Viðskipti innlent

Tekur þrýsting af krónunni

Seðlabankastjóri útilokar ekki að samningar um kaup á krónueignum seðlabankans í Lúxemborg verði í höfn eftir nokkrar vikur. Fréttablaðið/pjetur
Seðlabankastjóri útilokar ekki að samningar um kaup á krónueignum seðlabankans í Lúxemborg verði í höfn eftir nokkrar vikur. Fréttablaðið/pjetur
Mikið hefur þokast í viðræðum við Seðlabanka Evrópu um krónueign bankans ytra og gætu samningar verið á næsta leiti. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Það gæti farið að styttast í niðurstöður, gæti jafnvel verið komið í höfn eftir nokkrar vikur,“ segir hann.

Viðræðurnar varða samning um lánapakka með veði í íslenskum íbúðabréfum og ríkisskuldabréfum sem dótturfélag Landsbankans í Lúxemborg lagði inn í seðlabankann í skiptum fyrir níu hundruð milljón evrur skömmu fyrir hrunið 2008. Það jafngildir rúmum 150 milljörðum á núvirði. Viðræður hafa staðið yfir í rúmt ár og nokkrum sinnum verið viðruð von um lausn handan við hornið. Á meðal þess sem rætt hefur verið er að kaupa lánapakka með ríkisskuldabréfum í evrum til nokkurra ára. Málið er flókið því Landsbankinn í Lúxemborg er í gjaldþrotameðferð og eiga Íslendingar ekki aðkomu að henni.

Krónubréfaeign seðlabankans í Lúxemborg jafngildir um fjórðungi af allri krónubréfaeign erlendra aðila. Hætta hefur verið á neikvæðum áhrifum á gengi krónunnar setti seðlabankinn úti lánapakkann á markað. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×