Fleiri fréttir Gamma: Litlar sviptingar Skuldabréfavísitala GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 8,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 2,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 6,6 ma. viðskiptum. 31.3.2010 17:36 Bakkabróðir með rúmar átta milljónir á mánuði Ágúst Gudmundsson, forstjóri Bakkavarar, var með rúmar hundrað milljónir króna í árslaun hjá fyrirtækinu í fyrra, eða um 8,3 milljónir á mánuði. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Bakkavarar. Bróðir Ágústs, Lýður Guðmundsson fékk 3 og hálfa milljón króna fyrir stjórnarsetu sína í félaginu. 31.3.2010 16:19 Bönkunum sett ítarleg skilyrði við yfirtökur á fyrirtækjum Samkeppnisstofnun setti bönkum itarleg skilyrði vegna yfirtöku þeirra á fyrirtækjum sem starfa á mikilvægum samkeppnismörkuðum. 31.3.2010 15:16 Lilja Skaftadóttir er stjórnarformaður útgáfufélags DV Lilja Skaftadóttir, fjárfestir, er nýr stjórnarformaður útgáfufélags DV. Þetta var kynnt á fundi með starfsmönnum DV fyrr í dag. 31.3.2010 15:11 Atvinnuleysi fór í 10% Atvinnuleysi á evrusvæðinu fór upp í 10% í febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem atvinnuleysi á svæðinu nær tveggja stafa tölu frá því að evran var tekin í notkun. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins er mikill munur á milli þeirra sextán þjóða sem aðild eiga að myntbandalaginu. Til dæmis er 19% atvinnuleysi á Spáni en í Hollandi er atvinnuleysið einungis 4%. 31.3.2010 13:08 Ráðinn nýr forstjóri Öskju Jón Trausti Ólafsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri ÖSKJU, umboðsaðila Mercedes-Benz og KIA á Íslandi, og tekur hann við starfinu af Leifi Erni Leifssyni. 31.3.2010 10:19 Vöruskipti voru hagstæð um 20 milljarða króna Vöruskipti við útlönd á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru hagstæð um 20,6 milljarða króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 10,4 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 10,2 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra. Fyrstu tvo mánuðina í ár voru fluttar út vörur fyrir 83,2 milljarða króna en inn fyrir 62,5 milljarða króna. 31.3.2010 08:59 Superman seldist á 190 milljónir króna Superman er orðinn verðmætasta teiknimyndasöguhetja í heimi. Teiknimyndahefti um ofurhetjuna seldist á því sem nemur um 190 milljónum króna á uppboði á vefnum ComicConnect fyrir skemmstu. Þar með skaut Superman Leðurblökumanninum ref fyrir rass en teiknimyndahefti um hann seldist á tæpar 130 milljónir króna fyrir hálfum mánuði síðan. Umrætt teiknimyndahefti um Superman kom út árið 1938. 31.3.2010 07:13 Hlutafjáraukningunni lokið Eins milljarðs hlutafjáraukningu í 365 miðlum er lokið. Þetta staðfestir Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður félagsins. Hún segir hlutafjáraukninguna verða nýtta til að lækka skuldir og bæta sjóðsstöðu félagsins til muna. 31.3.2010 07:00 Fyrrum hluthafar fá ekki neitt Fyrrum hluthafar í breska Northern Rock bankanum, sem var þjóðnýttur í febrúar árið 2008, munu engar bætur fá vegna þess hlutafjár sem glataðist þegar bankinn fór í þrot. Óháður aðili sem var fenginn til að meta starfsemi bankans skilaði skýrslu í gær. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hlutabréf úr bankanum væru verðlaus. Breska ríkið, núverandi eigandi bankans, bæri ekki að greiða hlutabréfaeigendum eitt einasta pund. 31.3.2010 07:00 Greiða niður erlendu lánin Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur lækkað verulega síðustu daga, stóð í 373 stigum um hádegisbil í gær, og hafði þá ekki verið lægra síðan í lok október í fyrra. 31.3.2010 06:00 Kanadabúar taka Lava vel Eftir að hafa verið eina viku í sölu í Manitoba í Kanada hefur fjórðungur af fyrstu sendingu á bjórnum Lava frá Ölvisholti í Flóa verið seldur. 31.3.2010 03:00 Lárus beittur þrýstingi til að lána milljarða rétt fyrir hrun Stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri fyrirtækis sem var stór hluthafi í bankanum beitti Lárus Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, miklum þrýstingi til að fá fjögurra milljarða króna lán, sem aðrir bankar vildu ekki veita, aðeins tíu dögum fyrir fall Glitnis. Áður hafði fyrirtækjasvið Glitnis hafnað slíku láni. Þetta kemur fram í tölvupóstum til Lárusar Welding sem fréttastofa hefur undir höndum. 31.3.2010 18:24 Írskur banki fær enn meiri hjálp frá ríkinu Írska ríkisstjórnin ætlar að leggja hinum þjóðnýtta banka, Anglo Irish Bank, 8,3 milljarða evra til viðbótar við fyrri fjáraustur. Frá þessu var skýrt í dag og við það tækifæri sagði írski fjármálaráðherrann, Brian Lenihan að um skásta kostinn væri að ræða. Tveir aðrir bankar í landinu, Allied Irish Banks og Bank of Ireland ætla að reyna að laða til sín fjárfesta úr einkageiranum en ráðherrann segir ljóst að Anglo Irish verði að fá hjálp frá ríkissjóði. 30.3.2010 19:48 GAMMA stóð nánast í stað Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 4,4 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,3 milljarða viðskiptum sem og GAMMAxi: Óverðtryggt í 4,1 milljarða viðskiptum. 30.3.2010 15:55 S&P: Ísland af athugunarlista en horfur samt neikvæðar Standard & Poor´s lækkaði í dag lánshæfismat fyrir innlendar skuldbindingar í BBB/A-3 úr BBB+/A-2. Langtíma- og skammtíma lánshæfismat fyrir erlnedar skuldbindingar er hins vegbar óbreytt í BBB-/A-3. 30.3.2010 14:45 Neytendur enn fremur svartsýnir Íslenskir neytendur eru enn langt í frá því að teljast vera bjartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun. vísitalan var 43,2 stig í mars og lækkar um 3 stig á milli 30.3.2010 12:23 SAS tapaði 18 milljörðum á tveimur mánuðum. SAS flugfélagið tapaði 730 milljónum danskra króna á fyrstu tveimur mánuðum árins. Það samsvarar tæpum átján milljörðum íslenskra króna. 30.3.2010 11:25 Færri gjaldþrot í febrúar en í sama mánuði í fyrra Gjaldþrotum fyrirtækja fækkaði um 7% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. Alls voru 82 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í síðasta mánuði en 88 í febrúar í fyrra. 30.3.2010 09:08 Ísland áfram í gíslingu AGS Mögulegt er að ekki sé stuðningur við það innan stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar fari fram án þess að búið sé að leysa Icesave málið. 30.3.2010 08:56 Hægt að skoða alla reikninga í Meniga Viðskiptavinir Íslandsbanka sem nota fjármálavefinn Meniga geta nú flutt upplýsingar og færslur af reikningum og kortum allra íslenskra sparisjóða og banka inn í Meniga og öðlast þannig heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins. 30.3.2010 08:31 Sérfræðingar NASA rannsaka gallann í Toyota Sérfræðingar á vegum geimvísindastofunarinnar NASA í Bandaríkjunum munu rannsaka galla í bensíngjöfum Toyota bifreiða. 30.3.2010 07:37 Pabbi Wernersbræðra gerir kaupmála Lyfjafræðingurinn Werner Rasmusson og kona hans Kristín Sigurðardóttir hafa gert með sér kaupmála, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Ekki er vitað hvað fólgið er í kaupmálanum. 30.3.2010 15:19 Mikil eftirspurn eftir nýbyggingum í hjarta Reykjavíkur Nýbyggingar á brunareitnum á horni Lækjargötu og Austurstrætis voru auglýstar til sölu eða leigu í Fréttablaðinu í morgun og í Morgunblaðinu á laugardaginn. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segist strax hafa fengið ansi margar fyrirspurnir. Hann segir að leigan verði dýr. 29.3.2010 19:49 Fyrrverandi forstjóri FME svarar fyrir sig Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafnar því að hafa verið veifiskati og klappastýra bankamannanna. Hann segir þá gagnrýni sem fram kom í blaðinu Euromoney bæði ósanngjarna og ranga. Hann sér þó eftir að hafa ekki stækkað Fjármálaeftirlitið hraðar. 29.3.2010 18:30 Hlutabréf í Össuri seldust fyrir 23 milljónir Icelandair hækkaði um 6,06% í 350 þúsund króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. 29.3.2010 17:39 Hagnaður MP fyrir afskriftir nam 243 milljónum á síðari hluta ársins MP banki tapaði 1180 milljónum á síðari hluta ársins 2009, sé tekið tillit til afskrifta. Fyrir afskriftir nam hagnaður bankans hins vegar 243 milljónum íslenskra króna. 29.3.2010 17:22 GAMMA lækkaði örlítið Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 4,9 milljarðar viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 0,6 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 4,2 milljarða viðskiptum. 29.3.2010 15:55 Frumtak fjárfestir í Gogogic Frumtak hefur fest kaup á hlut í Gogogic ehf sem var stofnað árið 2006 til að þróa tölvuleiki. Gogogic sérhæfir sig í frumlegri leikjahönnun, gerð smærri tölvuleikja og framleiðslu margmiðlunarefnis fyrir vefinn. Einnig sinnir fyrirtækið hugmyndasmíði og markaðsmálum fyrir viðskiptavini sína. Kaupin nema alls 150 milljónum króna. 29.3.2010 15:01 Ericsson með 240 milljarða viðskiptasamning við Kínverja Kínverjar vilja að sænska símafyrirtækið Ericsson byggi upp farsímakerfið þar í landi. Samningurinn sem Ericsson er boðið hljóðar upp á 240 milljarða íslenskra króna. 29.3.2010 13:11 Nokkrir mikilvægir hagvísar birtir í vikunni Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að nokkrir mikilvægir hagvísar verði birtir nú í vikunni. Á morgun mun Capacent Gallup birta væntingavísitölu sína fyrir marsmánuð, Hagstofan mun birta tölur um nýskráningar og gjaldþrot fyrirtækja og á miðvikudaginn mun Hagstofan birta vöruskipti við útlönd í febrúar. 29.3.2010 13:08 Íslensku flugfélögin nýta sér eldgosið Íslensku flugfélögin eru þegar byrjuð að nýta sér eldgosið á Íslandi í markaðssetningu sinni. Vefurinn epn.dk segir að flugfélögin bjóði einstaka ferðaupplifun á stað þar sem 500 manns þurftu að flýja heimili sín fyrir einungis fáeinum dögum síðan. 29.3.2010 10:52 Gríðarleg ásókn í sparnaðarnámskeið Atlantsolía fékk á dögunum 100 sæti á námskeiðið Úr mínus í plús hjá spara.is til þess að bjóða viðskiptavinum sínum á þriðjudaginn 23. mars. Viðtökurnar voru gríðarlega góðar og fór áhuginn á námskeiðinu fór frammúr öllum væntingum. Á einum sólarhring höfðu skráð sig 1.200 notendur dælulykils Atlantsolíu. 29.3.2010 10:06 Starfmenn Rio Tinto dæmdir í Kína Kínverskur dómstóll hefur dæmt fjóra starfsmenn námarisans Rio Tinto í sjö til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þrír hinna dæmdu eru kínverskir borgarar en sá fjórði er Ástrali. Sá fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir mútur og fimm ár fyrir að stela viðskiptaleyndarmálum. Hann mun þó aðeins þurfa að afplána tíu ár þar sem hann viðurkenndi sekt sína. 29.3.2010 10:00 Fengu margfalt hærra tilboð en í fyrra Erlendir fjölmiðlar segja kaup breska einkaframtakssjóðsins 3i Group á fimmtungshlut í hollenska drykkjavöruframleiðandanum Refresco fyrir um 84 milljónir evra, fjórtán milljarða íslenskra króna, í fyrradag með umfangsmestu fjárfestingum eftir kreppuna. 29.3.2010 05:00 Sniðganga flest olíufélög í viku Félagið Samstaða ætlar í dag að draga nafn eins olíufélags úr potti og sniðganga síðan öll önnur olíufélög í eina viku. 29.3.2010 04:00 Færeyingar skráðir í Noregi Gengi hlutabréfa færeyska fiskeldisfélagsins Bakkafrosts endaði í 33,8 norskum krónum á hlut í norsku kauphöllinni á föstudag. Þetta var fyrsti viðskiptadagur með bréfin og hækkaði gengi þeirra um níu prósent frá útboði. 29.3.2010 04:00 Höfuðborg tölvuglæpa fundin Tölvurannsóknarfyrirtækið Symantech hefur fundið út að uppruni 30 prósent vírus-pósta sem eru sendir út um allan heim, og gerir tölvueigendum lífið óendanlega leitt, er sendur frá Kína. 28.3.2010 23:45 Euromoney: Forstjóri FME var veifiskati Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var veifiskati og óþarflega áhugasamur um að blanda geði við bankastjórnendur. Þetta kemur fram í grein í blaðinu Euromoney en þar er Jónas harðlega gagnrýndur fyrir að hafa verið klappstýra bankanna fremur en að sinna því eftirlitshlutverki sem honum var falið. 28.3.2010 19:15 Kvikmyndaframleiðandi kjölfestufjárfestir í DV Meðal þeirra sem fjárfestu í nýju DV er Lilja Skaftadóttir, sem er þekktust fyrir að hafa framleitt heimildarmynd Gunnars Sigurðssonar, Maybe i should have. 28.3.2010 15:30 Flugvalladeilan leyst í bili: „Við erum sátt þar til annað kemur í ljós“ Búið er að leysa deilu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Flugstoða í bili en Jón Viðar Matthíasson hótaði að loka Reykjavíkurflugvelli yrði ekki fjölgað í hópi slökkviliðsmanna á vellinum. 28.3.2010 15:56 Kínverjar kaupa Volvo Volvo verksmiðjurnar verða seldar kínverska framleiðandanum Geely Holding. Skrifað var undir samning þess efnis í dag, eftir því sem fram kemur í sænskum og kínverskum fjölmiðlum. 28.3.2010 14:05 Um 1.500 viðskiptavinir vildu verða andlit Iceland Um 1.500 viðskiptavinir Iceland lágvörukeðjunnar vildu verða andlit hennar út á við í nýrri auglýsingaherferð sem hefst síðar í ár. Búið er að velja 56 manns úr þessum hóp og í dag verður lokahópurinn valinn, að því er segir í frétt í Daily Star. 28.3.2010 14:00 Bono óheppinn með fjárfestingar sínar Allar líkur eru á að Bono, söngvari U2, muni tapi gífurlegum upphæðum á fjárfestingum sínum undanfarin ár. Í aðra hönd hagnaðist Bono vel á tónlist sinni en í hina tapaði hann þessum fjármunum jafnóðum á fjárfestingum sínum. 28.3.2010 12:00 Launahæsti bankamaður í Evrópu fær 2,4 milljarða króna á ári Forstjóri Credit Suisses, Brady Dougan, er hæst launaði bankamaður í Evrópu. Hann fær um það bil 2,4 milljarða íslenskra króna í laun á ári, fullyrðir breska blaðið Financial Times. 28.3.2010 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Gamma: Litlar sviptingar Skuldabréfavísitala GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 8,7 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 2,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,1% í 6,6 ma. viðskiptum. 31.3.2010 17:36
Bakkabróðir með rúmar átta milljónir á mánuði Ágúst Gudmundsson, forstjóri Bakkavarar, var með rúmar hundrað milljónir króna í árslaun hjá fyrirtækinu í fyrra, eða um 8,3 milljónir á mánuði. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Bakkavarar. Bróðir Ágústs, Lýður Guðmundsson fékk 3 og hálfa milljón króna fyrir stjórnarsetu sína í félaginu. 31.3.2010 16:19
Bönkunum sett ítarleg skilyrði við yfirtökur á fyrirtækjum Samkeppnisstofnun setti bönkum itarleg skilyrði vegna yfirtöku þeirra á fyrirtækjum sem starfa á mikilvægum samkeppnismörkuðum. 31.3.2010 15:16
Lilja Skaftadóttir er stjórnarformaður útgáfufélags DV Lilja Skaftadóttir, fjárfestir, er nýr stjórnarformaður útgáfufélags DV. Þetta var kynnt á fundi með starfsmönnum DV fyrr í dag. 31.3.2010 15:11
Atvinnuleysi fór í 10% Atvinnuleysi á evrusvæðinu fór upp í 10% í febrúar. Þetta er í fyrsta sinn sem atvinnuleysi á svæðinu nær tveggja stafa tölu frá því að evran var tekin í notkun. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópusambandsins er mikill munur á milli þeirra sextán þjóða sem aðild eiga að myntbandalaginu. Til dæmis er 19% atvinnuleysi á Spáni en í Hollandi er atvinnuleysið einungis 4%. 31.3.2010 13:08
Ráðinn nýr forstjóri Öskju Jón Trausti Ólafsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri ÖSKJU, umboðsaðila Mercedes-Benz og KIA á Íslandi, og tekur hann við starfinu af Leifi Erni Leifssyni. 31.3.2010 10:19
Vöruskipti voru hagstæð um 20 milljarða króna Vöruskipti við útlönd á fyrstu tveimur mánuðum ársins voru hagstæð um 20,6 milljarða króna en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 10,4 milljarða. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 10,2 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra. Fyrstu tvo mánuðina í ár voru fluttar út vörur fyrir 83,2 milljarða króna en inn fyrir 62,5 milljarða króna. 31.3.2010 08:59
Superman seldist á 190 milljónir króna Superman er orðinn verðmætasta teiknimyndasöguhetja í heimi. Teiknimyndahefti um ofurhetjuna seldist á því sem nemur um 190 milljónum króna á uppboði á vefnum ComicConnect fyrir skemmstu. Þar með skaut Superman Leðurblökumanninum ref fyrir rass en teiknimyndahefti um hann seldist á tæpar 130 milljónir króna fyrir hálfum mánuði síðan. Umrætt teiknimyndahefti um Superman kom út árið 1938. 31.3.2010 07:13
Hlutafjáraukningunni lokið Eins milljarðs hlutafjáraukningu í 365 miðlum er lokið. Þetta staðfestir Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður félagsins. Hún segir hlutafjáraukninguna verða nýtta til að lækka skuldir og bæta sjóðsstöðu félagsins til muna. 31.3.2010 07:00
Fyrrum hluthafar fá ekki neitt Fyrrum hluthafar í breska Northern Rock bankanum, sem var þjóðnýttur í febrúar árið 2008, munu engar bætur fá vegna þess hlutafjár sem glataðist þegar bankinn fór í þrot. Óháður aðili sem var fenginn til að meta starfsemi bankans skilaði skýrslu í gær. Hann komst að þeirri niðurstöðu að hlutabréf úr bankanum væru verðlaus. Breska ríkið, núverandi eigandi bankans, bæri ekki að greiða hlutabréfaeigendum eitt einasta pund. 31.3.2010 07:00
Greiða niður erlendu lánin Skuldatryggingarálag ríkissjóðs hefur lækkað verulega síðustu daga, stóð í 373 stigum um hádegisbil í gær, og hafði þá ekki verið lægra síðan í lok október í fyrra. 31.3.2010 06:00
Kanadabúar taka Lava vel Eftir að hafa verið eina viku í sölu í Manitoba í Kanada hefur fjórðungur af fyrstu sendingu á bjórnum Lava frá Ölvisholti í Flóa verið seldur. 31.3.2010 03:00
Lárus beittur þrýstingi til að lána milljarða rétt fyrir hrun Stjórnarmaður í Glitni og framkvæmdastjóri fyrirtækis sem var stór hluthafi í bankanum beitti Lárus Welding, þáverandi bankastjóra Glitnis, miklum þrýstingi til að fá fjögurra milljarða króna lán, sem aðrir bankar vildu ekki veita, aðeins tíu dögum fyrir fall Glitnis. Áður hafði fyrirtækjasvið Glitnis hafnað slíku láni. Þetta kemur fram í tölvupóstum til Lárusar Welding sem fréttastofa hefur undir höndum. 31.3.2010 18:24
Írskur banki fær enn meiri hjálp frá ríkinu Írska ríkisstjórnin ætlar að leggja hinum þjóðnýtta banka, Anglo Irish Bank, 8,3 milljarða evra til viðbótar við fyrri fjáraustur. Frá þessu var skýrt í dag og við það tækifæri sagði írski fjármálaráðherrann, Brian Lenihan að um skásta kostinn væri að ræða. Tveir aðrir bankar í landinu, Allied Irish Banks og Bank of Ireland ætla að reyna að laða til sín fjárfesta úr einkageiranum en ráðherrann segir ljóst að Anglo Irish verði að fá hjálp frá ríkissjóði. 30.3.2010 19:48
GAMMA stóð nánast í stað Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 4,4 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 0,3 milljarða viðskiptum sem og GAMMAxi: Óverðtryggt í 4,1 milljarða viðskiptum. 30.3.2010 15:55
S&P: Ísland af athugunarlista en horfur samt neikvæðar Standard & Poor´s lækkaði í dag lánshæfismat fyrir innlendar skuldbindingar í BBB/A-3 úr BBB+/A-2. Langtíma- og skammtíma lánshæfismat fyrir erlnedar skuldbindingar er hins vegbar óbreytt í BBB-/A-3. 30.3.2010 14:45
Neytendur enn fremur svartsýnir Íslenskir neytendur eru enn langt í frá því að teljast vera bjartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun. vísitalan var 43,2 stig í mars og lækkar um 3 stig á milli 30.3.2010 12:23
SAS tapaði 18 milljörðum á tveimur mánuðum. SAS flugfélagið tapaði 730 milljónum danskra króna á fyrstu tveimur mánuðum árins. Það samsvarar tæpum átján milljörðum íslenskra króna. 30.3.2010 11:25
Færri gjaldþrot í febrúar en í sama mánuði í fyrra Gjaldþrotum fyrirtækja fækkaði um 7% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra. Alls voru 82 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í síðasta mánuði en 88 í febrúar í fyrra. 30.3.2010 09:08
Ísland áfram í gíslingu AGS Mögulegt er að ekki sé stuðningur við það innan stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að önnur endurskoðun efnahagsáætlunar fari fram án þess að búið sé að leysa Icesave málið. 30.3.2010 08:56
Hægt að skoða alla reikninga í Meniga Viðskiptavinir Íslandsbanka sem nota fjármálavefinn Meniga geta nú flutt upplýsingar og færslur af reikningum og kortum allra íslenskra sparisjóða og banka inn í Meniga og öðlast þannig heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins. 30.3.2010 08:31
Sérfræðingar NASA rannsaka gallann í Toyota Sérfræðingar á vegum geimvísindastofunarinnar NASA í Bandaríkjunum munu rannsaka galla í bensíngjöfum Toyota bifreiða. 30.3.2010 07:37
Pabbi Wernersbræðra gerir kaupmála Lyfjafræðingurinn Werner Rasmusson og kona hans Kristín Sigurðardóttir hafa gert með sér kaupmála, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Ekki er vitað hvað fólgið er í kaupmálanum. 30.3.2010 15:19
Mikil eftirspurn eftir nýbyggingum í hjarta Reykjavíkur Nýbyggingar á brunareitnum á horni Lækjargötu og Austurstrætis voru auglýstar til sölu eða leigu í Fréttablaðinu í morgun og í Morgunblaðinu á laugardaginn. Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, segist strax hafa fengið ansi margar fyrirspurnir. Hann segir að leigan verði dýr. 29.3.2010 19:49
Fyrrverandi forstjóri FME svarar fyrir sig Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafnar því að hafa verið veifiskati og klappastýra bankamannanna. Hann segir þá gagnrýni sem fram kom í blaðinu Euromoney bæði ósanngjarna og ranga. Hann sér þó eftir að hafa ekki stækkað Fjármálaeftirlitið hraðar. 29.3.2010 18:30
Hlutabréf í Össuri seldust fyrir 23 milljónir Icelandair hækkaði um 6,06% í 350 þúsund króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. 29.3.2010 17:39
Hagnaður MP fyrir afskriftir nam 243 milljónum á síðari hluta ársins MP banki tapaði 1180 milljónum á síðari hluta ársins 2009, sé tekið tillit til afskrifta. Fyrir afskriftir nam hagnaður bankans hins vegar 243 milljónum íslenskra króna. 29.3.2010 17:22
GAMMA lækkaði örlítið Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 4,9 milljarðar viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 0,6 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 4,2 milljarða viðskiptum. 29.3.2010 15:55
Frumtak fjárfestir í Gogogic Frumtak hefur fest kaup á hlut í Gogogic ehf sem var stofnað árið 2006 til að þróa tölvuleiki. Gogogic sérhæfir sig í frumlegri leikjahönnun, gerð smærri tölvuleikja og framleiðslu margmiðlunarefnis fyrir vefinn. Einnig sinnir fyrirtækið hugmyndasmíði og markaðsmálum fyrir viðskiptavini sína. Kaupin nema alls 150 milljónum króna. 29.3.2010 15:01
Ericsson með 240 milljarða viðskiptasamning við Kínverja Kínverjar vilja að sænska símafyrirtækið Ericsson byggi upp farsímakerfið þar í landi. Samningurinn sem Ericsson er boðið hljóðar upp á 240 milljarða íslenskra króna. 29.3.2010 13:11
Nokkrir mikilvægir hagvísar birtir í vikunni Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að nokkrir mikilvægir hagvísar verði birtir nú í vikunni. Á morgun mun Capacent Gallup birta væntingavísitölu sína fyrir marsmánuð, Hagstofan mun birta tölur um nýskráningar og gjaldþrot fyrirtækja og á miðvikudaginn mun Hagstofan birta vöruskipti við útlönd í febrúar. 29.3.2010 13:08
Íslensku flugfélögin nýta sér eldgosið Íslensku flugfélögin eru þegar byrjuð að nýta sér eldgosið á Íslandi í markaðssetningu sinni. Vefurinn epn.dk segir að flugfélögin bjóði einstaka ferðaupplifun á stað þar sem 500 manns þurftu að flýja heimili sín fyrir einungis fáeinum dögum síðan. 29.3.2010 10:52
Gríðarleg ásókn í sparnaðarnámskeið Atlantsolía fékk á dögunum 100 sæti á námskeiðið Úr mínus í plús hjá spara.is til þess að bjóða viðskiptavinum sínum á þriðjudaginn 23. mars. Viðtökurnar voru gríðarlega góðar og fór áhuginn á námskeiðinu fór frammúr öllum væntingum. Á einum sólarhring höfðu skráð sig 1.200 notendur dælulykils Atlantsolíu. 29.3.2010 10:06
Starfmenn Rio Tinto dæmdir í Kína Kínverskur dómstóll hefur dæmt fjóra starfsmenn námarisans Rio Tinto í sjö til fjórtán ára fangelsisvistar fyrir mútur og iðnaðarnjósnir. Þrír hinna dæmdu eru kínverskir borgarar en sá fjórði er Ástrali. Sá fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir mútur og fimm ár fyrir að stela viðskiptaleyndarmálum. Hann mun þó aðeins þurfa að afplána tíu ár þar sem hann viðurkenndi sekt sína. 29.3.2010 10:00
Fengu margfalt hærra tilboð en í fyrra Erlendir fjölmiðlar segja kaup breska einkaframtakssjóðsins 3i Group á fimmtungshlut í hollenska drykkjavöruframleiðandanum Refresco fyrir um 84 milljónir evra, fjórtán milljarða íslenskra króna, í fyrradag með umfangsmestu fjárfestingum eftir kreppuna. 29.3.2010 05:00
Sniðganga flest olíufélög í viku Félagið Samstaða ætlar í dag að draga nafn eins olíufélags úr potti og sniðganga síðan öll önnur olíufélög í eina viku. 29.3.2010 04:00
Færeyingar skráðir í Noregi Gengi hlutabréfa færeyska fiskeldisfélagsins Bakkafrosts endaði í 33,8 norskum krónum á hlut í norsku kauphöllinni á föstudag. Þetta var fyrsti viðskiptadagur með bréfin og hækkaði gengi þeirra um níu prósent frá útboði. 29.3.2010 04:00
Höfuðborg tölvuglæpa fundin Tölvurannsóknarfyrirtækið Symantech hefur fundið út að uppruni 30 prósent vírus-pósta sem eru sendir út um allan heim, og gerir tölvueigendum lífið óendanlega leitt, er sendur frá Kína. 28.3.2010 23:45
Euromoney: Forstjóri FME var veifiskati Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var veifiskati og óþarflega áhugasamur um að blanda geði við bankastjórnendur. Þetta kemur fram í grein í blaðinu Euromoney en þar er Jónas harðlega gagnrýndur fyrir að hafa verið klappstýra bankanna fremur en að sinna því eftirlitshlutverki sem honum var falið. 28.3.2010 19:15
Kvikmyndaframleiðandi kjölfestufjárfestir í DV Meðal þeirra sem fjárfestu í nýju DV er Lilja Skaftadóttir, sem er þekktust fyrir að hafa framleitt heimildarmynd Gunnars Sigurðssonar, Maybe i should have. 28.3.2010 15:30
Flugvalladeilan leyst í bili: „Við erum sátt þar til annað kemur í ljós“ Búið er að leysa deilu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Flugstoða í bili en Jón Viðar Matthíasson hótaði að loka Reykjavíkurflugvelli yrði ekki fjölgað í hópi slökkviliðsmanna á vellinum. 28.3.2010 15:56
Kínverjar kaupa Volvo Volvo verksmiðjurnar verða seldar kínverska framleiðandanum Geely Holding. Skrifað var undir samning þess efnis í dag, eftir því sem fram kemur í sænskum og kínverskum fjölmiðlum. 28.3.2010 14:05
Um 1.500 viðskiptavinir vildu verða andlit Iceland Um 1.500 viðskiptavinir Iceland lágvörukeðjunnar vildu verða andlit hennar út á við í nýrri auglýsingaherferð sem hefst síðar í ár. Búið er að velja 56 manns úr þessum hóp og í dag verður lokahópurinn valinn, að því er segir í frétt í Daily Star. 28.3.2010 14:00
Bono óheppinn með fjárfestingar sínar Allar líkur eru á að Bono, söngvari U2, muni tapi gífurlegum upphæðum á fjárfestingum sínum undanfarin ár. Í aðra hönd hagnaðist Bono vel á tónlist sinni en í hina tapaði hann þessum fjármunum jafnóðum á fjárfestingum sínum. 28.3.2010 12:00
Launahæsti bankamaður í Evrópu fær 2,4 milljarða króna á ári Forstjóri Credit Suisses, Brady Dougan, er hæst launaði bankamaður í Evrópu. Hann fær um það bil 2,4 milljarða íslenskra króna í laun á ári, fullyrðir breska blaðið Financial Times. 28.3.2010 07:00