Hópur fjárfesta kaupir Securitas 10. apríl 2010 14:06 Mynd/Anton Brink Hópur fjárfesta undir forystu Guðmundar Arasonar, fyrrverandi forstjóra Securitas, skrifaði í gær undir kaupsamning á öllu hlutafé í Securitas hf. sem var í eigu þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Kaupin voru gerð í framhaldi af opnu og gagnsæju söluferli sem Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúsins, stýrði. Fram kemur í tilkynningu að í kaupendahópnum eru sex fjárfestar með „breiða skírskotun og mikla þekkingu“ á starfsemi félagsins. Hópinn skipa Kristinn Aðalsteinsson, Titan Fjárfestingarfélag, Auður 1 fagfjárfestasjóður sem er undir stjórn Auðar Capital, Árni Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri gæslusviðs Securitas, Pálmar Þórisson fyrrverandi framkvæmdastjóri tæknisviðs Securitas auk Guðmundar Arasonar. Söluferlið hófst um miðjan febrúarmánuð með birtingu auglýsinga í dagblöðum en frekari upplýsingar um söluferlið voru birtar á heimasíðu JP Lögmanna. Alls óskuðu um 40 aðilar eftir fyrstu upplýsingum um Securitas og 18 þeirra skiluðu inn viljayfirlýsingum um kaup á félaginu. Voru viljayfirlýsingarnar, ásamt fjárhagslegum styrk viðkomandi, metnar af óháðum endurskoðanda. Var þeim þeim átta aðilum sem lögðu fram hæstar verðhugmyndir og sýndu jafnframt fjárhagslega getu í samræmi við þær heimilað að kynna sér frekari gögn um félagið og leggja fram skuldbindandi tilboð, að fram kemur í tilkynningunni. Alls bárust fjögur tilboð í félagið þann 29. mars. Tilboðin voru opnuð í viðurvist bjóðenda og lesin í heyranda hljóði. Að fengnu mati óháðs endurskoðanda ákvað skiptastjóri að ganga til viðræðna við fyrrgreindan hóp fjárfesta, en sá hópur lagði fram hæsta tilboðið í söluferlinu. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvert kaupverðið var. Tengdar fréttir Fjögur bindandi tilboð í Securitas Alls hafa fjögur bindandi tilboð borist í öryggisfyrirtækið Securitas sem er í eigu þrotabús Fons. Samkvæmt skiptastjóra búsins, Óskari Sigurðssyni, þá eru tilboðin bindandi til 18. apríl. 8. apríl 2010 14:21 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Hópur fjárfesta undir forystu Guðmundar Arasonar, fyrrverandi forstjóra Securitas, skrifaði í gær undir kaupsamning á öllu hlutafé í Securitas hf. sem var í eigu þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar. Kaupin voru gerð í framhaldi af opnu og gagnsæju söluferli sem Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúsins, stýrði. Fram kemur í tilkynningu að í kaupendahópnum eru sex fjárfestar með „breiða skírskotun og mikla þekkingu“ á starfsemi félagsins. Hópinn skipa Kristinn Aðalsteinsson, Titan Fjárfestingarfélag, Auður 1 fagfjárfestasjóður sem er undir stjórn Auðar Capital, Árni Guðmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri gæslusviðs Securitas, Pálmar Þórisson fyrrverandi framkvæmdastjóri tæknisviðs Securitas auk Guðmundar Arasonar. Söluferlið hófst um miðjan febrúarmánuð með birtingu auglýsinga í dagblöðum en frekari upplýsingar um söluferlið voru birtar á heimasíðu JP Lögmanna. Alls óskuðu um 40 aðilar eftir fyrstu upplýsingum um Securitas og 18 þeirra skiluðu inn viljayfirlýsingum um kaup á félaginu. Voru viljayfirlýsingarnar, ásamt fjárhagslegum styrk viðkomandi, metnar af óháðum endurskoðanda. Var þeim þeim átta aðilum sem lögðu fram hæstar verðhugmyndir og sýndu jafnframt fjárhagslega getu í samræmi við þær heimilað að kynna sér frekari gögn um félagið og leggja fram skuldbindandi tilboð, að fram kemur í tilkynningunni. Alls bárust fjögur tilboð í félagið þann 29. mars. Tilboðin voru opnuð í viðurvist bjóðenda og lesin í heyranda hljóði. Að fengnu mati óháðs endurskoðanda ákvað skiptastjóri að ganga til viðræðna við fyrrgreindan hóp fjárfesta, en sá hópur lagði fram hæsta tilboðið í söluferlinu. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvert kaupverðið var.
Tengdar fréttir Fjögur bindandi tilboð í Securitas Alls hafa fjögur bindandi tilboð borist í öryggisfyrirtækið Securitas sem er í eigu þrotabús Fons. Samkvæmt skiptastjóra búsins, Óskari Sigurðssyni, þá eru tilboðin bindandi til 18. apríl. 8. apríl 2010 14:21 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Fjögur bindandi tilboð í Securitas Alls hafa fjögur bindandi tilboð borist í öryggisfyrirtækið Securitas sem er í eigu þrotabús Fons. Samkvæmt skiptastjóra búsins, Óskari Sigurðssyni, þá eru tilboðin bindandi til 18. apríl. 8. apríl 2010 14:21