Viðskipti innlent

Vilhjálmur hefur áður deilt á Iceland Express

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Með táknrænni ádeilu sinni í þættinum Útsvari í kvöld á Iceland Express, og þó einkum Pálma Haraldsson eiganda þess, var Vilhjálmur Bjarnason ekki í fyrsta sinn að deila á flugfélagið. í grein sem hann skrifaði árið 2003 benti hann á að félagið væri ekki með íslenskt flugrekstrarleyfi.

„Forkólfar „sölu- og markaðsfyrirtækisins" Iceland Express gera lítið annað en að hæða og spotta samgönguráðherra, flugmálastjóra, hugsanlega farþega, þjónustufyrirtæki og síðast en ekki síst fjölmiðlafólk sem þorir ekki að spyrja réttu spurninganna," sagði Vilhjálmur þá í greininni eins og bent er á í úttekt á málinu á vef Viðskiptablaðsins.



Rétt er að taka fram að þegar Vilhjálmur skrifaði umrædda grein árið 2003 var Iceland Express ekki í eigu Pálma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×