Viðskipti innlent

Mark Flanagan: Ísland fær 20 milljarða í viðbót

Í yfirlýsingunni staðfestir Flanagan þar sem íslensk stjórnvöld hafa þegar tilkynnt að þriðja endurskoðunin á áætlun AGS og Íslands muni verð rædd á fundi í stjórn sjóðsins þann 16. apríl n.k.
Í yfirlýsingunni staðfestir Flanagan þar sem íslensk stjórnvöld hafa þegar tilkynnt að þriðja endurskoðunin á áætlun AGS og Íslands muni verð rædd á fundi í stjórn sjóðsins þann 16. apríl n.k.
Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi, segir í yfirlýsingu sem birt hefur verið á heimasíðu sjóðsins að Ísland geti dregið á 159 milljónir dollara eða rúmlega 20 milljarða kr. eftir endurskoðun á áætlun sjóðsins í þessum mánuði.

Í yfirlýsingunni staðfestir Flanagan þar sem íslensk stjórnvöld hafa þegar tilkynnt að önnur endurskoðunin á áætlun AGS og Íslands muni verð rædd á fundi í stjórn sjóðsins þann 16. apríl n.k.

Eins og áður hefur komið fram telur starfslið AGS að Ísland uppfylli þegar öll nauðsynleg skilyrði fyrir Því að önnur endurskoðunin verði samþykkt af stjórn sjóðsins.

Með þessum 159 milljónum dollara hefur Ísland þá fengið rúmlega helming af þeim 2,2 milljörðum dollara sem AGS samþykkti að lána Íslandi í upphafi samstarfs sjóðsins og stjórnvalda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×