Viðskipti innlent

Tchenguiz-bræður ætla að stefna þrotabúi Kaupþings

Robert Tchenguiz undirbýr nú málshöfðun á hendur Kaupþingi ásamt bróður sínum Vincent.
Robert Tchenguiz undirbýr nú málshöfðun á hendur Kaupþingi ásamt bróður sínum Vincent.

Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz eru að undirbúa málshöfðun á hendur þrotabúi Kaupþings fyrir breskum og íslenskum dómstólum, eftir að slitastjórn bankans hafnaði öllum skaðabótakröfum þeirra í þrotabú bankans, samtals um 440 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í breska dagblaðinu Sunday Telegraph. Robert Tchenguiz var stærsti einstaki skuldari Kaupþings banka en lánveitingar bankans til hans voru jafnvirði einum sjötta af landsframleiðslu Íslands á síðasta ári.

Sunday Telegraph hefur eftir heimildum að Tchenguiz-bræður ætli að byggja dómkröfur sínar á ásökunum um að fjárhagsstaða Kaupþings hafi verið orðin mjög slæm löngu fyrir bankahrunið. Mögulega muni þeir geta stutt kröfur sínar gögnum úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kemur út hinn 12. apríl.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×