Skipta má út nafni Lehman fyrir Glitni 12. apríl 2010 05:30 Mark T. Williams „Í stað Lehman Brothers gæti allt eins staðið Glitnir,“ segir Mark T. Williams, höfundur nýrrar bókar um fall bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Williams er Íslandi að góðu kunnur, hefur komið hér bæði til námskeiðahalds og sem ráðgjafi í áhættustýringu. Mark Williams er Íslandsvinur og kveðst glaður leggja sér til munns hval, lunda, hrossakjöt, og hvaðeina annað bragðgott. Hann kom fyrst hingað til lands fyrir um sex árum sem ráðgjafi í áhættustýringu fyrir Glitni banka. Hann hefur einnig komið hingað sem fyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík vegna samstarfs skólans við Boston-háskóla þar sem Williams kennir. Hann viðurkennir að hafa fundist erfitt að sjá þann viðsnúning sem hér hafi orðið í hagkerfi þjóðarinnar. „En ástæðnanna fyrir því hruni er náttúrlega ekki eingöngu að leita innanlands heldur stuðluðu líka að þættir í alþjóðahagkerfinu,“ áréttar hann.Kafa þarf eftir orsökum hrunsinsBer burt Dótið Gjaldþrot Lehman 15. september 2008 var reiðarslag fyrir fjármálaheiminn. Höfundur Uncontrolled Risk líkir áfallinu við hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Hér má sjá starfsmann yfirgefa bankann með eigur sínar í kassa eftir að gjaldþrot hans varð ljóst.Nordicphotos/Getty imagesWilliams segir að sömu lögmál hafi verið að verki hér og í Bandaríkjunum. Óhófleg áhættusækni hafi einkennt rekstur bankanna um leið og eftirlit og umgjörð hins opinbera vegna fjármálaþjónustu hafi brugðist.„Í bókinni er áhersla lögð á umfjöllun um kerfislæga áhættu,“ segir hann, en skortur á eftirliti hafi orðið til þess að forráðamenn banka á borð við Lehman Brothers hafi fengið að fara offari í áhættusækni og skuldsetningu fjármálafyrirtækja. Sama hafi gerst í íslenska bankakerfinu. Ábyrgðin á hruni fjármálafyrirtækja liggur nokkuð víða að mati Williams.„Það átti sér stað stórslys í fjármálaheiminum og á slysstaðnum má finna marga sem hlut áttu að máli. Stjórnmálamenn eiga stóran hlut. En svo líka endurskoðendur, seðlabankinn, líkt og hjá ykkur, eftirlitsstofnanir, fræðimenn sem hefðu átt að gera sér grein fyrir hættunni, matsfyrirtækin sem gáfu undirmálslánavafningum hámarkseinkunn og sögðu þá lausa við áhættu og svo höfum við fjárfesta sem lögðu fjármuni sína í áhættusama hluti án þess að vinna heimavinnu sína.“Williams segir að í Bandaríkjunum, eins og hér á landi, hafi margir viljað skella skuldinni á fjármálafyrirtækin, en hann telur að leita þurfi dýpra að orsökum hrunsins. „Fjármálamarkaðurinn á Wall Street fékk lausan tauminn. Það má líkja þessu við handboltaleik þar sem dómararnir eru utan vallar. Hverjum er það þá að kenna ef leikurinn fer úr böndunum?“Ísland málaði sig sjálft út í hornLykilinn að endurreisninni segir Willams líkast til að hlutaaðeigandi gangist við ábyrgð á mistökum sínum þannig að hægt verði að byggja á nýjum grunni. Hann bendir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hafi nýverið vísað frá sér allri ábyrgð. Þó hafi vaxtastefna Bandaríkjanna ýtt undir ofgnótt lausafjár og þenslu um heim allan.„Leiðin út er að horfast í augu við þá þætti sem stuðluðu að hruninu og það þarf að efla og sameina eftirlit með fjármálafyrirtækjum,“ segir Willams og bendir á að á meðan fjöldi banka hafi farið á hausinn í Bandaríkjunum hafi ekki einn einasti fallið í Kanada. „Það er af því þeir hafa einn eftirlitsaðila og aðhaldið er því meira. Þetta er eins og barn sem lýtur aðhaldi eins foreldris, í stað þess að geta hlaupið á milli tveggja, eða jafnvel stjúpforeldra líka til að fá sínu framgengt.“Í nýju bókinni er vísað til Íslands í framhjáhlaupi sem eitt af fórnarlömbum hruns Lehman-bankans, en fall hans í september 2008 hafði áhrif um heim allan.Williams segir marga í fræðimannasamfélaginu hafa haft samúð með Íslandi í þeim hamförum sem hér riðu yfir með falli bankanna. Hann hafi sjálfur haft samband við stjórnvöld og boðið fram aðstoð sína, endurgjaldslaust, sem ráðgjafi. Þá vissi hann um kollega ytra sem gert höfðu það sama. „En maður fékk eiginlega engin svör. Það var eins og enginn vissi hver væri við stjórnvölinn.“ Hann segir marga í samfélagi fræðimanna þó hafa orðið fyrir vonbrigðum með þau skilaboð sem héðan komu um að fremur ætti að kenna Bretum um íslenska hrunið en að beina sjónum inn á við.Reiptog banka og eftirlits„Þó svo að Bretar hefðu getað verið liðlegri og unnið með landinu í stað þess að ýta undir lausafjárkreppuna þá sáuð þið sjálf um að mála ykkur út í horn. Þar voru þið með ykkar eigin pensla og málningu. Þar er Ísland í sömu sporum og Bandaríkin. Þeir sem ábyrgð bera þurfa að stíga fram og viðurkenna hana, svo að hægt sé að taka skrefin fram á við.“ Williams segir þó líkast til standa nærri eðli mannsins að vilja leita að sök annars staðar en hjá manni sjálfum, það eigi við jafnt á Íslandi sem í Bandaríkjunum.Að mati Willams er ekkert hagkerfi öflugra en bankarnir sem í því starfa og þar sé komin helsta röksemdin fyrir öflugu eftirliti og aðhaldi með fjármálafyrirtækjum. „Við vitum að bankar með meira eigið fé eru líklegri til að lifa af. Þá vitum við að bankar sem síður eru skuldsettir eru það líka.En þegar eftirlitsstofnanir fara fram á hærra eiginfjárhlutfall banka og minni skuldsetningu þá er það eins og að meina þeim að græða meiri peninga. Það má líkja þessu við reiptog þar sem öðru megin eru bankamenn sem vilja búa til hagnað og hinu megin eftirlitsstofnanir sem vilja halda bönkunum á lífi. Auðvitað vilja bankastjórnendur ekki stuðla að hruni banka sinna, en um leið er það hagnaðarhvatinn sem rekur þá áfram.“Williams segist hafa verið hugfanginn af íslensku bönkunum og elju starfsfólks þeirra, en um leið hafi verið athyglisvert að þeir hafi skilað mun meiri hagnaði en aðrir bankar. „Það segir manni að meiri áhætta var tekin. Bankarnir voru því engin fórnarlömb,“ segir hann og kveðst hálfsjá eftir að hafa fallið frá ritun greinar sem hann hafði hafið í október 2007 um aukna áhættu í íslenska fjármálakerfinu. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
„Í stað Lehman Brothers gæti allt eins staðið Glitnir,“ segir Mark T. Williams, höfundur nýrrar bókar um fall bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers. Williams er Íslandi að góðu kunnur, hefur komið hér bæði til námskeiðahalds og sem ráðgjafi í áhættustýringu. Mark Williams er Íslandsvinur og kveðst glaður leggja sér til munns hval, lunda, hrossakjöt, og hvaðeina annað bragðgott. Hann kom fyrst hingað til lands fyrir um sex árum sem ráðgjafi í áhættustýringu fyrir Glitni banka. Hann hefur einnig komið hingað sem fyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík vegna samstarfs skólans við Boston-háskóla þar sem Williams kennir. Hann viðurkennir að hafa fundist erfitt að sjá þann viðsnúning sem hér hafi orðið í hagkerfi þjóðarinnar. „En ástæðnanna fyrir því hruni er náttúrlega ekki eingöngu að leita innanlands heldur stuðluðu líka að þættir í alþjóðahagkerfinu,“ áréttar hann.Kafa þarf eftir orsökum hrunsinsBer burt Dótið Gjaldþrot Lehman 15. september 2008 var reiðarslag fyrir fjármálaheiminn. Höfundur Uncontrolled Risk líkir áfallinu við hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Hér má sjá starfsmann yfirgefa bankann með eigur sínar í kassa eftir að gjaldþrot hans varð ljóst.Nordicphotos/Getty imagesWilliams segir að sömu lögmál hafi verið að verki hér og í Bandaríkjunum. Óhófleg áhættusækni hafi einkennt rekstur bankanna um leið og eftirlit og umgjörð hins opinbera vegna fjármálaþjónustu hafi brugðist.„Í bókinni er áhersla lögð á umfjöllun um kerfislæga áhættu,“ segir hann, en skortur á eftirliti hafi orðið til þess að forráðamenn banka á borð við Lehman Brothers hafi fengið að fara offari í áhættusækni og skuldsetningu fjármálafyrirtækja. Sama hafi gerst í íslenska bankakerfinu. Ábyrgðin á hruni fjármálafyrirtækja liggur nokkuð víða að mati Williams.„Það átti sér stað stórslys í fjármálaheiminum og á slysstaðnum má finna marga sem hlut áttu að máli. Stjórnmálamenn eiga stóran hlut. En svo líka endurskoðendur, seðlabankinn, líkt og hjá ykkur, eftirlitsstofnanir, fræðimenn sem hefðu átt að gera sér grein fyrir hættunni, matsfyrirtækin sem gáfu undirmálslánavafningum hámarkseinkunn og sögðu þá lausa við áhættu og svo höfum við fjárfesta sem lögðu fjármuni sína í áhættusama hluti án þess að vinna heimavinnu sína.“Williams segir að í Bandaríkjunum, eins og hér á landi, hafi margir viljað skella skuldinni á fjármálafyrirtækin, en hann telur að leita þurfi dýpra að orsökum hrunsins. „Fjármálamarkaðurinn á Wall Street fékk lausan tauminn. Það má líkja þessu við handboltaleik þar sem dómararnir eru utan vallar. Hverjum er það þá að kenna ef leikurinn fer úr böndunum?“Ísland málaði sig sjálft út í hornLykilinn að endurreisninni segir Willams líkast til að hlutaaðeigandi gangist við ábyrgð á mistökum sínum þannig að hægt verði að byggja á nýjum grunni. Hann bendir á að Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hafi nýverið vísað frá sér allri ábyrgð. Þó hafi vaxtastefna Bandaríkjanna ýtt undir ofgnótt lausafjár og þenslu um heim allan.„Leiðin út er að horfast í augu við þá þætti sem stuðluðu að hruninu og það þarf að efla og sameina eftirlit með fjármálafyrirtækjum,“ segir Willams og bendir á að á meðan fjöldi banka hafi farið á hausinn í Bandaríkjunum hafi ekki einn einasti fallið í Kanada. „Það er af því þeir hafa einn eftirlitsaðila og aðhaldið er því meira. Þetta er eins og barn sem lýtur aðhaldi eins foreldris, í stað þess að geta hlaupið á milli tveggja, eða jafnvel stjúpforeldra líka til að fá sínu framgengt.“Í nýju bókinni er vísað til Íslands í framhjáhlaupi sem eitt af fórnarlömbum hruns Lehman-bankans, en fall hans í september 2008 hafði áhrif um heim allan.Williams segir marga í fræðimannasamfélaginu hafa haft samúð með Íslandi í þeim hamförum sem hér riðu yfir með falli bankanna. Hann hafi sjálfur haft samband við stjórnvöld og boðið fram aðstoð sína, endurgjaldslaust, sem ráðgjafi. Þá vissi hann um kollega ytra sem gert höfðu það sama. „En maður fékk eiginlega engin svör. Það var eins og enginn vissi hver væri við stjórnvölinn.“ Hann segir marga í samfélagi fræðimanna þó hafa orðið fyrir vonbrigðum með þau skilaboð sem héðan komu um að fremur ætti að kenna Bretum um íslenska hrunið en að beina sjónum inn á við.Reiptog banka og eftirlits„Þó svo að Bretar hefðu getað verið liðlegri og unnið með landinu í stað þess að ýta undir lausafjárkreppuna þá sáuð þið sjálf um að mála ykkur út í horn. Þar voru þið með ykkar eigin pensla og málningu. Þar er Ísland í sömu sporum og Bandaríkin. Þeir sem ábyrgð bera þurfa að stíga fram og viðurkenna hana, svo að hægt sé að taka skrefin fram á við.“ Williams segir þó líkast til standa nærri eðli mannsins að vilja leita að sök annars staðar en hjá manni sjálfum, það eigi við jafnt á Íslandi sem í Bandaríkjunum.Að mati Willams er ekkert hagkerfi öflugra en bankarnir sem í því starfa og þar sé komin helsta röksemdin fyrir öflugu eftirliti og aðhaldi með fjármálafyrirtækjum. „Við vitum að bankar með meira eigið fé eru líklegri til að lifa af. Þá vitum við að bankar sem síður eru skuldsettir eru það líka.En þegar eftirlitsstofnanir fara fram á hærra eiginfjárhlutfall banka og minni skuldsetningu þá er það eins og að meina þeim að græða meiri peninga. Það má líkja þessu við reiptog þar sem öðru megin eru bankamenn sem vilja búa til hagnað og hinu megin eftirlitsstofnanir sem vilja halda bönkunum á lífi. Auðvitað vilja bankastjórnendur ekki stuðla að hruni banka sinna, en um leið er það hagnaðarhvatinn sem rekur þá áfram.“Williams segist hafa verið hugfanginn af íslensku bönkunum og elju starfsfólks þeirra, en um leið hafi verið athyglisvert að þeir hafi skilað mun meiri hagnaði en aðrir bankar. „Það segir manni að meiri áhætta var tekin. Bankarnir voru því engin fórnarlömb,“ segir hann og kveðst hálfsjá eftir að hafa fallið frá ritun greinar sem hann hafði hafið í október 2007 um aukna áhættu í íslenska fjármálakerfinu.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun