Viðskipti innlent

FME ekki borist kvörtun frá stjórnarmönnum TM

Fjármálaeftirlitið (FME) segir að því hafi ekki borist nein kvörtun frá stjórnarmönnum Tryggingarmiðstöðvarinnar (TM).

Í frétt á vefsíðu FME segir að fjölmiðlar hafa undanfarna daga flutt fréttir af eins milljarðs kr. lánveitingu TM til Samherja árið 2006 til að kaupa bréf í TM.

Staðhæft hefur verið að um brot á hlutafélagalögum hafi verið að ræða og fylgt hefur sögunni að stjórnarmenn í TM hafi sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins en þar hafi engin niðurstaða fengist.

Fjármálaeftirlitið hefur af þessu tilefni farið vandlega yfir gögn frá þessum tíma er varða málefni TM og hefur ekki borist kvörtun um þetta efni frá stjórnarmönnum TM.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×