Viðskipti erlent

Malkovich tapaði stórfé á Bernie Maddoff

John Malkovich.
John Malkovich.
Bandaríski stórleikarinn John Malkovich er einn þeirra fjölmörgu sem fóru illa út úr viðskiptum við svindlarann Bernie Maddoff sem í fyrra var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir svik sín. Malkovich fékk 670 þúsund dollara á dögunum úr þrotabúi Maddofs en hann er ekki sáttur við þau málalok og hefur áfrýjað ákvörðun skiptastjórans. Hann segist eiga rétt á mun meiru, eða um 2,3 milljónum dollara.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×