MP Banki tapar fé vegna West Ham 1. apríl 2010 06:00 Gunnar Karl Ein umfangsmesta varúðarniðurfærsla MP Banka í fyrra var lán vegna kaupa á West Ham. fréttablaðið/vilhelm MP Banki tapaði tæpum 1,2 milljörðum króna í fyrra, sem er talsverður viðsnúningur frá rúmlega 860 milljóna króna hagnaði fyrir tveimur árum. Efnahagsaðstæður, 33 prósenta samdráttur tekna, tiltekt í bókhaldinu og kostnaðarsöm uppbygging á viðskiptabankastarfsemi frá grunni lituðu bækur bankans. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP Banka, segir reksturinn traustan þótt varúðarniðurfærsla á lánasafni bankans hafi sett skarð í afkomuna. „Menn voru í góðri trú . En svo kom í ljós að viðskiptavinir bankans höfðu orðið fyrir enn frekari búsifjum vegna efnahagshrunsins og því varð að taka enn frekari afskriftir,“ segir hann. Niðurfærslan, sem ekki felst í afskrift lána, hljóðar upp á 1.350 milljónir króna og tilkomin vegna þarsíðasta árs. Þetta jafngildir 35 prósentum af lánasafni bankans. „Við teljum að afskriftirnar nú séu orðnar fullnægjandi,“ segir hann en viðurkennir að ekkert megi útiloka. Annað högg á íslenskt efnahagslíf geti haft í för með sér enn frekari niðurfærslu. Eftir því sem næst verður komist var tæpur helmingur þeirra útlána sem MP Banki færði inn á varúðarreikning lán til eignarhaldsfélaga. Umfangsmesta lánið sem fært var niður var til félags Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankastjórnar Landsbankans, vegna kaupa hans á breska Úrvalsdeildarliðinu West Ham. MP Banki tók félagið yfir ásamt Straumi og Byr eftir að veldi Björgólfs hrundi haustið 2008 og á enn hlut í því. Gunnar vill ekki tjá sig um lánið vegna West Ham en segir lán til eignarhaldsfélaga ekki slæm út af fyrir sig. Meira máli skipti hvernig tryggingar hafi verið á bak við þau almennt. „Lán til eignarhaldsfélaga eru yfirleitt mjög góð og greitt af þeim,“ segir hann. jonab@frettabladid.is Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
MP Banki tapaði tæpum 1,2 milljörðum króna í fyrra, sem er talsverður viðsnúningur frá rúmlega 860 milljóna króna hagnaði fyrir tveimur árum. Efnahagsaðstæður, 33 prósenta samdráttur tekna, tiltekt í bókhaldinu og kostnaðarsöm uppbygging á viðskiptabankastarfsemi frá grunni lituðu bækur bankans. Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri MP Banka, segir reksturinn traustan þótt varúðarniðurfærsla á lánasafni bankans hafi sett skarð í afkomuna. „Menn voru í góðri trú . En svo kom í ljós að viðskiptavinir bankans höfðu orðið fyrir enn frekari búsifjum vegna efnahagshrunsins og því varð að taka enn frekari afskriftir,“ segir hann. Niðurfærslan, sem ekki felst í afskrift lána, hljóðar upp á 1.350 milljónir króna og tilkomin vegna þarsíðasta árs. Þetta jafngildir 35 prósentum af lánasafni bankans. „Við teljum að afskriftirnar nú séu orðnar fullnægjandi,“ segir hann en viðurkennir að ekkert megi útiloka. Annað högg á íslenskt efnahagslíf geti haft í för með sér enn frekari niðurfærslu. Eftir því sem næst verður komist var tæpur helmingur þeirra útlána sem MP Banki færði inn á varúðarreikning lán til eignarhaldsfélaga. Umfangsmesta lánið sem fært var niður var til félags Björgólfs Guðmundssonar, formanns bankastjórnar Landsbankans, vegna kaupa hans á breska Úrvalsdeildarliðinu West Ham. MP Banki tók félagið yfir ásamt Straumi og Byr eftir að veldi Björgólfs hrundi haustið 2008 og á enn hlut í því. Gunnar vill ekki tjá sig um lánið vegna West Ham en segir lán til eignarhaldsfélaga ekki slæm út af fyrir sig. Meira máli skipti hvernig tryggingar hafi verið á bak við þau almennt. „Lán til eignarhaldsfélaga eru yfirleitt mjög góð og greitt af þeim,“ segir hann. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira