Viðskipti innlent

Fjármálaeftirlitið notaðist við gallað álagspróf

Jónas Fr. Jónsson stýrði Fjármálaeftirlitinu fyrir hrun.
Jónas Fr. Jónsson stýrði Fjármálaeftirlitinu fyrir hrun.

Álagsprófið sem Fjármálaeftirlitið notaði í opinberri upplýsingagjöf var ófullkomið að mati Rannsóknarnefndar Alþingis en upplýsingagjöf FME gaf til kynna að bankarnir stæðu traustum fótum og veittu bæði markaðnum og Fjármálaeftirlitinu sjálfu falskt öryggi. Gölluð álagspróf höfðu þannig mikil áhrif á opinbera upplýsingagjöf Fjármálaeftirlitsins.

Fjármálaeftirlitið komst meðal annars því að bankarnir stæðu traustum fótum stuttu fyrir hrun. FME notaðist við svokallað fjölþætt álagspróf.

Að mati rannsóknarnefndar Alþingis má taka undir þá gagnrýni sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði sett fram á fjölþætta álagsprófið, það er að bæði hefði verið ástæða til að gera ráð fyrir þyngri áföllum, til dæmis meiri lækkun á verði hlutabréfa, og að gera hefði þurft ráð fyrir tveimur bylgjum áfalla. Slíkt var ekki gert.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×