Samkeppniseftirlitið segir einokun ríkja í mjólkuriðnaði 10. desember 2009 13:10 Samruni Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Mjólku er samkeppnishamlandi, en búvörulög koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða. Með samrunanum hefur myndast einokun í mjólkuriðnaði í skjóli búvörulaga.Í tilkynningu um málið sem Samkeppniseftirlitið birtir á heimasíðu sinni segir að í áliti til landbúnaðarráðherra í dag mælist Samkeppniseftirlitið til þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða til þess að örva samkeppni á íslenskum mjólkurmarkaði og takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda. Meðal annars verði lögfest heimild til uppskipta mjólkurafurðastöðva.Um 15-20% af neysluútgjöldum vegna matvæla hér á landi fara til kaupa á mjólk- og mjólkurvörum. Miklir neytendahagsmunir eru því fólgnir í virkri samkeppni á þessum markaði.Þann 18. september 2009 var tilkynnt um samruna KS og Mjólku. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að samruninn sé samkeppnishamlandi og andstæður markmiðum samkeppnislaga. Hins vegar skorti Samkeppniseftirlitið lagaheimild til að eyða samkeppnishömlum sem stafa af samrunanum vegna sérlagaákvæða í búvörulögum.Vegna breytinga á búvörulögum sem gerðar voru árið 2004 er afurðastöðvum í mjólkuriðnaði veitt heimild til þess að sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda. Einnig var veitt undanþága frá banni við samkeppnishamlandi samráði. Á grundvelli þessa varð gríðarleg samþjöppun á markaðinum og þessi lagaheimild hefur nú orðið til þess að engin samkeppni er lengur til staðar í mjólkuriðnaði, en fyrirtæki sem starfa þar velta tugum milljarða kr. á hverju ári.Frá árinu 2005 hefur Mjólka veitt stærri aðilum samkeppnislegt aðhald og starfsemi fyrirtækisins varð til þess að verð á mjólk til bænda hækkaði og verð til neytenda lækkaði. Við samrunann hverfur það aðhald og hefur nú skapast einokunarstaða á markaðnum. Starfandi fyrirtæki, Mjólkursamsalan og KS, geta ekki talist keppinautar enda eru á milli þeirra náin eigna-, stjórnunar- og samráðstengsl.Vegna alvarlegrar stöðu á þessum mikilvæga neytendamarkaði hefur Samkeppniseftirlitið í dag beint sérstöku áliti til landbúnaðarráðherra. Í álitinu er þeim tilmælum beint til landbúnaðarráðherra að hann grípi til tafalausra og nauðsynlegra aðgerða til þess að hægt verði að takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda sem stafa mun af umræddri einokun.Tilmæli Samkeppniseftirlitsins til landbúnaðarráðherra lúta að því að skoðaðar verði leiðir til þess að koma á samkeppni á þessu sviði, m.a. með því að sett verði í lög heimild til uppskipta á mjólkurafurðastöðvum og ryðja að sama skapi úr vegi samkeppnishindrunum sem nýir aðilar standa frammi fyrir þegar þeir freista þess að hefja starfsemi á þessu sviðið.Einnig er því beint til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér tafarlaust fyrir því að undanþága mjólkuriðnaðarins frá banni við samkeppnishamlandi samráði og samrunareglum samkeppnislaga verði felld úr gildi þannig að eðlilegar samkeppnisreglur gildi um þessi fyrirtæki eins og önnur íslensk fyrirtæki.Af gefnu tilefni er því einnig beint til ráðherra að hann beiti sér fyrir því að tryggt verði að jafnræðis sé gætt þegar unnið er við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla, þannig að allir hagsmunaaðilar á markaði hafi sama tækifæri til að koma að sjónarmiðum sínum. Á þessu hefur verið alvarlegur misbrestur.Í álitinu er einnig mælst til þess að viðeigandi hagsmunaaðilar, s.s. Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands, fylgist náið með verðþróun á mjólkurvörum, einkum þeim vörum sem áður töldust samkeppnisvörur, í því skyni að skapa aðhald. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Samruni Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Mjólku er samkeppnishamlandi, en búvörulög koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða. Með samrunanum hefur myndast einokun í mjólkuriðnaði í skjóli búvörulaga.Í tilkynningu um málið sem Samkeppniseftirlitið birtir á heimasíðu sinni segir að í áliti til landbúnaðarráðherra í dag mælist Samkeppniseftirlitið til þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða til þess að örva samkeppni á íslenskum mjólkurmarkaði og takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda. Meðal annars verði lögfest heimild til uppskipta mjólkurafurðastöðva.Um 15-20% af neysluútgjöldum vegna matvæla hér á landi fara til kaupa á mjólk- og mjólkurvörum. Miklir neytendahagsmunir eru því fólgnir í virkri samkeppni á þessum markaði.Þann 18. september 2009 var tilkynnt um samruna KS og Mjólku. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að samruninn sé samkeppnishamlandi og andstæður markmiðum samkeppnislaga. Hins vegar skorti Samkeppniseftirlitið lagaheimild til að eyða samkeppnishömlum sem stafa af samrunanum vegna sérlagaákvæða í búvörulögum.Vegna breytinga á búvörulögum sem gerðar voru árið 2004 er afurðastöðvum í mjólkuriðnaði veitt heimild til þess að sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda. Einnig var veitt undanþága frá banni við samkeppnishamlandi samráði. Á grundvelli þessa varð gríðarleg samþjöppun á markaðinum og þessi lagaheimild hefur nú orðið til þess að engin samkeppni er lengur til staðar í mjólkuriðnaði, en fyrirtæki sem starfa þar velta tugum milljarða kr. á hverju ári.Frá árinu 2005 hefur Mjólka veitt stærri aðilum samkeppnislegt aðhald og starfsemi fyrirtækisins varð til þess að verð á mjólk til bænda hækkaði og verð til neytenda lækkaði. Við samrunann hverfur það aðhald og hefur nú skapast einokunarstaða á markaðnum. Starfandi fyrirtæki, Mjólkursamsalan og KS, geta ekki talist keppinautar enda eru á milli þeirra náin eigna-, stjórnunar- og samráðstengsl.Vegna alvarlegrar stöðu á þessum mikilvæga neytendamarkaði hefur Samkeppniseftirlitið í dag beint sérstöku áliti til landbúnaðarráðherra. Í álitinu er þeim tilmælum beint til landbúnaðarráðherra að hann grípi til tafalausra og nauðsynlegra aðgerða til þess að hægt verði að takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda sem stafa mun af umræddri einokun.Tilmæli Samkeppniseftirlitsins til landbúnaðarráðherra lúta að því að skoðaðar verði leiðir til þess að koma á samkeppni á þessu sviði, m.a. með því að sett verði í lög heimild til uppskipta á mjólkurafurðastöðvum og ryðja að sama skapi úr vegi samkeppnishindrunum sem nýir aðilar standa frammi fyrir þegar þeir freista þess að hefja starfsemi á þessu sviðið.Einnig er því beint til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér tafarlaust fyrir því að undanþága mjólkuriðnaðarins frá banni við samkeppnishamlandi samráði og samrunareglum samkeppnislaga verði felld úr gildi þannig að eðlilegar samkeppnisreglur gildi um þessi fyrirtæki eins og önnur íslensk fyrirtæki.Af gefnu tilefni er því einnig beint til ráðherra að hann beiti sér fyrir því að tryggt verði að jafnræðis sé gætt þegar unnið er við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla, þannig að allir hagsmunaaðilar á markaði hafi sama tækifæri til að koma að sjónarmiðum sínum. Á þessu hefur verið alvarlegur misbrestur.Í álitinu er einnig mælst til þess að viðeigandi hagsmunaaðilar, s.s. Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands, fylgist náið með verðþróun á mjólkurvörum, einkum þeim vörum sem áður töldust samkeppnisvörur, í því skyni að skapa aðhald.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira