Viðskipti innlent

Deutsche Bank kannar grundvöll fyrir lögsókn gegn Landsbankamönnum

Sérstakt rannsóknarteymi frá Deutsche Bank skoðar nú starfssemi Landsbankans fyrir hrun og reyna að meta hvort íslensk og þýsk lög hafi verið brotin. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þar sagði að tilgangurinn væri að kanna hvrot sækja megi stjórnendur og eigendur bankans til saka og endurheimta tapað fé.

Samkvæmt RÚV eru bankastjórarnir fyrrvernandi, Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson sérstaklega til skoðunnar sem og aðaleigendur bankans, feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor. Heimildir RÚV eru á þá leið að Þjóðverjarnir séu þeirrar skoðunnar að þeir hafi komið óheiðarlega fram og nú sé kannað hvort þeir hafi gerst brotlegir við lög.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×