BayernLB vill gefa Austurríki banka í jólagjöf 11. desember 2009 13:47 Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að BayernLB hafi fest kaup á Hypo Group áður en fjármálakreppan skall á. Hypo var með umfangsmikla lánastarfsemi í austurhluta Evrópu og BayernLB vildi komast inn á þann markað. Eftir að kreppan skall á harnaði verulega á dalnum hjá Hypo Group enda urðu löndin í austurhluta Evrópu harkalega fyrir barðinu á henni. Hypo þurfti að afskrifa hvert lánið á fætur öðru og nú er svo komið að búið er að skutla bankanum inn á gjörgæsludeild. Fái bankinn ekki 1,5 miljarða evra í nýju fjármagni eru dagar hans taldir. Fjármálaráðherra Bæjaralands, Georg Fahrenschon, telur að Austurríkismenn eigi að hósta þessu fé upp gegn því að fá bankann aftur í sínar hendur. Austurríkismenn eru lítt hrifnir af þessum áformum og var haft eftir talsmanni austurríska fjármálaráðuneytisins í þýska blaðinu Handelsblatt að Þjóðverjar ættu bankann og gætu ekki bara gefið hann frá sér. Tilraunir Þjóðverjanna til að gefa Hypo Group frá sér þykja minna mikið á það spilavítisandrúmsloft sem ríkti í hinum opinbera hluta þýska bankakerfisins árin fyrir fjármálakreppuna, andrúmsloft sem færði marga opinbera þýska banka á brún gjaldþrota. Bankastjórar þeirra spiluðu fjárhættuspil með peninga skattborgara með fyrrgreindum afleiðingum. Nú er stund reikningsskilanna runnin upp. Lögreglu- og ákæruyfirvöld í Þýskalandi hafa ráðist til inngöngu í marga banka í húsleitir og handtökur. Mikil vinna er í gangi við að finna út hverjir bera ábyrgð á sukkinu og tapinu. Á meðan þessi vinna stendur yfir kasta austurrísk og bæverks yfirvöld Hypo Group á milli sín og bíða þess hvor verði svartipétur í því spili. Líklega endar reikningurinn á borði skattborgara í báðum löndum. Fjármálaráðherra Austurríkis hefur gefið í skyn að fjárstuðningur við Hypo Group sé í spilunum ef stjórn BayernLB viðurkenni ábyrgð sína á bankanum. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að BayernLB hafi fest kaup á Hypo Group áður en fjármálakreppan skall á. Hypo var með umfangsmikla lánastarfsemi í austurhluta Evrópu og BayernLB vildi komast inn á þann markað. Eftir að kreppan skall á harnaði verulega á dalnum hjá Hypo Group enda urðu löndin í austurhluta Evrópu harkalega fyrir barðinu á henni. Hypo þurfti að afskrifa hvert lánið á fætur öðru og nú er svo komið að búið er að skutla bankanum inn á gjörgæsludeild. Fái bankinn ekki 1,5 miljarða evra í nýju fjármagni eru dagar hans taldir. Fjármálaráðherra Bæjaralands, Georg Fahrenschon, telur að Austurríkismenn eigi að hósta þessu fé upp gegn því að fá bankann aftur í sínar hendur. Austurríkismenn eru lítt hrifnir af þessum áformum og var haft eftir talsmanni austurríska fjármálaráðuneytisins í þýska blaðinu Handelsblatt að Þjóðverjar ættu bankann og gætu ekki bara gefið hann frá sér. Tilraunir Þjóðverjanna til að gefa Hypo Group frá sér þykja minna mikið á það spilavítisandrúmsloft sem ríkti í hinum opinbera hluta þýska bankakerfisins árin fyrir fjármálakreppuna, andrúmsloft sem færði marga opinbera þýska banka á brún gjaldþrota. Bankastjórar þeirra spiluðu fjárhættuspil með peninga skattborgara með fyrrgreindum afleiðingum. Nú er stund reikningsskilanna runnin upp. Lögreglu- og ákæruyfirvöld í Þýskalandi hafa ráðist til inngöngu í marga banka í húsleitir og handtökur. Mikil vinna er í gangi við að finna út hverjir bera ábyrgð á sukkinu og tapinu. Á meðan þessi vinna stendur yfir kasta austurrísk og bæverks yfirvöld Hypo Group á milli sín og bíða þess hvor verði svartipétur í því spili. Líklega endar reikningurinn á borði skattborgara í báðum löndum. Fjármálaráðherra Austurríkis hefur gefið í skyn að fjárstuðningur við Hypo Group sé í spilunum ef stjórn BayernLB viðurkenni ábyrgð sína á bankanum.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira