Viðskipti innlent

Gengi krónunnar að styrkjast

Gengi krónunnar hafði styrkst um 1,2% skömmu eftir hádegið í dag og fór gengisvísitalan niður í 236 stig.

Dollarinn kostar tæpar 124 kr., evran er í tæpum 184 kr., pundið er í rúmum 206 kr. og danska krónan fór niður úr 25 kr. og í 24,7 kr.

Á vefsíðu Viðskiptablaðsins segir að ljóst sé að þarna skiptir mestu sala Landsbankans á 7,5% hlut sínum í sænska innheimtufyrirtækinu Intrum Justitia en hagnaður bankans af sölunni er vel á fjórða milljarð króna en bankinn fjárfesti í félaginu 2005.

Heildarsalan nemur vel á 10 milljarð króna og það er fjármagnið sem er að streyma inn í íslenska hagkerfið núna.

Eftir söluna á Landsbankinn eftir 3,9% hlut í Intrum. Bréfin voru sett í söluferli í gær á verðinu 85 krónur á hlut. Það er sænska fyrirtækið Carnegie sem sér um söluna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×