Viðskipti innlent

Sexföldun á búferlaflutningi Íslendinga til Noregs

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Noregs hafa búferlaflutningar Íslendinga til Noregs sexfaldast í ár. Í umfjöllun vefsíðunnar e24.no segir að kreppan á Íslandi hefur valdið því að Íslendingar flytja til annarra landa í miklum mæli.

Það sem af er árinu hafa 1.300 Íslendingar fluttst til Noregs eða um 0,4% þjóðarinnar. Norska hagstofan líkir þessu við að 19.000 Norðmenn hefðu flutt til Þýskalands á sama tímabili.

Á móti kemur að Pólverjar flytja nú frá Noregi í miklum mæli eftir að byggingaiðnaðurinn þar fór í mikla niðursveiflu. Hefur innfluttum Pólverjum til Noregs fækkað um 40% milli fyrstu níu mánaða ársins í fyrra og í ár. Alls fluttu 7.200 Pólverjar til Noregs en 4.100 fluttu hinn veginn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×