Viðskipti innlent

Már: Forsendur fyrir áframhaldandi vaxtalækkunum

Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að forsendur séu fyrir áframhaldandi vaxtalækkunum. Eins og kunnugt er lækkaði peningastefnunefnd Seðlabankans stýrivexti sína um eitt prósentustig í morgun sem var töluvert meir en sérfræðingar höfðu spáð.

Fram kom í máli Más Guðmundsson seðlabankastjóra á fundi um vaxtaákvörðun bankans sem nú stendur yfir að grundvöllurinn fyrir stýrivaxtalækkuninni nú væri stöðugt gengi krónunnar og lækkandi verðbólga.

Már bendir á að gengi krónunnar hafi haldist stöðugt frá síðustu árkvörðun peningastefnuinefndar í byrjun nóvember þrátt fyrir engin inngrip af hálfu Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði frá þeim tíma. Þá taldi Már að gjaldeyrishöftin virkuðu betur nú en áður.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×