Viðskipti innlent

Fasteignarisi gjaldþrota vegna láns frá Kaupþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fasteignarisinn Simon Halabi, sem var talinn eiga um 600 milljarða króna árið 2007, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Á meðal eigna hans voru höfuðstöðvar JP Morgan, Aviva og Old Mutual.

Í frétt á vef Telegraph kemur fram að Halabi var lýstur gjaldþrota fyrir dómi á þriðjudaginn vegna láns sem hann fékk frá Kaupþingi Singer& Friedlander og gat ekki staðið í skilum með. Lánið hljóðaði upp á 56 milljónir sterlingspunda, eða tæpa 11 milljarða íslenskra króna.

Telegraph segir að með þessu sé Halabi einn ríkasti maðurinn í Bretlandi sem verði gjaldþrota í alheimskreppunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×