Veðlán bankanna hjá ECB námu 770 milljörðum 12. apríl 2010 10:27 Veðlán jukust verulega hjá öllum þremur bönkunum eftir að lausafjárþurrðin ágerðist árið 2007. Haustið 2007 voru veðlán bankanna um tveir milljarðar evra, mestmegnis frá Seðlabanka Íslands. Við fall bankanna höfðu þau aukist í yfir níu milljarða evra og var þá tæplega helmingur þeirra frá Seðlabanka Evrópu (ECB) eða um 770 milljarðar kr.Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar segir að í stað fjármögnunar á skuldabréfamörkuðum til þriggja til fimm ára komu veðlán. Þau voru flest veitt til nokkurra vikna þótt einstaka lán væru til allt að sex mánaða.Fyrir bankana varð þessi aukna fjármögnun með skammtímaveðlánum til þess að magna verulega fjármögnunaráhættu þeirra. Líkt og innlán eru veðlán viðkvæm fyrir breytingum á markaðsaðstæðum.Sérstaklega á það við ef veðlánin stafa frá öðrum en seðlabönkum. Þeir sem veita veðlán geta t.a.m. hafnað endurnýjun eða framlengingu þeirra á gjalddaga eða ákveðið að auka frádrag.Þegar lausafjárþurrðin jókst á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum varð veruleg aukning í erlendum útlánum hjá stóru bönkunum þremur. Á seinni hluta ársins 2007 jukust útlán til erlendra aðila um 11,4 milljarða evra. Útlán móðurfélaga bankanna til erlendra aðila jukust þannig um rúmlega 120% á einungis sex mánuðum.Aukningin var það mikil að ætla má að margir af hinum nýju viðskiptavinum hafi leitað til íslensku bankanna eftir að aðrir bankar voru farnir að draga úr útlánum sínum og því hafi viðskiptavinirnir verið búnir að fá synjun á fyrirgreiðslu hjá öðrum.Auk lántöku á Íslandi höfðu stærstu íslensku fjárfestingarfélögin jafnframt verið í viðskiptum við erlenda banka og fengið lán frá þeim. Mörg þessara lána voru veitt gegn veði í innlendum hlutabréfum. Þegar leið á veturinn 2007-2008 lækkaði hlutabréfaverð. Þá versnaði tryggingastaða erlendra lána íslensku fjárfestingarfélaganna. Erlendir lánveitendur kölluðu eftir auknum tryggingum.Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn brugðust við með því að taka við fjármögnuninni þannig að greidd yrðu upp lán við erlendu bankana. Þannig lánuðu íslensku bankarnir mjög mikla fjármuni á sama tíma og verulegur lausafjárskortur hrjáði þá. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Veðlán jukust verulega hjá öllum þremur bönkunum eftir að lausafjárþurrðin ágerðist árið 2007. Haustið 2007 voru veðlán bankanna um tveir milljarðar evra, mestmegnis frá Seðlabanka Íslands. Við fall bankanna höfðu þau aukist í yfir níu milljarða evra og var þá tæplega helmingur þeirra frá Seðlabanka Evrópu (ECB) eða um 770 milljarðar kr.Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar segir að í stað fjármögnunar á skuldabréfamörkuðum til þriggja til fimm ára komu veðlán. Þau voru flest veitt til nokkurra vikna þótt einstaka lán væru til allt að sex mánaða.Fyrir bankana varð þessi aukna fjármögnun með skammtímaveðlánum til þess að magna verulega fjármögnunaráhættu þeirra. Líkt og innlán eru veðlán viðkvæm fyrir breytingum á markaðsaðstæðum.Sérstaklega á það við ef veðlánin stafa frá öðrum en seðlabönkum. Þeir sem veita veðlán geta t.a.m. hafnað endurnýjun eða framlengingu þeirra á gjalddaga eða ákveðið að auka frádrag.Þegar lausafjárþurrðin jókst á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum varð veruleg aukning í erlendum útlánum hjá stóru bönkunum þremur. Á seinni hluta ársins 2007 jukust útlán til erlendra aðila um 11,4 milljarða evra. Útlán móðurfélaga bankanna til erlendra aðila jukust þannig um rúmlega 120% á einungis sex mánuðum.Aukningin var það mikil að ætla má að margir af hinum nýju viðskiptavinum hafi leitað til íslensku bankanna eftir að aðrir bankar voru farnir að draga úr útlánum sínum og því hafi viðskiptavinirnir verið búnir að fá synjun á fyrirgreiðslu hjá öðrum.Auk lántöku á Íslandi höfðu stærstu íslensku fjárfestingarfélögin jafnframt verið í viðskiptum við erlenda banka og fengið lán frá þeim. Mörg þessara lána voru veitt gegn veði í innlendum hlutabréfum. Þegar leið á veturinn 2007-2008 lækkaði hlutabréfaverð. Þá versnaði tryggingastaða erlendra lána íslensku fjárfestingarfélaganna. Erlendir lánveitendur kölluðu eftir auknum tryggingum.Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn brugðust við með því að taka við fjármögnuninni þannig að greidd yrðu upp lán við erlendu bankana. Þannig lánuðu íslensku bankarnir mjög mikla fjármuni á sama tíma og verulegur lausafjárskortur hrjáði þá.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira