Samkeppniseftirlitið segir einokun ríkja í mjólkuriðnaði 10. desember 2009 13:10 Samruni Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Mjólku er samkeppnishamlandi, en búvörulög koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða. Með samrunanum hefur myndast einokun í mjólkuriðnaði í skjóli búvörulaga.Í tilkynningu um málið sem Samkeppniseftirlitið birtir á heimasíðu sinni segir að í áliti til landbúnaðarráðherra í dag mælist Samkeppniseftirlitið til þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða til þess að örva samkeppni á íslenskum mjólkurmarkaði og takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda. Meðal annars verði lögfest heimild til uppskipta mjólkurafurðastöðva.Um 15-20% af neysluútgjöldum vegna matvæla hér á landi fara til kaupa á mjólk- og mjólkurvörum. Miklir neytendahagsmunir eru því fólgnir í virkri samkeppni á þessum markaði.Þann 18. september 2009 var tilkynnt um samruna KS og Mjólku. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að samruninn sé samkeppnishamlandi og andstæður markmiðum samkeppnislaga. Hins vegar skorti Samkeppniseftirlitið lagaheimild til að eyða samkeppnishömlum sem stafa af samrunanum vegna sérlagaákvæða í búvörulögum.Vegna breytinga á búvörulögum sem gerðar voru árið 2004 er afurðastöðvum í mjólkuriðnaði veitt heimild til þess að sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda. Einnig var veitt undanþága frá banni við samkeppnishamlandi samráði. Á grundvelli þessa varð gríðarleg samþjöppun á markaðinum og þessi lagaheimild hefur nú orðið til þess að engin samkeppni er lengur til staðar í mjólkuriðnaði, en fyrirtæki sem starfa þar velta tugum milljarða kr. á hverju ári.Frá árinu 2005 hefur Mjólka veitt stærri aðilum samkeppnislegt aðhald og starfsemi fyrirtækisins varð til þess að verð á mjólk til bænda hækkaði og verð til neytenda lækkaði. Við samrunann hverfur það aðhald og hefur nú skapast einokunarstaða á markaðnum. Starfandi fyrirtæki, Mjólkursamsalan og KS, geta ekki talist keppinautar enda eru á milli þeirra náin eigna-, stjórnunar- og samráðstengsl.Vegna alvarlegrar stöðu á þessum mikilvæga neytendamarkaði hefur Samkeppniseftirlitið í dag beint sérstöku áliti til landbúnaðarráðherra. Í álitinu er þeim tilmælum beint til landbúnaðarráðherra að hann grípi til tafalausra og nauðsynlegra aðgerða til þess að hægt verði að takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda sem stafa mun af umræddri einokun.Tilmæli Samkeppniseftirlitsins til landbúnaðarráðherra lúta að því að skoðaðar verði leiðir til þess að koma á samkeppni á þessu sviði, m.a. með því að sett verði í lög heimild til uppskipta á mjólkurafurðastöðvum og ryðja að sama skapi úr vegi samkeppnishindrunum sem nýir aðilar standa frammi fyrir þegar þeir freista þess að hefja starfsemi á þessu sviðið.Einnig er því beint til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér tafarlaust fyrir því að undanþága mjólkuriðnaðarins frá banni við samkeppnishamlandi samráði og samrunareglum samkeppnislaga verði felld úr gildi þannig að eðlilegar samkeppnisreglur gildi um þessi fyrirtæki eins og önnur íslensk fyrirtæki.Af gefnu tilefni er því einnig beint til ráðherra að hann beiti sér fyrir því að tryggt verði að jafnræðis sé gætt þegar unnið er við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla, þannig að allir hagsmunaaðilar á markaði hafi sama tækifæri til að koma að sjónarmiðum sínum. Á þessu hefur verið alvarlegur misbrestur.Í álitinu er einnig mælst til þess að viðeigandi hagsmunaaðilar, s.s. Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands, fylgist náið með verðþróun á mjólkurvörum, einkum þeim vörum sem áður töldust samkeppnisvörur, í því skyni að skapa aðhald. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Samruni Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og Mjólku er samkeppnishamlandi, en búvörulög koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið geti gripið til aðgerða. Með samrunanum hefur myndast einokun í mjólkuriðnaði í skjóli búvörulaga.Í tilkynningu um málið sem Samkeppniseftirlitið birtir á heimasíðu sinni segir að í áliti til landbúnaðarráðherra í dag mælist Samkeppniseftirlitið til þess að gripið verði til tafarlausra aðgerða til þess að örva samkeppni á íslenskum mjólkurmarkaði og takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda. Meðal annars verði lögfest heimild til uppskipta mjólkurafurðastöðva.Um 15-20% af neysluútgjöldum vegna matvæla hér á landi fara til kaupa á mjólk- og mjólkurvörum. Miklir neytendahagsmunir eru því fólgnir í virkri samkeppni á þessum markaði.Þann 18. september 2009 var tilkynnt um samruna KS og Mjólku. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er komist að þeirri niðurstöðu að samruninn sé samkeppnishamlandi og andstæður markmiðum samkeppnislaga. Hins vegar skorti Samkeppniseftirlitið lagaheimild til að eyða samkeppnishömlum sem stafa af samrunanum vegna sérlagaákvæða í búvörulögum.Vegna breytinga á búvörulögum sem gerðar voru árið 2004 er afurðastöðvum í mjólkuriðnaði veitt heimild til þess að sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda. Einnig var veitt undanþága frá banni við samkeppnishamlandi samráði. Á grundvelli þessa varð gríðarleg samþjöppun á markaðinum og þessi lagaheimild hefur nú orðið til þess að engin samkeppni er lengur til staðar í mjólkuriðnaði, en fyrirtæki sem starfa þar velta tugum milljarða kr. á hverju ári.Frá árinu 2005 hefur Mjólka veitt stærri aðilum samkeppnislegt aðhald og starfsemi fyrirtækisins varð til þess að verð á mjólk til bænda hækkaði og verð til neytenda lækkaði. Við samrunann hverfur það aðhald og hefur nú skapast einokunarstaða á markaðnum. Starfandi fyrirtæki, Mjólkursamsalan og KS, geta ekki talist keppinautar enda eru á milli þeirra náin eigna-, stjórnunar- og samráðstengsl.Vegna alvarlegrar stöðu á þessum mikilvæga neytendamarkaði hefur Samkeppniseftirlitið í dag beint sérstöku áliti til landbúnaðarráðherra. Í álitinu er þeim tilmælum beint til landbúnaðarráðherra að hann grípi til tafalausra og nauðsynlegra aðgerða til þess að hægt verði að takmarka eins og unnt er skaða íslenskra neytenda og bænda sem stafa mun af umræddri einokun.Tilmæli Samkeppniseftirlitsins til landbúnaðarráðherra lúta að því að skoðaðar verði leiðir til þess að koma á samkeppni á þessu sviði, m.a. með því að sett verði í lög heimild til uppskipta á mjólkurafurðastöðvum og ryðja að sama skapi úr vegi samkeppnishindrunum sem nýir aðilar standa frammi fyrir þegar þeir freista þess að hefja starfsemi á þessu sviðið.Einnig er því beint til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér tafarlaust fyrir því að undanþága mjólkuriðnaðarins frá banni við samkeppnishamlandi samráði og samrunareglum samkeppnislaga verði felld úr gildi þannig að eðlilegar samkeppnisreglur gildi um þessi fyrirtæki eins og önnur íslensk fyrirtæki.Af gefnu tilefni er því einnig beint til ráðherra að hann beiti sér fyrir því að tryggt verði að jafnræðis sé gætt þegar unnið er við undirbúning lagafrumvarpa og stjórnvaldsfyrirmæla, þannig að allir hagsmunaaðilar á markaði hafi sama tækifæri til að koma að sjónarmiðum sínum. Á þessu hefur verið alvarlegur misbrestur.Í álitinu er einnig mælst til þess að viðeigandi hagsmunaaðilar, s.s. Neytendasamtökin og Alþýðusamband Íslands, fylgist náið með verðþróun á mjólkurvörum, einkum þeim vörum sem áður töldust samkeppnisvörur, í því skyni að skapa aðhald.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira