Leynibónusar til Ikea-toppa og hagnaðurinn til skattaparadísa 19. nóvember 2009 11:13 Ikea sendir árlega hundruð milljarða kr. af hagnaði sínum inn á reikninga og í félög í skattaparadísum eins og Bresku Jómfrúreyjunum. Samtímis fá forstjórar Ikea leynilega bónusa svo þeir haldi kjafti um þessa fjármagnsflutninga.Þetta kemur fram í grein í sænska blaðinu Veckans Affärer sem byggir upplýsingar sínar á ónefndum háttsettum starfsmanni Ikea og á bókinni „Sandheden on Ikea" sem nýlega kom út. Bókin er skrifuð af Johan Stenebo fyrrum persónulegum aðstoðarmanni Ingvar Kamprads stofnenda Ikea.Í greininni er fjallað um hvernig hagnaði af rekstri Ikea er komið í lóg með leynilegum hætti en þar sem Ikea er fjölskyldufyrirtæki ber því engin skylda til að upplýsa um rekstur sinn.Fram kemur að í jólaræðu til starfsfólksins mun Kamprads hafa greint frá rekstrinum þannig að hægt var að reikna út að hagnaður af Ikea árið 2005 hafi numið 25 milljörðum sænskra kr. eða um 450 milljarða kr.Í bók Stenebo segir að Ikea fái 100 kr. í hagnað af hverjum 1.000 kr. sem fyrirtækið velti. Reikna má út að heildarvelta Ikea í fyrra hafi numið 3.800 milljörðum kr. Þar með hafi hagnaðurinn numið 380 milljörðum kr. sem sendar voru til Bresku Jómfrúareyja.Heimildarmaður Veckans Affärer segir að 5-6 æðstu yfirmenn Ikea fái leynilega bónusa greidda inn á reikninga sem þeir eigi á Bresku Jómfrúareyjum og komist þannig hjá því að borga skatta af þessum bónusum. Heimildarmaðurinn kveðst hafa setið fjölda funda með yfirmönnunum þar sem gengið var frá þessum yfirfærslum sem og yfirfærslum á hagnaði Ikea í erlend skattaskjól.Blaðið Smålandsposten ræddi um málið við Mikael Ohlsson nýráðinn forstjóra Ikea sem neitar því að hann fái annað greitt frá Ikea en umsamin laun sín. „Ég fæ enga bónusa," segir Ohlsson við Smålandsposten.Ikea-fjölskyldan á stærsta einkasjóð heimsins en hann er skráður til heimilis í Hollandi. Sjóðurinn ber heitið Stiching Ingka Foundation og er regnhlífarsjóður fyrir fjölda annrra sjóða í eigu fjölskyldunnar. Tímaritið The Econmist fjallaði um sjóðinn árið 2006 og áætlaði að eignir hans þá næmu 36 milljörðum dollara eða um 4.400 milljörðum kr. The Economist taldi að sjóðurinn væri notaður til að komast hjá sköttum af hagnaðinum af Ikea og til að verja Ikea gegn óvinveittum yfirtökum annarra fjárfesta. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ikea sendir árlega hundruð milljarða kr. af hagnaði sínum inn á reikninga og í félög í skattaparadísum eins og Bresku Jómfrúreyjunum. Samtímis fá forstjórar Ikea leynilega bónusa svo þeir haldi kjafti um þessa fjármagnsflutninga.Þetta kemur fram í grein í sænska blaðinu Veckans Affärer sem byggir upplýsingar sínar á ónefndum háttsettum starfsmanni Ikea og á bókinni „Sandheden on Ikea" sem nýlega kom út. Bókin er skrifuð af Johan Stenebo fyrrum persónulegum aðstoðarmanni Ingvar Kamprads stofnenda Ikea.Í greininni er fjallað um hvernig hagnaði af rekstri Ikea er komið í lóg með leynilegum hætti en þar sem Ikea er fjölskyldufyrirtæki ber því engin skylda til að upplýsa um rekstur sinn.Fram kemur að í jólaræðu til starfsfólksins mun Kamprads hafa greint frá rekstrinum þannig að hægt var að reikna út að hagnaður af Ikea árið 2005 hafi numið 25 milljörðum sænskra kr. eða um 450 milljarða kr.Í bók Stenebo segir að Ikea fái 100 kr. í hagnað af hverjum 1.000 kr. sem fyrirtækið velti. Reikna má út að heildarvelta Ikea í fyrra hafi numið 3.800 milljörðum kr. Þar með hafi hagnaðurinn numið 380 milljörðum kr. sem sendar voru til Bresku Jómfrúareyja.Heimildarmaður Veckans Affärer segir að 5-6 æðstu yfirmenn Ikea fái leynilega bónusa greidda inn á reikninga sem þeir eigi á Bresku Jómfrúareyjum og komist þannig hjá því að borga skatta af þessum bónusum. Heimildarmaðurinn kveðst hafa setið fjölda funda með yfirmönnunum þar sem gengið var frá þessum yfirfærslum sem og yfirfærslum á hagnaði Ikea í erlend skattaskjól.Blaðið Smålandsposten ræddi um málið við Mikael Ohlsson nýráðinn forstjóra Ikea sem neitar því að hann fái annað greitt frá Ikea en umsamin laun sín. „Ég fæ enga bónusa," segir Ohlsson við Smålandsposten.Ikea-fjölskyldan á stærsta einkasjóð heimsins en hann er skráður til heimilis í Hollandi. Sjóðurinn ber heitið Stiching Ingka Foundation og er regnhlífarsjóður fyrir fjölda annrra sjóða í eigu fjölskyldunnar. Tímaritið The Econmist fjallaði um sjóðinn árið 2006 og áætlaði að eignir hans þá næmu 36 milljörðum dollara eða um 4.400 milljörðum kr. The Economist taldi að sjóðurinn væri notaður til að komast hjá sköttum af hagnaðinum af Ikea og til að verja Ikea gegn óvinveittum yfirtökum annarra fjárfesta.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira