Viðskipti innlent

Fólk stendur betur í skilum við annað fólk en stofnanir

Reynslan sýnir að fólk stendur betur í skilum við annað fólk en stofnanir, segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í örlánaþjónustu á netinu. Engin veð eru fyrir lánunum, en lánastarfsemin byggir að miklu leyti á trausti.

Starfsemin fer fram á vefsíðunni þar sem fólk setur inn lánsumsókn, og tilgreinir lánsupphæð, lánstíma og til hvers lánið er ætlað. Á móti koma lánveitendur og bjóða í lánið. Hægt er að sækja um lán frá eitthundrað þúsund krónum upp í fimm milljónir króna. Nú þegar hafa um 15 einstaklingar tekið lán í gegnum Uppsprettu, í flestum tilvikum til að byggja upp atvinnustarfsemi.

Ítarlegar upplýsingar um umsækjendur er á vefsíðunni. Þær eru meðal annars fengnar frá Credit Info en einnig er hægt að tengja lánsumsóknina við Fésbókina og heimasíður umsækjenda.

Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Uppsprettu, segir engin veð vera fyrir lánunum og lánveitendur hafa enga tryggingu fyrir því að fá lánin endurgreidd. „Það eru engin veð fyrir lánunum. Þetta byggist að miklu leyti upp á trausti. Endurgreiðsluhlutfallið er töluvert hátt."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×