OECD: Kreppan dýpri og langvarandi hérlendis 19. nóvember 2009 12:03 Kreppan hér á landi verður bæði dýpri og meira langvarandi en að meðaltali í aðildarríkjum OECD samkvæmt spá stofnunarinnar. Verður samdrátturinn að meðaltali 3,5% í ár í aðildarríkjum OECD á þessu ári.Greining Íslandsbanka fjallar um nýja skýrslu OECD í Morgunkorni sínu. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáir því að samdráttur landsframleiðslu verði í ár 7,0% hér á landi og 2,1% til viðbótar á næsta ári en stofnunin birti hagspá sína fyrir aðildarríki sín í morgun.Reiknar stofnunin með því að íslenska hagkerfið taki ágætlega við sér á árinu 2011 og spáir þá 2,5% hagsvexti á grundvelli þess að fjármálaleg skilyrði leita í eðlilegra horf og fjárfestinga í orkufrekum iðnaði.Mörg önnur aðildarríki OECD eru þegar farin að sýna bata og spáir stofnunin því að hagvöxtur verði þar 1,9% á næsta ári á meðan íslenska hagkerfið er enn að dragast saman. Spáir stofnunin síðan 2,6% hagvexti á árinu 2011 í aðildarríkjum sínum að meðaltali sem er viðlíka hagvöxtur og stofnunin spáir að verði hér á því ári.Það er svo sem ekkert nýtt að hagsveiflurnar í íslensku efnahagslífi séu meiri en í meðaltali OECD ríkjanna. Verandi lítið sérhæft hagkerfi mun þetta sennilega alltaf verða raunin. Hitt er hins vegar einnig staðreynd að litið til lengri tíma hefur íslenska hagkerfið vaxið hraðar en OECD ríkin að meðaltali.Þannig er meðalhagvöxtur tímabilsins 2004 til 2011 samkvæmt spá OECD hér á landi 2,5% en 1,7% í OECD ríkjunum að meðaltali og það þrátt fyrir að Ísland hafi orðið talsvert verr úti í þeirri fjármálakreppu sem heimurinn hefur allur þurft að takast á við undanfarin misseri.Það hefur hjálpað íslenska hagkerfinu hvað útflutningsatvinnuvegirnir hafa verið lítt snertir af fjármálakreppunni. Á meðan heimsviðskipti hafa í ár dregist saman um 12,5% í magni samkvæmt spá OECD hefur útflutningur vöru- og þjónustu héðan aukist um 0,8%. Afli íslenskra skipa fer ekki eftir því hvort heimsbúskapurinn sé í samdrætti eða ekki og framleiðsla stóriðju er nokkuð föst til skemmri tíma a.m.k.Þessu væri á annan hátt farið ef Ísland væri t.d. sérhæft í framleiðslu vöru á borð við bifreiðar eða raftæki líkt og Þýskaland og Japan. Í samdrættinum undanfarið á heimsvísu eru það kaup á þessum hlutum sem neytendur hafa sparað við sig.Íslenskra hagkerfið hefur þannig flutt út hluta af samdrætti sínum í neyslu og fjárfestingu til annarra hagkerfa. Lágt raungengi hefur síðan hjálpað ferðaþjónustunni hér á landi á tímabili þegar greinin hefur þurft að glíma við samdrátt á heimsvísu. Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Kreppan hér á landi verður bæði dýpri og meira langvarandi en að meðaltali í aðildarríkjum OECD samkvæmt spá stofnunarinnar. Verður samdrátturinn að meðaltali 3,5% í ár í aðildarríkjum OECD á þessu ári.Greining Íslandsbanka fjallar um nýja skýrslu OECD í Morgunkorni sínu. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáir því að samdráttur landsframleiðslu verði í ár 7,0% hér á landi og 2,1% til viðbótar á næsta ári en stofnunin birti hagspá sína fyrir aðildarríki sín í morgun.Reiknar stofnunin með því að íslenska hagkerfið taki ágætlega við sér á árinu 2011 og spáir þá 2,5% hagsvexti á grundvelli þess að fjármálaleg skilyrði leita í eðlilegra horf og fjárfestinga í orkufrekum iðnaði.Mörg önnur aðildarríki OECD eru þegar farin að sýna bata og spáir stofnunin því að hagvöxtur verði þar 1,9% á næsta ári á meðan íslenska hagkerfið er enn að dragast saman. Spáir stofnunin síðan 2,6% hagvexti á árinu 2011 í aðildarríkjum sínum að meðaltali sem er viðlíka hagvöxtur og stofnunin spáir að verði hér á því ári.Það er svo sem ekkert nýtt að hagsveiflurnar í íslensku efnahagslífi séu meiri en í meðaltali OECD ríkjanna. Verandi lítið sérhæft hagkerfi mun þetta sennilega alltaf verða raunin. Hitt er hins vegar einnig staðreynd að litið til lengri tíma hefur íslenska hagkerfið vaxið hraðar en OECD ríkin að meðaltali.Þannig er meðalhagvöxtur tímabilsins 2004 til 2011 samkvæmt spá OECD hér á landi 2,5% en 1,7% í OECD ríkjunum að meðaltali og það þrátt fyrir að Ísland hafi orðið talsvert verr úti í þeirri fjármálakreppu sem heimurinn hefur allur þurft að takast á við undanfarin misseri.Það hefur hjálpað íslenska hagkerfinu hvað útflutningsatvinnuvegirnir hafa verið lítt snertir af fjármálakreppunni. Á meðan heimsviðskipti hafa í ár dregist saman um 12,5% í magni samkvæmt spá OECD hefur útflutningur vöru- og þjónustu héðan aukist um 0,8%. Afli íslenskra skipa fer ekki eftir því hvort heimsbúskapurinn sé í samdrætti eða ekki og framleiðsla stóriðju er nokkuð föst til skemmri tíma a.m.k.Þessu væri á annan hátt farið ef Ísland væri t.d. sérhæft í framleiðslu vöru á borð við bifreiðar eða raftæki líkt og Þýskaland og Japan. Í samdrættinum undanfarið á heimsvísu eru það kaup á þessum hlutum sem neytendur hafa sparað við sig.Íslenskra hagkerfið hefur þannig flutt út hluta af samdrætti sínum í neyslu og fjárfestingu til annarra hagkerfa. Lágt raungengi hefur síðan hjálpað ferðaþjónustunni hér á landi á tímabili þegar greinin hefur þurft að glíma við samdrátt á heimsvísu.
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent