Þrjátíu milljarða evra neyðarlán 12. apríl 2010 00:01 Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi allt að 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðarlegum fjárhagsvanda landsins. Gengi evrunnar hefur styrkst töluvert í morgun í kjölfar þessarar ákvörðunnar. Að sögn Olli Rehn, efnahags- og fjármálastjóra ESB, er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn einnig tilbúinn til að lána Grikkjum um tíu milljarða evra. Til þess að fá lánin þurfa Grikkir að sækja formlega um þau, sem þeir eiga enn eftir að gera. Ráðamenn hjá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum munu hittast í dag til að ræða frekar um lánafyrirkomulagið. Stutt er síðan alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfiseinkunnir Grikklands niður í lægsta flokk með neikvæðum horfum. Stjórnvöld á Grikklandi hafa síðustu vikur unnið að undirbúningi skuldabréfaútboðs til að afla 11,6 milljarða evra, jafnvirði um tvö þúsund milljarða króna, fyrir maílok til að standa við skuldbindingar hins opinbera. Erfiðleikar í grísku efnahagslífi valda því að fjárfestar krefjast nú tvöfalt hærri ávöxtunar á bréfin en Þjóðverjar greiða fyrir þýsk ríkisskuldabréf um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, að ekki megi útiloka að sækja verði um alþjóðlega neyðaraðstoð. - jab Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi allt að 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðarlegum fjárhagsvanda landsins. Gengi evrunnar hefur styrkst töluvert í morgun í kjölfar þessarar ákvörðunnar. Að sögn Olli Rehn, efnahags- og fjármálastjóra ESB, er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn einnig tilbúinn til að lána Grikkjum um tíu milljarða evra. Til þess að fá lánin þurfa Grikkir að sækja formlega um þau, sem þeir eiga enn eftir að gera. Ráðamenn hjá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum munu hittast í dag til að ræða frekar um lánafyrirkomulagið. Stutt er síðan alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfiseinkunnir Grikklands niður í lægsta flokk með neikvæðum horfum. Stjórnvöld á Grikklandi hafa síðustu vikur unnið að undirbúningi skuldabréfaútboðs til að afla 11,6 milljarða evra, jafnvirði um tvö þúsund milljarða króna, fyrir maílok til að standa við skuldbindingar hins opinbera. Erfiðleikar í grísku efnahagslífi valda því að fjárfestar krefjast nú tvöfalt hærri ávöxtunar á bréfin en Þjóðverjar greiða fyrir þýsk ríkisskuldabréf um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, að ekki megi útiloka að sækja verði um alþjóðlega neyðaraðstoð. - jab
Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira