Fleiri fréttir

Skuldtryggingarálagið á svipuðum slóðum og fyrir hrun

Skuldatryggingarálagið á ríkissjóði er nú á svipuðum slóðum og það var fyrir hrun íslensku viðskiptabankanna í október í fyrra. Skuldatryggingarálag ríkisins var að meðaltali 1.017 punktar í október í fyrra og 328 punktar í september sama ár. Það sem af er nóvember hefur álagið aftur á móti verið að meðaltali 348 punktar.

Íslensk erfðagreining seld til Saga Investments

deCODE hefur undirritað samning við bandaríska félagið Saga Investments LLC um kaup á Íslenskri erfðagreiningu ehf. og allri starfsemi þess. Saga Investments er fjárfestingarfélag í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners, sem eru þekktir fjárfestar í Bandaríkjunum á sviði líftækni.

DeCode fer fram á gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum

DeCode Genetics hefur sótt um greiðslustöðvun eða gjaldþrotsvernd fyrir dómstóli í Delaware í Bandaríkjunum. DeCode Genetics er móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Umsóknin var lögð fram seint í gær að því er fréttastofa Reuters greinir frá og í henni kemur fram að heildareignir fyrirtækisins í lok júní hafi numið um 70 milljónum bandaríkjadala eða 7,4 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma námu heildarskuldir félagsins 313 milljónum dollara eða tæpum 39 milljörðum íslenskra króna.

Forstjórinn ekki uggandi

Framkvæmdastjórar og aðrir yfirmenn N1 hafa síðustu daga innleyst afkomutengd laun sem þeir eiga hjá félaginu vegna afkomu fyrirtækisins á síðasta ári. Upphæðirnar nema tugum milljóna króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Vinatónar taldir vaxa hratt

Fjárfestingasjóðurinn Thule Investments og aðrir fjárfestar hafa aukið hlutafé ísraelska tæknifyrirtækisins Muzicall um níu milljónir dala, jafnvirði 1,1 milljarðs króna.

Ríkið fær þrettán prósent

Stjórnendur bandaríska bílarisans General Motors stefna á að greiða niður neyðarlán sem stjórnvöld vestra veittu fyrirtækinu til að forða því frá gjaldþroti fyrr á árinu. Endurgreiðslan á ekki að hefjast fyrr en eftir sex ár.

Forstjóri og stjórnarformaður Ingvars Helgasonar hættir

Forstjóri og stjórnarformaður bílaumboðsins Ingvars Helgasonar hafa látið af störfum. Ekki er vitað um ástæður þess en heimildir fréttastofu herma að málið tengist endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins.

Jóhannes í Bónus: Ætlum að borga allar okkar skuldir

Jóhannes Jónsson, oft kenndur við Bónus, segir fjölskyldu sína ætla að borga allar sínar skuldir. Vöruverð í verslunum Haga kemur ekki með að hækka haldi fjölskyldan yfirráðum sínum í fyrirtækinu. Jóhannes segir mikilvægt að jafnfræði sé gætt þegar kkemur að afskriftum skulda. Rætt var við Jóhannes í Kastljósi í kvöld.

Yfir 12 þúsund kröfur í þrotabú Landsbankans

Bretar og Hollendingar fyrir hönd 350 þúsund innistæðueigenda gera rúmlega tólf hundruð milljarða króna kröfu í þrotabú Landsbankans. Sex hundruð starfsmenn gamla bankans gera launakröfur upp á hátt í fimm milljarða.

Athugasemdir gerðar við lánveitingu TM til Samherja

Gögn sem send voru Fjármálaeftirlitinu sýna að athugasemdir voru gerðar við lánveitingu Tryggingarmiðstöðvarinnar til Samherja vegna kaupa á eigin hlutum félagsins. Fjármálaeftirlitið kannast samt sem áður ekki við að hafa fengið erindi vegna þess.

Kaupþing mun ræða við Guðmund Franklín um Haga

Bankastjóri Nýja Kaupþings segir að bankinn muni ræða við Guðmund Franklín Jónsson vegna sölu Haga ef eftir því verður óskað þótt fyrsti kostur sé að núverandi eigendur komi inn með nýtt fé. Guðmundur á sjálfur litríkan feril að baki í viðskiptalífinu.

HB Grandi hækkaði um 40% í dag

HB Grandi hækkaði um 40% í Kauphöllinni í dag og Icelandair um 11,11%. Bakkavör Group lækkaði um 16,67%, Össur lækkaði um 0,74% og Marel um 0,73%. Krónan hækkaði um 0,16%

Fjórða hvert fyrirtæki í Kaupmannahöfn á leið í gjaldþrot

Fjórða hvert fyrirtæki í Kaupmannahöfn er á leiðinni í gjaldþrot. Hlutfallið er aðeins minna ef Stór-Kaupmannahafnarsvæðið er skoðað eða rúmlega 22%. Fjöldi þeirra fyrirtækja sem er á leiðinni í gjaldþrot í Danmörku hefur slegið nýtt með.

Hertar reglur Seðlabankans gætu reynst skammgóður vermir

Líklegt er að skýringar á styrkingu krónu frá opnun markaða síðastliðinn fimmtudag sé að verulegu leyti að finna í breyttum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál sem í rauninni fela í sér að gjaldeyrishöftin hafa verið hert. Þetta gæti þó reynst skammgóður vermir að áliti greiningar Íslandsbanka.

Íslendingar nota nú kort meira erlendis en útlendir hérlendis

Dregið hefur umtalsvert úr úttektum erlendra debet- og kreditkorta hérlendis síðan sú úttekt náði hámarki í tæplega 8,7 milljörðum kr. í toppi ferðamannastraumsins í ágúst síðastliðinn. Í október nam þessi úttekt 3,3 milljörðum kr.

Madoff eyðir útivistinni í félagskap mafíuforingja

Stórsvindlarinn Bernhard Madoff afplánar lífstíðardóm sinn í breiðum hópi glæpamanna en útivistinni innan múranna eyðir hann í félagsskap mafíuforingjans Carmine John Persisco Jr. sem er núverandi höfuð Colombio-fjölskyldunnar þrátt fyrir að sitja bakvið lás og slá.

Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur styrkst í fyrstu viðskiptum dagsins í morgun eða um tæpt hálft prósent. Gengisvísitalan stendur í 235 stigum. Til samanburðar fór hún hæst í þessum mánuði í 240,5 stig þann 6. nóvember en það var jafnframt hæsta gildi ársins.

Moody´s: Reiknar með frekari afskriftum hjá ÍLS

Matsfyrirtækið Moody´s reiknar með frekari afskriftum hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) vegna niðursveiflunnar í efnahagslífi Íslands í yfirstandandi kreppu. Þetta kemur m.a. fram í áliti Moody´s sem fylgdi með lækkun þess á lánshæfiseinkunn ÍLS í Baa3 í síðustu viku.

Danske Bank upplifir írska martröð

Danske Bank hefur neyðst til þess að afskrifa írskar bankaeignir sínar um nokkra milljarða danskra kr., eða um 100 milljarða kr., það sem af er árinu. Danske Bank festi kaup á tveimur írskum bönkum árið 2005 þegar „Keltneski tígurinn" tók stökkið. Fyrir bankana borgaði Danske Bank sem svarar til 10,4 milljarða danskra kr.

Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka

Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka og slær nýtt verðmet nær daglega þessa stundina. Í morgun var verðið komið í tæpa 1.130 dollara á únsuna og hefur aldrei verið hærra í sögunni.

Komnir með nægt fjármagn til þess að kaupa Haga

Guðmundur Franklín Jónsson kaupsýslumaður segir hann og hóp fjárfesta nú þegar komna með nægt fé til að standa undir tilboði í hlutafé Kaupþings í Högum. Hann vill ekki upplýsa hverjir það eru sem standa að því með honum að reyna að eignast hlutinn.

Magma tapar tæplega þremur milljónum dollara

Félagið Magma Energy tapaði 2,7 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi en á sama tíma fyrir ári tapaði fyrirtækið rúmlega áttahundruð þúsund dollurum. Magma Energy á meðal annars hlut í HS orku á Suðurnesjum.

Uppboð á eignum Maddof skilar milljón dollurum

Uppboð á eignum óheiðarlega verðbréfamiðlarans Bernie Maddoff skilaði inn milljón dollurum eða 124 milljónum króna. Maddoff var, eins og kunnugt er, dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir að svíkja út 21 milljarð dollara fyrr á árinu.

Spá 9% samdrætti samanlagt árin 2009 og 2010

„Hagkerfið mun dragast verulega saman á árunum 2009-2010. Það bætir hinsvegar nokkuð úr skák að vöru- og þjónustuhalli hefur snúist í afgang sem mun taka mesta höggið af hagkerfinu hvað framleiðslu varðar. Greiningardeild spáir því „einungis" 9% samdrætti í landsframleiðslu samanlagt á árunum 2009-2010. Í framhaldi af því mun hinsvegar taka við fjárfestingadrifinn hagvöxtur á árunum 2011-2012."

Neytendastofa bannar bensínauglýsingar

Olíuverslun Íslands og N1 hafa undanfarið auglýst tilboð til viðskiptakorthafa sinna þar sem boðinn er fimm króna afsláttur af dæluverði eldsneytis til handa korthöfunum en auglýsingarnar hafa verið bannaðar af Neytendastofu.

Íslendingar nota kreditkortin meira en fyrr í ár

Heildarvelta kreditkorta í októbermánuði var 23,6 milljarða kr. samanborið við 24,4 miljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 3,0% samdráttur milli ára að því er segir í hagtölum Seðlabankans. Samkvæmt þessu dregur ört úr minnkun veltunnar frá því s.l. sumar.

Orkuveitan segist geta staðið við skuldbindingar

Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins þar sem fullyrt var að fyrirtækið gæti lent í greiðslufalli. Í tilkynningunni segir Hjörleifur þetta rangt.

Keypti Baugssnekkju og hélt nafninu óbreyttu vegna hjátrúar

Viðskiptajöfurinn Ron Leyland sem er búsettur í Flórída, í Bandaríkjunum, keypti snekkjuna “thee Viking” af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og hélt upprunalega nafninu vegna hjátrúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá auðjöfrinum.

Evran betri en krónan fyrir atvinnulífið

„Fjármálamarkaðir eru flóknir og stýrast af pólitískum og efnahagslegum þáttum. Með evrunni fækkar óvissuþáttunum og stöðugleiki eykst. Til lengri tíma litið er evran því góð fyrir vinnumarkaðinn,“ segir Vladimír

Krafðir um samtals 3 milljarða króna vegna söluréttarsamninga

Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Bjarni Ármannsson og Lárus Welding eru meðal tuttugu og átta stjórnenda Kaupþings og Glitnis sem skattayfirvöld krefja um þrjá milljarða króna í tengslum við endurálagningu Ríkisskattstjóra vegna söluréttarsamninga.

Atlantic Petroleum hækkaði um 3,92%

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hækkaði mest í Kauphöll Íslands í dag eða um 3,92%. Marel hækkaði um 2.38% og Icelandair hækkaði um 1,41%. Össur lækkaði mest eða um 0,37%.

Hagar: Hagsmunir allra best tryggðir með lausn sem unnið er að

Í yfirlýsingu sem borist hefur fá Finni Árnasyni forstjóra Haga segir að hagsmunir félagsins, hagsmunir viðskiptavina, hagsmunir 2.500 starfsmanna og hagsmunir lánveitenda eru sameiginlegir og best tryggðir með þeirri lausn, sem nú er unnið að.

Gengi krónunnar að styrkjast

Gengi krónunnar hafði styrkst um 1,2% skömmu eftir hádegið í dag og fór gengisvísitalan niður í 236 stig.

WTM: Aukin bjartsýni og meiri áhugi á ferðum til Íslands

Viðmælendur fulltrúa Ferðamálastofu voru sammála um að það gætti heldur meiri bjartsýni um næsta ár samanborið við raunniðurstöðu þessa árs á hinni árlegu ferðasýningu World Travel Market (WTM)í London sem lauk í gær. Hún er ein stærsta ferðasýning í heimi.

Royal Unibrew tekur upp slaginn gegn Carlsberg

Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur ætla að taka upp slaginn við stórabróður á markaðinum Carlsberg. Þetta kemur fram í sjónvarpsviðtali á börsen.dk við Henrik Brandt forstjóra Royal Unibrew.

Sjá næstu 50 fréttir