Nýir skattar hækka höfuðstól íbúðalána um 15-16 milljarða 19. nóvember 2009 12:11 Skattabreytingarnar sem kynntar hafa verið munu leiða til 15-16 milljarða kr. hækkunar á höfuðstól íbúðalána landsmanna á komandi mánuðum. Þegar frá líður mun hækkun á beinum og óbeinum sköttum þó verða til þess að minnka verðbólguþrýsting vegna neikvæðra áhrifa á innlenda eftirspurn.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem rætt er um áhrif hærri skatta á vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð íbúðalán. Greiningin segir að þær skattabreytingar sem ríkisstjórnin kynnti í gær munu að mati greiningarinnar leiða til u.þ.b. 1,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs á fyrsta fjórðungi næsta árs.Í grófum dráttum er skipting þessara áhrifa þannig að hækkun virðisaukaskatts er líkleg til að valda 0,9% hækkun á vísitölu neysluverðs en hækkun vörugjalda og orku-, auðlinda og umhverfisskattar munu beint og óbeint leiða til 0,4% hækkunar vísitölunnar.Þrátt fyrir umfangsmiklar skattahækkanir um næstu áramót verða skatttekjur ríkissjóðs í hlutfalli við landsframleiðslu með því lægsta sem verið hefur undanfarin ár. Kemur þar meðal annars til hrun ýmissa skattstofna sem gefið hafa drjúgar tekjur síðustu ár, og má þar nefna tekjuskatta lögaðila og vörugjald af ökutækjum.Skatttekjur ríkissjóðs stefna í að nema 24% af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Þetta hlutfall náði hins vegar hámarki í 31% árin 2005 og 2006. Í þessari þróun endurspeglast sú sveiflujöfnun sem innbyggð er í opinber fjármál, þar sem skatttekjur minnka að öðru óbreyttu þegar í harðbakkann slær á meðan útgjöld aukast, til dæmis vegna aukins atvinnuleysis.Hins vegar hlýtur að teljast bagalegt að þróun helstu skatthlutfalla hafi verið á þann veg að lækka í góðærinu og hækka svo að nýju í kreppunni. Á þann hátt hafa opinber fjármál heldur magnað hagsveifluna en hitt.Greining segir ennfremur að ljóst sé að flækjustig skattkerfisins eykst verulega á komandi ári, og er það viðsnúningur frá þeirri þróun í átt til einfaldara og gegnsærra skattkerfis sem einkennt hefur undanfarin ár.Flóknara skattkerfi fylgir aukin sóun, því umsýsla þess krefst vinnuframlags sem ella væri varið í aðra starfsemi, en umsýsla með skatta er í eðli sínu aðeins tilfærsla á fjármunum. Þá er ónefnd sú vinna og fjármunir sem kostað verður til þess að lágmarka skattgreiðslur einstaklinga og fyrirtækja, svo ekki sé minnst á aukinn hvata til undanskota sem felst í stighækkandi tekjuskattkerfi og flóknara álagningarkerfi óbeinna skatta.Einnig má nefna þau vinnuletjandi áhrif, og minni hvata til framhaldsmenntunar, sem felst í fjölþrepa skattkerfi. Hærri prósenta fjármagnstekjuskatts dregur einnig úr sparnaðarhneigð í hagkerfinu, sem raunar kann að draga úr samdrætti einkaneyslu til skemmri tíma en getur, þegar til lengdar lætur, reynst dragbítur á innlenda fjárfestingu, og þar með hagvöxt. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Skattabreytingarnar sem kynntar hafa verið munu leiða til 15-16 milljarða kr. hækkunar á höfuðstól íbúðalána landsmanna á komandi mánuðum. Þegar frá líður mun hækkun á beinum og óbeinum sköttum þó verða til þess að minnka verðbólguþrýsting vegna neikvæðra áhrifa á innlenda eftirspurn.Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem rætt er um áhrif hærri skatta á vísitölu neysluverðs og þar með verðtryggð íbúðalán. Greiningin segir að þær skattabreytingar sem ríkisstjórnin kynnti í gær munu að mati greiningarinnar leiða til u.þ.b. 1,3% hækkunar á vísitölu neysluverðs á fyrsta fjórðungi næsta árs.Í grófum dráttum er skipting þessara áhrifa þannig að hækkun virðisaukaskatts er líkleg til að valda 0,9% hækkun á vísitölu neysluverðs en hækkun vörugjalda og orku-, auðlinda og umhverfisskattar munu beint og óbeint leiða til 0,4% hækkunar vísitölunnar.Þrátt fyrir umfangsmiklar skattahækkanir um næstu áramót verða skatttekjur ríkissjóðs í hlutfalli við landsframleiðslu með því lægsta sem verið hefur undanfarin ár. Kemur þar meðal annars til hrun ýmissa skattstofna sem gefið hafa drjúgar tekjur síðustu ár, og má þar nefna tekjuskatta lögaðila og vörugjald af ökutækjum.Skatttekjur ríkissjóðs stefna í að nema 24% af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Þetta hlutfall náði hins vegar hámarki í 31% árin 2005 og 2006. Í þessari þróun endurspeglast sú sveiflujöfnun sem innbyggð er í opinber fjármál, þar sem skatttekjur minnka að öðru óbreyttu þegar í harðbakkann slær á meðan útgjöld aukast, til dæmis vegna aukins atvinnuleysis.Hins vegar hlýtur að teljast bagalegt að þróun helstu skatthlutfalla hafi verið á þann veg að lækka í góðærinu og hækka svo að nýju í kreppunni. Á þann hátt hafa opinber fjármál heldur magnað hagsveifluna en hitt.Greining segir ennfremur að ljóst sé að flækjustig skattkerfisins eykst verulega á komandi ári, og er það viðsnúningur frá þeirri þróun í átt til einfaldara og gegnsærra skattkerfis sem einkennt hefur undanfarin ár.Flóknara skattkerfi fylgir aukin sóun, því umsýsla þess krefst vinnuframlags sem ella væri varið í aðra starfsemi, en umsýsla með skatta er í eðli sínu aðeins tilfærsla á fjármunum. Þá er ónefnd sú vinna og fjármunir sem kostað verður til þess að lágmarka skattgreiðslur einstaklinga og fyrirtækja, svo ekki sé minnst á aukinn hvata til undanskota sem felst í stighækkandi tekjuskattkerfi og flóknara álagningarkerfi óbeinna skatta.Einnig má nefna þau vinnuletjandi áhrif, og minni hvata til framhaldsmenntunar, sem felst í fjölþrepa skattkerfi. Hærri prósenta fjármagnstekjuskatts dregur einnig úr sparnaðarhneigð í hagkerfinu, sem raunar kann að draga úr samdrætti einkaneyslu til skemmri tíma en getur, þegar til lengdar lætur, reynst dragbítur á innlenda fjárfestingu, og þar með hagvöxt.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira