Fleiri fréttir

Steypustöðin í opið söluferli

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að annast ráðgjöf og formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á Steypustöðinni ehf., sem er í dag að fullu í eigu dótturfélags Íslandsbanka hf.

Samtök ferðaþjónustunnar ósátt með skattahækkanir

Ferðaþjónustufyrirtækin hafa fyrir löngu gert samninga um verð fyrir árið 2010. Þess vegna er ótækt að hækka skatta á þau fyrirvaralaust, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar í dag verða alsverðar hækkanir á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu.

Móðurfélag Norðuráls hækkaði um 4,36%

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 4,36% í Kauphöllinni í dag. Össur hækkaði um 0,37% og Marel hækkaði um 0,15%. Ekkert félag lækkaði. Viðskipti með Century Aluminum Company námu reyndar einungis um 332 þúsund krónum. Krónan stóð í stað.

Virðisaukaskattur hækkar um 8 milljarða

Í skattatillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að virðisaukaskatturinn muni gefa af sér 8 milljarða kr. tekjur aukalega. Þessu á að ná með hækkun hlutfalla, flutningi milli skattþrepa eða breikkun á skattstofni.

Orku- og auðlindaskattar eiga að skila 5,6 milljörðum

Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum eiga orku-auðlinda- og umhverfisskattar að skila ríkissjóði tekjum upp á 5,6 milljarða kr. Þetta kom fram á fundi þeirra Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem nú stendur yfir.

Nýja Kaupþing lokar þremur útibúum á landsbyggðinni

Nýi Kaupþing banki hefur ákveðið að loka þremur útibúum á landsbyggðinni og sameina þau öðrum. Þetta eru útibúin á Akranesi sem sameinað verður Mosfellsútibúi, í Reykjanesbæ sem sameinað verður Hafnarfirði og á Hofsósi sem sameinað verður Sauðárkróksútibúinu.

Þórólfur Árnason hættur hjá Skýrr

Þórólfur Árnason lét af störfum sem forstjóri Skýrr um leið og tilkynnt var um sameiningu Skýrr, Eskils, Landsteina Strengur og Kögunnar í hádeginu í dag.

Skýrr, Eskill, LS og Kögun sameinast í eitt fyrirtæki

Eskill, Kögun, Landsteinar Strengur (LS), Kögun og Skýrr hafa verið sameinuð í eitt fyrirtæki, sem mun starfa undir nafni þess síðastnefnda. Gestur G. Gestsson hefur verið ráðinn forstjóri sameinaðs fyrirtækis.

Fréttin um West Ham er bull, ekkert tilboð borist

Frétt breska blaðsins The Sun í morgun um tilboð David Sullivan í enska úrvalsdeildarliðið West Ham er bull og enn hefur ekkert formlegt tilboð borist í félagið að sögn Georg Andersen forstöðumanns samskiptasviðs Straums.

Bankastjórar á neyðarfundi heima hjá Davíð Oddssyni

Sunnudagskvöldið 26. mars árið 2006 var haldinn neyðarfundur á heimili Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra með bankastjórum stóru bankanna þriggja að beiðni þeirra sjálfra, vegna ískyggilegrar stöðu íslensku bankanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Styrmis Gunnarssonar, Umsátrið - Fall Íslands og endurreisn.

Fiskmjölverksmiðja HB Granda í gang eftir langt hlé

Í morgun hófst vinna í fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi að nýju eftir langt hlé er farið var að vinna úr afla sem Faxi RE kom með til Akraness um miðnætti sl. Afli skipsins er um 1.400 til 1.500 tonn af síld sem veiddist í Breiðafirði. Von er á meiri síldarafla til Akraness á næstunni.

KPMG endurskipuleggur rekstur Ingvars Helgasonar

Að ráðgjöf Íslandsbanka hefur endurskoðunarfyrirtækið KPMG verið fengið til að endurskipuleggja rekstur Ingvars Helgasonar, sem flytur m.a inn Nissan bifreiðarnar, en bankinn er helsti lánveitandi félagsins.

Kostnaður vegna skilanefndar Landsbankans nam 117 milljónum

Kostnaður Fjármálaeftirlitsins vegna skilanefndar Landsbankans frá bankahruni og fram til loka apríl nemur 117 milljónum króna. Við bankahrunið skipaði Fjármálaeftirlitið skilanefndir sem tóku yfir rekstur bankanna þriggja, Kaupþings, Glitnis og Landsbankans.

Hægir á samdrættinum í innlendri veltu

Innlend velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum var 8% minni að raunvirði á tímabilinu júlí til ágúst síðastliðinn samanborið við sama tímabil í fyrra. Að nafnvirði var samdrátturinn tæplega 1%. Heldur er að draga úr samdrættinum í hagkerfinu á þennan mælikvarða en til samanburðar mældist hann 16% að raunvirði og 7% að nafnvirði á tímabilinu maí til júní samanborið við sama tímabil í fyrra.

Danska ríkisútvarpið segir upp 40 stjórnendum

Danska ríkisútvarpið (DR) hefur ákveðið að segja upp 40 manns sem gegna stjórnunarstöðum innan stofnunarinnar. Er þetta liður í hagræðingu og endurskipulagningu DR sem staðið hefur um nokkurt skeið.

Karlar ráða lögum og lofum í atvinnulífinu á Norðurlöndum

Aukin áhersla á jafnrétti og þrýstingur frá kvennahreyfingunni hafa ráðið úrslitum um að konum hefur fjölgað í stjórnmálum á Norðurlöndum undanfarin 15 ár. Í atvinnulífinu ráða karlar þó lögum og lofum enn sem fyrr. Þetta kemur fram í viðamiklu norrænu rannsóknaverkefni um kyn og völd í stjórnmálum og atvinnulífi.

Glitnir í Noregi fjármagnaði kaup á hlutum í klámfyrirtæki

Glitnir Securities, verðbréfamiðlun Glitnis í Noregi, fjármagnaði kaup viðskiptavina sinna á hlutabréfum í klámfyrirtækinu Private Media House. Mikið tap er af þessum kaupum og situr verðbréfamiðlunin RS Platou Markets uppi með það tap en Platou festi kaup á Glitnir Securities eftir bankahrunið í fyrra.

Álverðið fór í 2.037 dollara á tonnið í morgun

Heimsmarkaðsverð á áli fór í 2.037 dollara á tonnið á markaðinum í London í morgun m.v. þriggja mánaða framvirka samninga og hefur verðið ekki verið hærra í ár. Það hefur tvisvar áður farið yfir 2.000 dollara í ár, í síðasta mánuði og í sumar.

Saga Investments borgar 1,7 milljarð fyrir deCODE

Saga Investments mun borga a.m.k. 14 milljónir dollara, eða um 1,7 milljarð kr., fyrir deCODE. Þar að auki mun Saga Investments láta deCODE í té hlutabréf í B-flokki (junior stock) að upphæð 7,2 milljónir dollara eða tæplega 900 milljónir kr.

Eik varar við gjaldþroti félagsins

Eik fasteignafélag hf. hefur varað við gjaldþroti félagsins eftir að Nýja Kaupþing synjaði félaginu um skilamálabreyingu á lánum sínum til Eikar. „Í ljósi stöðunnar munu forsvarsmenn fyrirtækisins leita leiða, í samráði við eigendur félagsins, til þess að reyna að koma í veg það tjón sem kann að myndast hjá óveðtryggðum kröfuhöfum fari félagið í þrot," segir í tilkynningu til kauphallarinnar.

Skuldabréfaveltan nam 9,24 milljörðum

Velta á skuldabréfamarkaði í dag nam 9,24 milljörðum króna. Þar af nam velta með íbúðabréf 3,5 milljörðum og velta með óverðtryggð ríkisskuldabréf nam 5,75 milljörðum.

Geysir Green Energy eignast meirihluta í HS Orku

Geysir Green Energy (Geysir), Reykjanesbær og kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy Corporation (Magma) hafa lokið viðskiptum vegna kaupa Geysis á 34% hlut í HS Orku af Reykjanesbæ. Ennfremur kaupir Magma 8,6% hlut í HS Orku af Geysi.

Tíu fyrrum toppar Landsbankans vilja 2 milljarða

Tíu hæstu kröfur fyrrverandi starfsmanna Landsbankans nema rúmlega tveimur milljörðum króna. Hæstu kröfuna á Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar, en hann fer fram á rúmar 490 milljónir króna.

Kröfulisti Landsbankans: Deutsche Bank með 403 milljarða

Stærsti einstaki kröfuhafinn í þrotabú Landsbankans, að Icesave frátöldu, er þýski stórbankinn Deutsche Bank. Samtals gerir Deutsche Bank og dótturfélög hans kröfur upp á 403 milljarða kr. í búið samkvæmt kröfuhafalista bankans.

Kröfulisti Landsbankans: Glitnir með 90 milljarða kröfu

Glitnir gerir kröfur upp á rúmlega 90 milljarða kr. í þrotabú Landsbankans. Þetta kemur fram í kröfulista Landsbankans. Raunar gera flestar lánastofnanir sem og opinberar stofnanir háar kröfur í þrotabúið.

Kröfulisti Landsbankans: Heildarkröfur rúmir 6.000 milljarðar

Lýstar kröfur í þrotabú Landsbankans nema 6.459 milljörðum króna. Af heildarkröfum nema samþykktar forgangskröfur 1.273 milljörðum. Heildarforgangskröfur nema 2.857 milljörðum, en ekki er enn búið að taka afstöðu til allra launakrafna.

Hagur HS Orku vænkast

Hagnaður HS Orku á fyrstu níu mánuðum ársins var rúmlega 2,2 milljarðar króna. Til samanburðar tapaði fyrirtækið 11,7 milljörðum á síðasta ári.

Kári áfram stjórnarformaður ÍE, nýr forstjóri ráðinn

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), segir að kaup Saga Investments á fyrirtækinu eigi að tryggja fé til rekstrar ÍE næstu tvö árin. Kári verður sjálfur áfram í forystuhlutverki hjá ÍE sem starfandi stjórnarformaður, en líklega verður nýr forstjóri ráðinn til félagsins.

AGS gerir mynd um Ísland

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur látið gera myndband um áætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda. Í myndinni er rætt við Mark Flanagan, yfirmann sendinefndar AGS gagnvart Íslandi.

Greining: Spáir því að ársverðbólgan lækki í 8,5%

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,6% í nóvember. Gangi spáin eftir mun verðbólgan lækka úr 9,7% í 8,5%, en svo lítil hefur verðbólgan ekki verið síðan í febrúar 2008.

Hættur hjá Kaupþingi

Regin Freyr Mogensen sem starfað hefur á lögfræðisviði Kaupþings er hættur störfum. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Regin hefur einnig setið í stjörn 1998 ehf., móðurfélags Haga fyrir hönd bankans.

Sjá næstu 50 fréttir