukust verulega hjá öllum þremur bönkunum eftir að lausafjárþurrðin ágerðist árið 2007. Haustið 2007 voru veðlán bankanna um tveir milljarðar evra, mestmegnis frá Seðlabanka Íslands. Við fall bankanna höfðu þau aukist í yfir níu milljarða evra og var þá tæplega helmingur þeirra frá Seðlabanka Evrópu (ECB) eða um 770 milljarðar kr. 12.4.2010 10:27 Bankarnir voru með 300 milljarða í eigin hlutabréfum Bankarnir voru með fjármagn bundið í eigin hlutabréfum. Hlutafé í félagi sem það fjármagnar sjálft er ekki sú vörn gegn tapi sem því er ætlað að vera. Hér er það nefnt veikt eigið fé. Hjá bönkunum þremur nam veikt eigið fé samtals um 300 milljörðum króna um mitt ár 2008. Á sama tíma var eiginfjárgrunnur bankanna samtals um 1.186 milljarðar króna. Þannig var veikt eigið fé rúmlega 25% af eiginfjárgrunni bankanna. 12.4.2010 10:20 Evrugengi Microsoft hefur sparað 2 milljarða Microsoft Íslandi hefur samið við höfuðstöðvar Microsoft um áframhald svokallaðs evrugengis Microsoft fram til júníloka á þessu ári. Hljóðar samkomulagið um að viðskipti Microsoft við íslensk fyrirtæki, stofnanir og almenning verði gerð á evrugenginu 150 krónum. Þetta gengi hefur hingað til sparað 2 milljarða kr. í gjaldeyri. 12.4.2010 09:50 Arion banki semur um viðskiptavakt við LS Í dag skrifaði Arion banki hf. undir samninga hjá Lánasjóði sveitarfélaga (LS) í tengslum við viðskiptavakt á eftirmarkaði með bréf sjóðsins í flokki LSS150224. Tilgangur samningsins er að styrkja aðgang lánasjóðsins að lánsfé og efla verðmyndum á eftirmarkaði með bréf sjóðsins. 12.4.2010 09:08 Nauðungarsölum fasteigna fækkar milli ára Í lok mars 2010 höfðu 59 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu. Þetta eru nokkuð færri nauðungarsölur en urðu á sama tímabili í fyrra þegar þær voru 72 talsins. 12.4.2010 08:55 Thule Investments sektað um eina milljón Þann 23. febrúar 2010 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) ákvörðun um að sekta Thule Investments ehf. um eina milljón kr. vegna brota á lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. 12.4.2010 08:27 FME sektar Íslandssjóði um þrjár milljónir Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) ákvörðun um að sekta Íslandssjóði hf. um þrjár miljónir kr. vegna brota á lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. 12.4.2010 08:20 Eignir lífeyrissjóða komnar yfir 1.800 milljarða Hrein eign lífeyrissjóða var 1.802 milljarðar kr. í lok febrúar sl. og hækkaði um 4,8 milljarða kr. í mánuðinum. 12.4.2010 08:09 Skipta má út nafni Lehman fyrir Glitni „Í stað Lehman Brothers gæti allt eins staðið Glitnir,“ segir Mark T. Williams, höfundur nýrrar bókar um fall bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Williams er Íslandi að góðu kunnur, hefur komið hér bæði til námskeiðahalds og sem ráðgjafi í áhættustýringu. 12.4.2010 05:30 Selja flöskuvatn á landi sem láði Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings hefur samið um sölu á flöskuvatninu Icelandic Glacial við bandaríska fyrirtækið HMSHost Corporation. 12.4.2010 05:15 Þrjátíu milljarða evra neyðarlán Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi allt að 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðarlegum fjárhagsvanda landsins. Gengi evrunnar hefur styrkst töluvert í morgun í kjölfar þessarar ákvörðunnar. 12.4.2010 00:01 Sparisjóður höfðar mál á hendur ábyrgðarmönnum Sparisjóður Vestmannaeyja hefur höfðað dómsmál á hendur tveimur ábyrgðarmönnum konu sem fór í greiðsluaðlögun. Sparisjóðurinn krefst þess að ábyrgðarmennirnir greiði skuldir hennar þrátt fyrir að það sé bannað samkvæmt lögum. Sjóðurinn telur ákvæðin í nýlegum ábyrgðamannalögum andstæð stjórnarskrá. 11.4.2010 19:15 Steingrímur: Íslendingar ekki háðir AGS láni á þessu ári Miðað við ástand efnahagsmála í dag getur Ísland vel komist í gegnum þetta ár án láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við norska vefinn e24 í dag. 11.4.2010 17:08 Ráðherra krefur skilanefndir um upplýsingar Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, vill að skilanefndir gömlu bankanna upplýsi um fjölda þeirra mála sem þær hafa vísað til sérstaks saksóknara. Ljóst sé að skilanefnd Glitnis hafi einungis sent mál eigenda og stjórnenda Glitnis, sem komst í hámæli í síðustu viku, til sérstaks saksóknara vegna þrýstings stjórnvalda. Þetta kom fram í máli Árna Páls í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni fyrr í dag. 11.4.2010 15:47 Hugbúnaður flokki lög eftir innihaldi Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og D3, sem rekur tónlistarvefinn tonlist.is, hafa gert með sér samstarfssamning um rannsóknir á flokkun laga eftir innihaldi þeirra. 11.4.2010 13:08 Styrkir Grikkland og Evrópu George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, segir að vegna samkomulags evruríkjanna vegna efnahagserfiðleika Grikklands komi landið sem og Evrópa til með að styrkjast. Grísk stjórnvöld glíma við gífurlegan skuldavanda og kynntu í febrúar umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti. 11.4.2010 10:32 Fólk stendur betur í skilum við annað fólk en stofnanir Reynslan sýnir að fólk stendur betur í skilum við annað fólk en stofnanir, segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í örlánaþjónustu á netinu. Engin veð eru fyrir lánunum, en lánastarfsemin byggir að miklu leyti á trausti. 10.4.2010 18:56 Seðlabankastjóri sendi samúðarkveðjur til Póllands Már Guðmundsson seðlabankastjóri sendi í dag bréf til Piotr Wiesioleks starfandi seðlabankastjóra Póllands með samúðarkveðjum vegna fráfalls Slawomirs Stanislaws Skrzypeks seðlabankastjóra Póllands í hinu hörmulega flugslysi í Rússlandi í dag. 10.4.2010 17:32 Sendi starfandi seðlabankastjóra Póllands bréf með samúðarkveðjum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sendi í dag bréf til Piotr Wiesioleks starfandi seðlabankastjóra Póllands með samúðarkveðjum vegna fráfalls Slawomirs Stanislaws Skrzypeks seðlabankastjóra Póllands í hinu hörmulega flugslysi í Rússlandi í dag. 10.4.2010 17:07 Hópur fjárfesta kaupir Securitas Hópur fjárfesta undir forystu Guðmundar Arasonar, fyrrverandi forstjóra Securitas, skrifaði í gær undir kaupsamning á öllu hlutafé í Securitas hf. sem var í eigu þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Kaupin eru gerð í framhaldi af opnu og gagnsæju söluferli sem Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúsins, stýrði. 10.4.2010 14:06 Hvítflibbabrot grundvöllur kyrrsetninga eigna auðmanna Skattrannsóknarstjóri hefur heimild til að kyrrsetja eigur sem hafa verið færðar yfir á maka auðmanna. Hann segir skattabrotin sem eru grundvöllur kyrrsetninganna séu í flestum tilvikum hvítflibbabrot í kringum sýndarviðskipti. 10.4.2010 12:21 Lánshæfiseinkunn Grikklands lækkuð Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í gær lánshæfieinkunn ríkissjóðs Grikklands. Grísk stjórnvöl glíma við gífurlegan skuldavanda og kynntu í febrúar umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti. Einkunnin lækkar úr BBB+ í BBB- en að mati fyrirtækisins eru horfur neikvæðar. 10.4.2010 10:27 Tekur þrýsting af krónunni Mikið hefur þokast í viðræðum við Seðlabanka Evrópu um krónueign bankans ytra og gætu samningar verið á næsta leiti. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Það gæti farið að styttast í niðurstöður, gæti jafnvel verið komið í höfn eftir nokkrar vikur,“ segir hann. 10.4.2010 00:01 Vilhjálmur hefur áður deilt á Iceland Express Með táknrænni ádeilu sinni í þættinum Útsvari í kvöld á Iceland Express, og þó einkum Pálma Haraldsson eiganda þess, var Vilhjálmur Bjarnason ekki í fyrsta sinn að deila á flugfélagið. í grein sem hann skrifaði árið 2003 benti hann á að félagið væri ekki með íslenskt flugrekstrarleyfi. 9.4.2010 23:17 Krefst kyrrsetningar eigna tveggja auðmanna Skattrannsóknarstjóri hefur krafist kyrrsetninga eigna tveggja auðmanna vegna ríflega hundrað milljóna króna skattakröfu á hendur þeim. Farið verður fram á tugi kyrrsetninga á næstu vikum, meðal annars á eignum útrásarvíkinganna. Skattrannsóknarstjóri segir bankareikninga hafa verið tæmda fyrir framan nefið á ríkinu. 9.4.2010 18:46 Glitnir tilkynnir um málið gegn Jóni og Pálma til sérstaks saksóknara Slitastjórn og skilanefnd Glitnis hafa útbúið tilkynningu til sérstaks saksóknara vegna málsins gegn Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni. 9.4.2010 16:55 Líflegt á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,6% í dag í 16,6 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,8% í 6,1 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 10,4 milljarða kr. viðskiptum. 9.4.2010 15:47 Mark Flanagan: Ísland fær 20 milljarða í viðbót Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi, segir í yfirlýsingu sem birt hefur verið á heimasíðu sjóðsins að Ísland geti dregið á 159 milljónir dollara eða rúmlega 20 milljarða kr. eftir endurskoðun á áætlun sjóðsins í þessum mánuði. 9.4.2010 15:27 Sjá næstu 50 fréttir
Lán veitt í gegnum Lúxemborg til að draga úr gagnsæi Rannsóknarnefnd Alþingis telur að Kaupþing í Lúxemborg hafi að miklu leyti fjármagnað sömu viðskiptavini og móðurfélag bankans á Íslandi. Í skýrslunni segir að sérstaka athygli veki að fimm stærstu áhættuskuldbindingar bankans varði stóra eigendur hans. 12.4.2010 12:29
Kaupþing bjargaði Baugi Tvö félög tengd Bónusfjölskyldunni, Baugur Group og Gaumur, voru komin í fjárhagsvanda snemma árs 2008 og lá fyrir að Baugur gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar um vorið án aðstoðar. Kaupþing lánaði því öðru félagi fjölskyldunnar, 1998, ehf, 30,6 milljarða króna til að kaupa Haga úr úr Baugi ásamt því að kaupa tvö félög af Baugi og tengdum aðilum. 12.4.2010 12:25
Endurskoðendur fá á baukinn hjá rannsóknarnefnd Það er álit rannsóknarnefndar Alþingis að skort hafi á að endurskoðendur sinntu nægilega skyldum sínum við endurskoðun reikningsskila fjármálafyrirtækjanna árið 2007 og við hálfársuppgjör 2008, að því er varðar rannsókn þeirra og mat á virði útlána til stærstu viðskiptaaðila fyrirtækjanna, meðferð á hlutabréfaeign starfsmanna og fyrirgreiðslu fjármálafyrirtækja til kaupa á hlutabréfum í sjálfum sér. 12.4.2010 12:20
Glitnir lánaði Baugi og FL Group 80 prósent af eiginfé Útlán Glitnis til Baugur Group og tengdra aðila, sér í lagi FL Group, voru veruleg. Raunar voru allir stóru bankarnir þrír sem og Straumur-Burðarás með veruleg útlán til þessa hóps. 12.4.2010 12:12
Óeðlileg fyrirgreiðsla til stærstu eigenda Rannsóknarnefnd Alþingis telur að eigendur allra stóru bankanna þriggja og Straums-Burðaráss hafi fengið óeðlilega greiðan aðgang að lánsfé hjá þessum bönkum að því er virðist í krafti eignarhalds síns. 12.4.2010 12:08
Fjármálaeftirlitið réði ekki við ofvöxt bankanna Rannsóknarnefnd Alþingis segir að að vöxtur bankanna hafi verið svo mikill og áhættusamur að hann hafi ekki samræmst langtímahagsmunum trausts banka. Hins vegar hafi verið sterkir hvatar til vaxtar innan bankanna. 12.4.2010 12:06
Baugur og tengdir aðilar fengu hátt í þúsund milljarða Baugur Group stendur upp úr þegar kemur að stórum áhættulánum bankanna á árunum fyrir hrun. Þegar mest lét skuldaði Baugur og tengd félög hátt í þúsund milljarða króna hjá stóru bönkunum þremur miðað við gengi dagsins í dag. 12.4.2010 11:43
Landsbankinn sagður hafa brotið lög en FME sat aðgerðalaust hjá Heildarskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og félaga hans gagnvart Landsbankanum árið 2005 námu 56,2 milljörðum króna, eða 54,5 prósent af eigin fé bankans. Þetta var niðurstaða Fjármálaeftirlitsins sem tók út bankann 30. júní 2005. Svo há skuldbinding varðar við lög. 12.4.2010 11:36
Ótvíræð tengsl milli Ólafs og Al-Thani kaupa í Kaupþingi Rannsóknarnefnd Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að ótvíræð tengsl hafi verið á milli Ólafs Ólafssonar og kaupa Al-Thani á Kaupþingsbréfunum haustið 2008. 12.4.2010 11:33
FME vissi um risavaxnar skuldbindingar en gerði ekkert STRAX á árinu 2004 komst þáverandi starfsmaður Fjármálaeftirlitsins að þeirri niðurstöðu í samantekt hvorki Kaupþing né Landsbankinn hefðu tengt stórar áhættuskuldbindingar, þ.e lánveitingar, saman á réttan hátt, m.a að því er varðar Baug Group og tengda aðila. Þetta kemur fram í áttunda kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um útlán íslensku bankanna. 12.4.2010 11:29
Lán til Baugs Group jók áhættuna í bankakerfinu Lán bankanna til Baugs Group jók kerfislæga áhættu bankakerfisins, að mati Rannsóknarnefndar Alþingis. Félagið fékk lán hjá öllum stóru bönkunum þremur auk Straums Burðaráss. Sama máli gegndi um lán til Existu, Björgólfs Thors Björgólfssonar, Björgólfs Guðmundssonar, og Ólafss Ólafssonar. 12.4.2010 11:24
Fjármálaeftirlitið notaðist við gallað álagspróf Álagsprófið sem Fjármálaeftirlitið notaði í opinberri upplýsingagjöf var ófullkomið að mati Rannsóknarnefndar Alþingis en upplýsingagjöf FME gaf til kynna að bankarnir stæðu traustum fótum og veittu bæði markaðnum og Fjármálaeftirlitinu sjálfu falskt öryggi. Gölluð álagspróf höfðu þannig mikil áhrif á opinbera upplýsingagjöf Fjármálaeftirlitsins. 12.4.2010 11:09
Ritstjóri Pressunnar skuldaði yfir hálfan milljarð í Kaupþingi Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingi um lán til fjölmiðlamanna kemur fram að Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, skuldaði á tímabili 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. 12.4.2010 10:57
Björgólfur Thor mokaði fé úr Landsbankanum viku fyrir hrun Björgólfur Thor Björgólfsson fékk 153 milljóna evra lán hjá Landsbankanum 30. september árið 2008, um viku áður en FME tók bankann yfir. Þetta jafngilti þá tæpum 24 milljörðum króna þá. Rannsóknarnefnd Alþingis segir Seðlabankann ekki haft lagt mat á það hvort Landsbankinn ætti við lausafjár- eða eiginfjárvanda að stríða. 12.4.2010 10:54
FME lauk afar fáum málum með beitingu valdheimilda Fjármálaeftirlitið lauk afar fáum málum með formlegri beitingu valdheimilda samkvæmt niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni segir að það hafi vakið sérstaka athygli, miðað við þau alvarlegu brot sem Fjármálaeftirlitið benti sjálft á í skýrslum sínum. 12.4.2010 10:50
Tortryggni Davíðs í garð ráðherra hamlaði upplýsingagjöf Af rás atburða árið fyrir fall bankanna er ljóst að ákveðin tortryggni og samstarfserfiðleikar settu mark sitt á samskipti Davíðs Oddssonar, formanns stjórnar Seðlabanka Íslands, og flestra ráðherra Samfylkingarinnar. 12.4.2010 10:40
Kröfuhafar eignast Landsbankann í Hollandi Skilanefnd og slitastjórn gamla Landsbankans hafa samið um yfirtölu á útibúi gamla bankans í Amsterdam í Hollandi. Yfirtaka tekur gildi á morgun. 12.4.2010 10:36
Veðlán bankanna hjá ECB námu 770 milljörðum Veðlán jukust verulega hjá öllum þremur bönkunum eftir að lausafjárþurrðin ágerðist árið 2007. Haustið 2007 voru veðlán bankanna um tveir milljarðar evra, mestmegnis frá Seðlabanka Íslands. Við fall bankanna höfðu þau aukist í yfir níu milljarða evra og var þá tæplega helmingur þeirra frá Seðlabanka Evrópu (ECB) eða um 770 milljarðar kr. 12.4.2010 10:27
Bankarnir voru með 300 milljarða í eigin hlutabréfum Bankarnir voru með fjármagn bundið í eigin hlutabréfum. Hlutafé í félagi sem það fjármagnar sjálft er ekki sú vörn gegn tapi sem því er ætlað að vera. Hér er það nefnt veikt eigið fé. Hjá bönkunum þremur nam veikt eigið fé samtals um 300 milljörðum króna um mitt ár 2008. Á sama tíma var eiginfjárgrunnur bankanna samtals um 1.186 milljarðar króna. Þannig var veikt eigið fé rúmlega 25% af eiginfjárgrunni bankanna. 12.4.2010 10:20
Evrugengi Microsoft hefur sparað 2 milljarða Microsoft Íslandi hefur samið við höfuðstöðvar Microsoft um áframhald svokallaðs evrugengis Microsoft fram til júníloka á þessu ári. Hljóðar samkomulagið um að viðskipti Microsoft við íslensk fyrirtæki, stofnanir og almenning verði gerð á evrugenginu 150 krónum. Þetta gengi hefur hingað til sparað 2 milljarða kr. í gjaldeyri. 12.4.2010 09:50
Arion banki semur um viðskiptavakt við LS Í dag skrifaði Arion banki hf. undir samninga hjá Lánasjóði sveitarfélaga (LS) í tengslum við viðskiptavakt á eftirmarkaði með bréf sjóðsins í flokki LSS150224. Tilgangur samningsins er að styrkja aðgang lánasjóðsins að lánsfé og efla verðmyndum á eftirmarkaði með bréf sjóðsins. 12.4.2010 09:08
Nauðungarsölum fasteigna fækkar milli ára Í lok mars 2010 höfðu 59 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu. Þetta eru nokkuð færri nauðungarsölur en urðu á sama tímabili í fyrra þegar þær voru 72 talsins. 12.4.2010 08:55
Thule Investments sektað um eina milljón Þann 23. febrúar 2010 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) ákvörðun um að sekta Thule Investments ehf. um eina milljón kr. vegna brota á lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. 12.4.2010 08:27
FME sektar Íslandssjóði um þrjár milljónir Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) ákvörðun um að sekta Íslandssjóði hf. um þrjár miljónir kr. vegna brota á lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. 12.4.2010 08:20
Eignir lífeyrissjóða komnar yfir 1.800 milljarða Hrein eign lífeyrissjóða var 1.802 milljarðar kr. í lok febrúar sl. og hækkaði um 4,8 milljarða kr. í mánuðinum. 12.4.2010 08:09
Skipta má út nafni Lehman fyrir Glitni „Í stað Lehman Brothers gæti allt eins staðið Glitnir,“ segir Mark T. Williams, höfundur nýrrar bókar um fall bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Williams er Íslandi að góðu kunnur, hefur komið hér bæði til námskeiðahalds og sem ráðgjafi í áhættustýringu. 12.4.2010 05:30
Selja flöskuvatn á landi sem láði Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings hefur samið um sölu á flöskuvatninu Icelandic Glacial við bandaríska fyrirtækið HMSHost Corporation. 12.4.2010 05:15
Þrjátíu milljarða evra neyðarlán Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi allt að 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðarlegum fjárhagsvanda landsins. Gengi evrunnar hefur styrkst töluvert í morgun í kjölfar þessarar ákvörðunnar. 12.4.2010 00:01
Sparisjóður höfðar mál á hendur ábyrgðarmönnum Sparisjóður Vestmannaeyja hefur höfðað dómsmál á hendur tveimur ábyrgðarmönnum konu sem fór í greiðsluaðlögun. Sparisjóðurinn krefst þess að ábyrgðarmennirnir greiði skuldir hennar þrátt fyrir að það sé bannað samkvæmt lögum. Sjóðurinn telur ákvæðin í nýlegum ábyrgðamannalögum andstæð stjórnarskrá. 11.4.2010 19:15
Steingrímur: Íslendingar ekki háðir AGS láni á þessu ári Miðað við ástand efnahagsmála í dag getur Ísland vel komist í gegnum þetta ár án láns frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við norska vefinn e24 í dag. 11.4.2010 17:08
Ráðherra krefur skilanefndir um upplýsingar Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, vill að skilanefndir gömlu bankanna upplýsi um fjölda þeirra mála sem þær hafa vísað til sérstaks saksóknara. Ljóst sé að skilanefnd Glitnis hafi einungis sent mál eigenda og stjórnenda Glitnis, sem komst í hámæli í síðustu viku, til sérstaks saksóknara vegna þrýstings stjórnvalda. Þetta kom fram í máli Árna Páls í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni fyrr í dag. 11.4.2010 15:47
Hugbúnaður flokki lög eftir innihaldi Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og D3, sem rekur tónlistarvefinn tonlist.is, hafa gert með sér samstarfssamning um rannsóknir á flokkun laga eftir innihaldi þeirra. 11.4.2010 13:08
Styrkir Grikkland og Evrópu George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, segir að vegna samkomulags evruríkjanna vegna efnahagserfiðleika Grikklands komi landið sem og Evrópa til með að styrkjast. Grísk stjórnvöld glíma við gífurlegan skuldavanda og kynntu í febrúar umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti. 11.4.2010 10:32
Fólk stendur betur í skilum við annað fólk en stofnanir Reynslan sýnir að fólk stendur betur í skilum við annað fólk en stofnanir, segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í örlánaþjónustu á netinu. Engin veð eru fyrir lánunum, en lánastarfsemin byggir að miklu leyti á trausti. 10.4.2010 18:56
Seðlabankastjóri sendi samúðarkveðjur til Póllands Már Guðmundsson seðlabankastjóri sendi í dag bréf til Piotr Wiesioleks starfandi seðlabankastjóra Póllands með samúðarkveðjum vegna fráfalls Slawomirs Stanislaws Skrzypeks seðlabankastjóra Póllands í hinu hörmulega flugslysi í Rússlandi í dag. 10.4.2010 17:32
Sendi starfandi seðlabankastjóra Póllands bréf með samúðarkveðjum Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sendi í dag bréf til Piotr Wiesioleks starfandi seðlabankastjóra Póllands með samúðarkveðjum vegna fráfalls Slawomirs Stanislaws Skrzypeks seðlabankastjóra Póllands í hinu hörmulega flugslysi í Rússlandi í dag. 10.4.2010 17:07
Hópur fjárfesta kaupir Securitas Hópur fjárfesta undir forystu Guðmundar Arasonar, fyrrverandi forstjóra Securitas, skrifaði í gær undir kaupsamning á öllu hlutafé í Securitas hf. sem var í eigu þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Kaupin eru gerð í framhaldi af opnu og gagnsæju söluferli sem Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúsins, stýrði. 10.4.2010 14:06
Hvítflibbabrot grundvöllur kyrrsetninga eigna auðmanna Skattrannsóknarstjóri hefur heimild til að kyrrsetja eigur sem hafa verið færðar yfir á maka auðmanna. Hann segir skattabrotin sem eru grundvöllur kyrrsetninganna séu í flestum tilvikum hvítflibbabrot í kringum sýndarviðskipti. 10.4.2010 12:21
Lánshæfiseinkunn Grikklands lækkuð Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í gær lánshæfieinkunn ríkissjóðs Grikklands. Grísk stjórnvöl glíma við gífurlegan skuldavanda og kynntu í febrúar umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti. Einkunnin lækkar úr BBB+ í BBB- en að mati fyrirtækisins eru horfur neikvæðar. 10.4.2010 10:27
Tekur þrýsting af krónunni Mikið hefur þokast í viðræðum við Seðlabanka Evrópu um krónueign bankans ytra og gætu samningar verið á næsta leiti. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Það gæti farið að styttast í niðurstöður, gæti jafnvel verið komið í höfn eftir nokkrar vikur,“ segir hann. 10.4.2010 00:01
Vilhjálmur hefur áður deilt á Iceland Express Með táknrænni ádeilu sinni í þættinum Útsvari í kvöld á Iceland Express, og þó einkum Pálma Haraldsson eiganda þess, var Vilhjálmur Bjarnason ekki í fyrsta sinn að deila á flugfélagið. í grein sem hann skrifaði árið 2003 benti hann á að félagið væri ekki með íslenskt flugrekstrarleyfi. 9.4.2010 23:17
Krefst kyrrsetningar eigna tveggja auðmanna Skattrannsóknarstjóri hefur krafist kyrrsetninga eigna tveggja auðmanna vegna ríflega hundrað milljóna króna skattakröfu á hendur þeim. Farið verður fram á tugi kyrrsetninga á næstu vikum, meðal annars á eignum útrásarvíkinganna. Skattrannsóknarstjóri segir bankareikninga hafa verið tæmda fyrir framan nefið á ríkinu. 9.4.2010 18:46
Glitnir tilkynnir um málið gegn Jóni og Pálma til sérstaks saksóknara Slitastjórn og skilanefnd Glitnis hafa útbúið tilkynningu til sérstaks saksóknara vegna málsins gegn Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni. 9.4.2010 16:55
Líflegt á skuldabréfamarkaðinum Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,6% í dag í 16,6 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,8% í 6,1 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 10,4 milljarða kr. viðskiptum. 9.4.2010 15:47
Mark Flanagan: Ísland fær 20 milljarða í viðbót Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi, segir í yfirlýsingu sem birt hefur verið á heimasíðu sjóðsins að Ísland geti dregið á 159 milljónir dollara eða rúmlega 20 milljarða kr. eftir endurskoðun á áætlun sjóðsins í þessum mánuði. 9.4.2010 15:27