Viðskipti innlent

Thule Investments sektað um eina milljón

Samkvæmt lögum er fjárfestingarsjóðum sem falla undir nefnd lög einum heimilt að nota orðið „fjárfestingarsjóður" í heiti sjóðsins eða til nánari kynningar á starfsemi hans.
Samkvæmt lögum er fjárfestingarsjóðum sem falla undir nefnd lög einum heimilt að nota orðið „fjárfestingarsjóður" í heiti sjóðsins eða til nánari kynningar á starfsemi hans.
Þann 23. febrúar 2010 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) ákvörðun um að sekta Thule Investments ehf. um eina milljón kr. vegna brota á lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.

Í umfjöllun um málið á vefsíðu FME segir að Í nóvember 2009 kynnti Thule Investments ehf., á heimasíðu sinni, fagfjárfestasjóði í rekstri félagsins undir heitinu „fjárfestingarsjóður".

Samkvæmt lögum er fjárfestingarsjóðum sem falla undir nefnd lög einum heimilt að nota orðið „fjárfestingarsjóður" í heiti sjóðsins eða til nánari kynningar á starfsemi hans.

Það var mat Fjármálaeftirlitsins að háttsemi Thule Investments ehf. hefði farið í bága við fyrrgreind lög og bæri að ljúka málinu með stjórnvaldssekt. Við ákvörðun fjárhæðar stjórnvaldssektar var litið til alvarleika brotsins og sambærilegra mála.

Með hliðsjón af framangreindu þótti hæfilegt að gera Thule Investments ehf. að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 1.000.000.‐, að því er segir á vefsíðunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×