Viðskipti innlent

Selja flöskuvatn á landi sem láði

Flöskuvatnið
Flöskuvatnið

Vatnsfyrirtækið Icelandic Water Holdings hefur samið um sölu á flöskuvatninu Icelandic Glacial við bandaríska fyrirtækið HMSHost Corporation.

HMSHost Corporation er með sérleyfi til smásölu á ýmsum ferðamannastöðum í söluturnum á 23 stórum flugvöllum í Bandaríkjunum.

Þá verður vatnið sömuleiðis til sölu á yfir 150 greiðasölustöðum og ferðamannamiðstöðvum við þjóðvegi í tólf ríkjum Bandaríkjanna. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×