Fleiri fréttir Bretar í slæmum málum Rúmlega 33 þúsund manns í Englandi og Wales voru komnir í greiðsluþrot á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aldrei áður hafa jafn margir einstaklingar komist í greiðsluþrot á einum ársfjóðungi síðan mælingar hófust árið 1960. 7.8.2009 10:36 Mikil vonbrigði með tap Royal Bank of Scotland Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði einum milljarði punda á fyrstu sex mánuðum ársins. Umtalsverður hagnaður af fjárfestingabankastarfsemi nægði bankanum ekki til að skila hagnaði þar sem afskriftir vegna slæmra lána bankans voru enn meiri. 7.8.2009 10:01 180 milljarða krafa í þrotabú Straums Íslensku bankarnir gera hundrað og áttatíu milljarða króna kröfu í bú Straums. Landsbankinn á tæpan helming krafna. 6.8.2009 18:42 Ný stjórn Icelandair kjörinn Ný fimm manna stjórn Icelandair Group var kjörin á hluthafafundi félagsins fyrr í dag. 6.8.2009 19:04 EBITDA hagnaður Marels 28,8 milljónir evra Heildar EBITDA hagnaður Marels á fyrstu sex mánuðum ársins nam 28,8 milljónum evra. Á síðasta ári nam EBITDA hagnaður Marels á fyrstu sex mánuðum ársins, 21,4 milljónum evra. 6.8.2009 17:16 50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6.8.2009 16:46 Mikil skuldabréfavelta í dag Skuldabréfavelta nam rúmlega 21,5 milljörðum króna í dag. Langmest velta var með óverðtryggð ríkisbréf eða fyrir rétt tæplega 15 milljarða. 6.8.2009 16:21 Vörumerki Bókabúðar Máls og menningar selt Samkomulag hefur náðst milli Kaupangs og Pennans á Íslandi um kaup á vörumerkinu Bókabúðir Máls og Menningar. Kaupangur sem er eigandi að húsnæðinu á Laugavegi 18, þar sem Bókabúð Máls og Menningar hefur verið óslitið síðan 1961 taldi við hæfi að eignast vörumerkið sem á sér mikla sögu samofna húsnæðinu, að því er segir í tilkynningu frá aðilunum. 6.8.2009 15:17 Tvö mál úr lánabók Kaupþings send sérstökum saksóknara Samkvæmt heimildum Vísis hefur Fjármálaeftirlitið sent mál er varða lánveitingar Kaupþings til Holly Beach, í eigu Skúla Þorvaldssonar, og Trenvis Ltd. í eigu Kevin Stanford, til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Félögin eru bæði skráð á Tortola eyjum. 6.8.2009 15:04 Vill að stjórnendur Kaupþings leysi ágreining sinn sjálfir „Ég ætla ekki að blanda mér í þessa deilu. Ég treysti því bara að Kaupþingsmenn leysi þetta sjálfir," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um bréfið sem stjórnarformaður Kaupþings sendi á alla starfsmenn bankans í gær. 6.8.2009 14:09 Verð á bensíni hjá ÓB dýrara en hjá Olís Algengasta sjálfsafgreiðsluverð á lítranum af bensíni hjá ÓB á höfuðborgarsvæðinu, sem er í eigu Olís, er hærra en verð á bensíni hjá Olís í Mjódd. 6.8.2009 13:53 Vonandi hægt að kjósa um tillögu að nauðarsamningi eftir miðjan september Georg Andersen forstöðumaður samskiptasviðs Straums segir að á fundi kröfuhafa bankans hafi kröfuhöfum bankans verið kynntar hugmyndir núverandi framkvæmdastjórnar um hugsanlegan nauðungarsamning og skipulag bankans til framtíðar. 6.8.2009 13:46 Afnám gjaldeyrishafta lýkur síðar en vænst var Síðdegis í gær birti Seðlabanki Ísland áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Afnám haftanna er ein helsta forsenda þess að íslenska hagkerfið komist í samt lag þannig að fjármagnsmarkaðir opnist til að auka skilvirkni fjárfestinga og lánastarfsemi innlendra aðila. Að mati Seðlabankans mun afnámi haftanna ljúka eftir tvö til þrjú ár. 6.8.2009 11:27 Kröfuhafar Straums á kynningarfundi Kröfuhafar Straums fjárfestingabanka sitja nú á kynningarfundi á Hilton Nordica þar sem forstjóri bankans, Óttar Pálsson kynnir fyrir þeim hvernig hugmyndir stjórnar bankans um samsetningu krafna og framtíðarskipulag. Fundurinn, sem er óformlegur, er sýndur í beinni útsendingu á netinu og hann má sjá hér. 6.8.2009 11:25 Fiskafli eykst um 10,2% Fiskafli á fyrstu sex mánuðum ársins, reiknaður á föstu verði, var 10,2% meiri en á sama tímabili í fyrra. Afli síðustu tólf mánaða, til loka júní, er 7,8% meiri en á sama tímabili árið áður. Frá þessu segir í Hagvísum Hagstofunnar. 6.8.2009 10:02 Kreditkortavelta dregst saman um 12% Kreditkortavelta heimila dróst saman um 11,9% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta jókst hins vegar um 2,3% á sama tíma. Erlend greiðslukortavelta jókst um 77,5% á þessu tímabili. 6.8.2009 09:31 6,4 milljarða afgangur af vöruskiptum í júlí Vöruskipti í júlí voru hagstæð um 6,4 milljarða, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur nam 41,3 milljörðum króna og innflutningur 34,9 milljörðum króna. 6.8.2009 09:10 Hlutabréf í Tottenham trygging fyrir láni hjá Kaupþingi Hlutabréf í enska knattspyrnuliðinu Tottenham Hotspur voru notuð sem veð fyrir láni sem eigendur félagsins tóku hjá Kaupþingi að því er fram kemur í lánayfirliti bankans sem lekið var á netið. 6.8.2009 08:25 Ssangyoung starfsmenn hættir í verkfalli Starfsmenn Kóreska bílaframleiðandans Ssangyong hafa bundið enda á tveggja mánaða verkfall sitt en þeir höfðu tekið yfir verksmiðju fyrirtækisins og neitað að yfirgefa hana fyrr en þeir fengu bætt úr sínum málum. 6.8.2009 08:15 Stjórn Kaupþings harmar lögbannsbeiðni bankastjóra Stjórn Kaupþings, undir formennsku Huldu Dóru Styrmisdóttur, sendi starfsmönnum bankans tölvupóst í dag þar sem kom fram að stjórnin harmi þann skaða sem hlaust af lögbannskröfu Finns Sveinbjörnssonar, bankastjóra Kaupþings. Þá er sérstaklega tekið fram í póstinum að stjórnin hafi ekki átt þátt í ákvörðun bankastjórans og telur kröfuna ekki þjóna hagsmunum bankans. 5.8.2009 23:18 Exista borgaði Kaupþingi 20 milljarði fyrir hrun Forsvarsmenn Exista hf, sem var aðaleigandi Kaupþings fyrir bankahrun, segist hafa greitt 20 milljarða króna lán á síðasta ársfjórðungi síðasta árs til Kaupþings og neitar alfarið að hafa notið óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu hjá bankanum. 5.8.2009 17:41 Höftum á innstreymi erlends gjaldeyris verður aflétt á skömmum tíma Höftum af öllu innstreymi erlends gjaldeyris verður aflétt á tiltölulega skömmum tíma í fyrsta áfanga í afnámi gjaldeyrishaftanna. Þetta kom fram á kynningarfundi í Seðlabanka Íslands í dag vegna afnáms haftanna. Í öðrum áfanga áætlunarinnar verður greint á milli reikninga, eignaflokka og viðskipta sem létta ber höftum af snemma í ferlinu og annarra sem áfram sæta takmörkunum um lengri tíma. 5.8.2009 17:27 Raungengi krónu nálgast sögulegt lágmark Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,7% í júní og hefur það nú lækkað fimm mánuði í röð, samtals um 16,2% á því tímabili. Raungengi er mælt sem vísitala og hefur hún aðeins einu sinni verið lægri, í nóvember síðastliðnum, rétt eftir hrun íslensku viðskiptabankanna. Hagsjá Landsbankans greinir frá þessu í dag. 5.8.2009 17:13 „Viðskiptavinir okkar bera traust til MP Banka“ „Við erum að sjá alveg gríðarlega aukningu í skuldabréfaveltu eftir fall stóru viðskiptabankanna. Bankinn er að byggja skuldabréfamiðlunina markvisst upp og ég tel að þessi hlutdeild MP Banka sýni að okkar viðskiptavinir bera traust til bankans," segir Styrkár Hendriksson, forstöðumaður markaðsviðskipta hjá MP Banka. 5.8.2009 16:59 Kröfur SÍ á innlend fyrirtæki fjörutíufölduðust á áratug Útistandandi kröfur Seðlabanka Íslands á innlend fjármálafyrirtækji náðu metfjárhæðum í nóvember árið 2008 þegar þær námu tæpum 811 milljörðum króna. Þær höfðu þá margfaldast á skömmum tíma en í nóvember 2007 námu þær rúmum 247 milljörðum. Það merkir að á einu ári þrefölduðust lán Seðlabankans til innlendra fjármálafyrirtækja. 5.8.2009 16:57 Fjórum félögum gert að greiða sekt til FME vegna lagabrota Fjármálaeftirlitið birti í dag fimm sáttagerðir sem náðst höfðu við nokkur fyrirtæki vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Fjögur mál vörðuðu brot á 128. grein laga þar sem dráttur varð á upplýsingagjöf vegna innherja. Eitt brot varðaði við 122. grein sömu laga. Sparisjóður Mýrasýslu þurfti að greiða þrjár milljónir króna í sekt. 5.8.2009 16:11 Skuldabréfavelta nam 20 milljörðum í dag Skuldabréfavelta nam rúmlega 19,9 milljörðum króna í dag. Mest velta var með óverðtryggð ríkisbréf eða fyrir rétt tæplega 12,6 milljarða. 5.8.2009 16:10 Atvinnulausum fjölgaði um rúm 370 þúsund í júlí Atvinnulausum einstaklingum fjölgaði um 371 þúsund í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Það bendir óhjákvæmilega til þess að vinnumarkaðurinn sé langt frá því að rétta úr kútnum vestan hafs þrátt fyrir marga jákvæða þætti í bandarísku hagkerfi að undanförnu. 5.8.2009 15:07 MP Banki með mesta veltu á skuldabréfamarkaði MP Banki var með mesta veltu á skuldabréfamarkaði í Kauphöll Íslands fyrstu sjö mánuði ársins, samkvæmt upplýsingum frá Nasdaq OMXI. 5.8.2009 14:34 Viðsnúningur í bresku hagkerfi Viðsnúningur virðist vera á næsta leyti í bresku hagkerfi eftir samfellda efnahagsniðursveiflu í rúmlega eitt ár. Þetta kemur fram í könnun innkaupastjóra í þjónustugeiranum á Bretlandi. 5.8.2009 14:00 Norðurlöndin hafa áhyggjur af því að gjaldeyrissjóðslánið fari í Icesave afborganir Finnar, Svíar, Norðmenn og Danir bíða staðfestingar Icesave samkomulagsins áður en lán til Íslands verða afgreidd. Löndin bíða með lánin til að koma í veg fyrir að þau verði notuð til að borga Bretum og Hollendingum. 5.8.2009 13:18 Skuldabréfavelta í júlí nam 328 milljörðum Skuldabréfavelta nam tæpum 328 milljörðum króna í júlí mánuði. Jafngildir sú velta 14,2 milljarða heildarviðskiptum á hverjum degi. Þetta er mesta velta í einum mánuði frá áramótum. Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Kauphallarinnar. 5.8.2009 12:26 Skýrslunni augljóslega lekið eftir fall bankans Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gerir því skóna að Fjármálaeftirlitið eða rannsakendur bankahrunsins hafi brotið gegn bankaleynd, með því að stuðla að því að upplýsingar um lán Kaupþings til stórra viðskiptavina, kæmust í hendur almennings. 5.8.2009 12:08 Enn umtalsverð lækkun fasteignaverðs í pípunum Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um 9,5% að nafnvirði og um 15% að raunvirði frá áramótum talið. Búast má við að íbúðaverð muni enn gefa eftir á næstu misserum. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka en í gær greindi Vísir frá því að Landsbankinn spái einnig áframhaldandi lækkun íbúðaverðs. 5.8.2009 11:16 Erlendum ferðamönnum fækkar Alls komu 54.489 erlendir gestir til landsins í júní í gegnum Leifsstöð samkvæmt tölum Ferðamálastofu og er það fækkun um 4% frá sama mánuði fyrra árs. Svo virðist sem veikt gengi krónunnar hafi enn sem komið er ekki haft þau áhrif að fjölga ferðamönnum sem sækja Ísland heim, en ferðamannatímabilið stendur nú hvað hæðst. 5.8.2009 11:05 Afskriftir lána námu 13,4 milljörðum punda Forsvarsmenn breska bankans, Lloyds TSB sem tapaði fjórum milljörðum punda á fyrstu sex mánuðum ársins, segja að afskriftum vegna lána sem fallið hafa í vanskil muni snarfækka á næstu mánuðum. Bankinn afskrifaði lán fyrir 13,4 milljarða punda á tímabilinu sem er met þar í landi. 5.8.2009 10:04 Upplýsingalekinn hefur ekki áhrif á viðskipti við FIH bankann Upplýsingar úr lánabók Kaupþings sem vistaðar voru á vefnum wikileaks innihélt upplýsingar um 61 danskt fyrirtæki sem skulduðu FIH bankanum, sem er í eigu Kaupþings, samtals 45 milljónir danskra króna. Þetta samsvarar tæpum 1100 milljónum íslenskra. 5.8.2009 10:03 Eldsneyti hækkar á heimsmarkaði Olía og bensín hafa hækkað verulega á heimsmarkaði síðustu dagana og gengi krónunnar hefur á sama tíma nánast staðið í stað. Miðað við fyrri forsendur olíufélaganna fyrir bensínhækkunum, þar sem mið er tekið af samspili heimsmarkaðsverðs og gengi krónunnar gagnvart dollar, má allt eins búast við bensínhækkun alveg á næstunni. 5.8.2009 09:39 Gríðarlegt tap hjá Lloyds Breski bankinn Lloyds, sem er að hluta í eigu breska ríkisins, tapaði fjórum milljörðum punda á fyrstu sex mánuðum ársins. 5.8.2009 07:55 Breska efnahagsbrotadeildin rannsakar lánabók Kaupþings Efnahagsbrotadeild breska ríkisins, (serious fraud office, SFO) ætlar að herða rannsókn á Kaupþingi í tengslum við lánabókina sem var lekið út á síðuna wikileaks.org fyrir helgi. 4.8.2009 21:50 Financial Times: Eigendur rændu Kaupþing Eigendur rændu Kaupþing. Svona hljómar fyrirsögn fréttar í þýskri útgáfu stórblaðsins Financial times í dag. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um útlán Kaupþings. 4.8.2009 12:22 Mátu lántakendur áhættusama en lánuðu þeim samt milljarða Tveir af stærstu hluthöfum og viðskiptavinum Kaupþings voru taldir áhættusamir lántakendur í lánayfirliti bankans vegna þess hversu stór hluti eigna þeirra var í bankanum sjálfum. Þeir keyptu hlutina fyrir lánsfé frá Kaupþingi og skulduðu þar alls 240 milljarða. 4.8.2009 19:02 Búist við áframhaldandi lækkun fasteignaverðs Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu var 5,8 milljarðar króna í nýliðnum júlímánuði samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár Íslands. Velta jókst um tæpan fjórðung frá fyrri mánuði en dróst að sama skapi saman um helming frá sama tíma árinu áður. Búist er við áframhaldandi lækkun fasteignaverðs. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans. 4.8.2009 17:16 Skuldabréfavelta nam tæpum 20 milljörðum í dag Skuldabréfavelta nam tæpum 19,9 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag. Mest velta var með verðtryggð íbúðabréf á gjalddaga 2044 eða fyrir rúma 3,6 milljarða króna. 4.8.2009 17:05 Lögbanni aflétt af fréttaflutningi RÚV Lögbann á fréttaflutning RÚV af lánum Kaupþings hefur verið afturkallað. Málið var tekið fyrir hjá Sýslumanninum í Reykjavík í dag að ósk RÚV, eftir því sem kom fram í fréttum þeirra klukkan fjögur. 4.8.2009 16:04 Sjá næstu 50 fréttir
Bretar í slæmum málum Rúmlega 33 þúsund manns í Englandi og Wales voru komnir í greiðsluþrot á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Aldrei áður hafa jafn margir einstaklingar komist í greiðsluþrot á einum ársfjóðungi síðan mælingar hófust árið 1960. 7.8.2009 10:36
Mikil vonbrigði með tap Royal Bank of Scotland Royal Bank of Scotland (RBS) tapaði einum milljarði punda á fyrstu sex mánuðum ársins. Umtalsverður hagnaður af fjárfestingabankastarfsemi nægði bankanum ekki til að skila hagnaði þar sem afskriftir vegna slæmra lána bankans voru enn meiri. 7.8.2009 10:01
180 milljarða krafa í þrotabú Straums Íslensku bankarnir gera hundrað og áttatíu milljarða króna kröfu í bú Straums. Landsbankinn á tæpan helming krafna. 6.8.2009 18:42
Ný stjórn Icelandair kjörinn Ný fimm manna stjórn Icelandair Group var kjörin á hluthafafundi félagsins fyrr í dag. 6.8.2009 19:04
EBITDA hagnaður Marels 28,8 milljónir evra Heildar EBITDA hagnaður Marels á fyrstu sex mánuðum ársins nam 28,8 milljónum evra. Á síðasta ári nam EBITDA hagnaður Marels á fyrstu sex mánuðum ársins, 21,4 milljónum evra. 6.8.2009 17:16
50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag. 6.8.2009 16:46
Mikil skuldabréfavelta í dag Skuldabréfavelta nam rúmlega 21,5 milljörðum króna í dag. Langmest velta var með óverðtryggð ríkisbréf eða fyrir rétt tæplega 15 milljarða. 6.8.2009 16:21
Vörumerki Bókabúðar Máls og menningar selt Samkomulag hefur náðst milli Kaupangs og Pennans á Íslandi um kaup á vörumerkinu Bókabúðir Máls og Menningar. Kaupangur sem er eigandi að húsnæðinu á Laugavegi 18, þar sem Bókabúð Máls og Menningar hefur verið óslitið síðan 1961 taldi við hæfi að eignast vörumerkið sem á sér mikla sögu samofna húsnæðinu, að því er segir í tilkynningu frá aðilunum. 6.8.2009 15:17
Tvö mál úr lánabók Kaupþings send sérstökum saksóknara Samkvæmt heimildum Vísis hefur Fjármálaeftirlitið sent mál er varða lánveitingar Kaupþings til Holly Beach, í eigu Skúla Þorvaldssonar, og Trenvis Ltd. í eigu Kevin Stanford, til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Félögin eru bæði skráð á Tortola eyjum. 6.8.2009 15:04
Vill að stjórnendur Kaupþings leysi ágreining sinn sjálfir „Ég ætla ekki að blanda mér í þessa deilu. Ég treysti því bara að Kaupþingsmenn leysi þetta sjálfir," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um bréfið sem stjórnarformaður Kaupþings sendi á alla starfsmenn bankans í gær. 6.8.2009 14:09
Verð á bensíni hjá ÓB dýrara en hjá Olís Algengasta sjálfsafgreiðsluverð á lítranum af bensíni hjá ÓB á höfuðborgarsvæðinu, sem er í eigu Olís, er hærra en verð á bensíni hjá Olís í Mjódd. 6.8.2009 13:53
Vonandi hægt að kjósa um tillögu að nauðarsamningi eftir miðjan september Georg Andersen forstöðumaður samskiptasviðs Straums segir að á fundi kröfuhafa bankans hafi kröfuhöfum bankans verið kynntar hugmyndir núverandi framkvæmdastjórnar um hugsanlegan nauðungarsamning og skipulag bankans til framtíðar. 6.8.2009 13:46
Afnám gjaldeyrishafta lýkur síðar en vænst var Síðdegis í gær birti Seðlabanki Ísland áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Afnám haftanna er ein helsta forsenda þess að íslenska hagkerfið komist í samt lag þannig að fjármagnsmarkaðir opnist til að auka skilvirkni fjárfestinga og lánastarfsemi innlendra aðila. Að mati Seðlabankans mun afnámi haftanna ljúka eftir tvö til þrjú ár. 6.8.2009 11:27
Kröfuhafar Straums á kynningarfundi Kröfuhafar Straums fjárfestingabanka sitja nú á kynningarfundi á Hilton Nordica þar sem forstjóri bankans, Óttar Pálsson kynnir fyrir þeim hvernig hugmyndir stjórnar bankans um samsetningu krafna og framtíðarskipulag. Fundurinn, sem er óformlegur, er sýndur í beinni útsendingu á netinu og hann má sjá hér. 6.8.2009 11:25
Fiskafli eykst um 10,2% Fiskafli á fyrstu sex mánuðum ársins, reiknaður á föstu verði, var 10,2% meiri en á sama tímabili í fyrra. Afli síðustu tólf mánaða, til loka júní, er 7,8% meiri en á sama tímabili árið áður. Frá þessu segir í Hagvísum Hagstofunnar. 6.8.2009 10:02
Kreditkortavelta dregst saman um 12% Kreditkortavelta heimila dróst saman um 11,9% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta jókst hins vegar um 2,3% á sama tíma. Erlend greiðslukortavelta jókst um 77,5% á þessu tímabili. 6.8.2009 09:31
6,4 milljarða afgangur af vöruskiptum í júlí Vöruskipti í júlí voru hagstæð um 6,4 milljarða, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur nam 41,3 milljörðum króna og innflutningur 34,9 milljörðum króna. 6.8.2009 09:10
Hlutabréf í Tottenham trygging fyrir láni hjá Kaupþingi Hlutabréf í enska knattspyrnuliðinu Tottenham Hotspur voru notuð sem veð fyrir láni sem eigendur félagsins tóku hjá Kaupþingi að því er fram kemur í lánayfirliti bankans sem lekið var á netið. 6.8.2009 08:25
Ssangyoung starfsmenn hættir í verkfalli Starfsmenn Kóreska bílaframleiðandans Ssangyong hafa bundið enda á tveggja mánaða verkfall sitt en þeir höfðu tekið yfir verksmiðju fyrirtækisins og neitað að yfirgefa hana fyrr en þeir fengu bætt úr sínum málum. 6.8.2009 08:15
Stjórn Kaupþings harmar lögbannsbeiðni bankastjóra Stjórn Kaupþings, undir formennsku Huldu Dóru Styrmisdóttur, sendi starfsmönnum bankans tölvupóst í dag þar sem kom fram að stjórnin harmi þann skaða sem hlaust af lögbannskröfu Finns Sveinbjörnssonar, bankastjóra Kaupþings. Þá er sérstaklega tekið fram í póstinum að stjórnin hafi ekki átt þátt í ákvörðun bankastjórans og telur kröfuna ekki þjóna hagsmunum bankans. 5.8.2009 23:18
Exista borgaði Kaupþingi 20 milljarði fyrir hrun Forsvarsmenn Exista hf, sem var aðaleigandi Kaupþings fyrir bankahrun, segist hafa greitt 20 milljarða króna lán á síðasta ársfjórðungi síðasta árs til Kaupþings og neitar alfarið að hafa notið óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu hjá bankanum. 5.8.2009 17:41
Höftum á innstreymi erlends gjaldeyris verður aflétt á skömmum tíma Höftum af öllu innstreymi erlends gjaldeyris verður aflétt á tiltölulega skömmum tíma í fyrsta áfanga í afnámi gjaldeyrishaftanna. Þetta kom fram á kynningarfundi í Seðlabanka Íslands í dag vegna afnáms haftanna. Í öðrum áfanga áætlunarinnar verður greint á milli reikninga, eignaflokka og viðskipta sem létta ber höftum af snemma í ferlinu og annarra sem áfram sæta takmörkunum um lengri tíma. 5.8.2009 17:27
Raungengi krónu nálgast sögulegt lágmark Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,7% í júní og hefur það nú lækkað fimm mánuði í röð, samtals um 16,2% á því tímabili. Raungengi er mælt sem vísitala og hefur hún aðeins einu sinni verið lægri, í nóvember síðastliðnum, rétt eftir hrun íslensku viðskiptabankanna. Hagsjá Landsbankans greinir frá þessu í dag. 5.8.2009 17:13
„Viðskiptavinir okkar bera traust til MP Banka“ „Við erum að sjá alveg gríðarlega aukningu í skuldabréfaveltu eftir fall stóru viðskiptabankanna. Bankinn er að byggja skuldabréfamiðlunina markvisst upp og ég tel að þessi hlutdeild MP Banka sýni að okkar viðskiptavinir bera traust til bankans," segir Styrkár Hendriksson, forstöðumaður markaðsviðskipta hjá MP Banka. 5.8.2009 16:59
Kröfur SÍ á innlend fyrirtæki fjörutíufölduðust á áratug Útistandandi kröfur Seðlabanka Íslands á innlend fjármálafyrirtækji náðu metfjárhæðum í nóvember árið 2008 þegar þær námu tæpum 811 milljörðum króna. Þær höfðu þá margfaldast á skömmum tíma en í nóvember 2007 námu þær rúmum 247 milljörðum. Það merkir að á einu ári þrefölduðust lán Seðlabankans til innlendra fjármálafyrirtækja. 5.8.2009 16:57
Fjórum félögum gert að greiða sekt til FME vegna lagabrota Fjármálaeftirlitið birti í dag fimm sáttagerðir sem náðst höfðu við nokkur fyrirtæki vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Fjögur mál vörðuðu brot á 128. grein laga þar sem dráttur varð á upplýsingagjöf vegna innherja. Eitt brot varðaði við 122. grein sömu laga. Sparisjóður Mýrasýslu þurfti að greiða þrjár milljónir króna í sekt. 5.8.2009 16:11
Skuldabréfavelta nam 20 milljörðum í dag Skuldabréfavelta nam rúmlega 19,9 milljörðum króna í dag. Mest velta var með óverðtryggð ríkisbréf eða fyrir rétt tæplega 12,6 milljarða. 5.8.2009 16:10
Atvinnulausum fjölgaði um rúm 370 þúsund í júlí Atvinnulausum einstaklingum fjölgaði um 371 þúsund í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Það bendir óhjákvæmilega til þess að vinnumarkaðurinn sé langt frá því að rétta úr kútnum vestan hafs þrátt fyrir marga jákvæða þætti í bandarísku hagkerfi að undanförnu. 5.8.2009 15:07
MP Banki með mesta veltu á skuldabréfamarkaði MP Banki var með mesta veltu á skuldabréfamarkaði í Kauphöll Íslands fyrstu sjö mánuði ársins, samkvæmt upplýsingum frá Nasdaq OMXI. 5.8.2009 14:34
Viðsnúningur í bresku hagkerfi Viðsnúningur virðist vera á næsta leyti í bresku hagkerfi eftir samfellda efnahagsniðursveiflu í rúmlega eitt ár. Þetta kemur fram í könnun innkaupastjóra í þjónustugeiranum á Bretlandi. 5.8.2009 14:00
Norðurlöndin hafa áhyggjur af því að gjaldeyrissjóðslánið fari í Icesave afborganir Finnar, Svíar, Norðmenn og Danir bíða staðfestingar Icesave samkomulagsins áður en lán til Íslands verða afgreidd. Löndin bíða með lánin til að koma í veg fyrir að þau verði notuð til að borga Bretum og Hollendingum. 5.8.2009 13:18
Skuldabréfavelta í júlí nam 328 milljörðum Skuldabréfavelta nam tæpum 328 milljörðum króna í júlí mánuði. Jafngildir sú velta 14,2 milljarða heildarviðskiptum á hverjum degi. Þetta er mesta velta í einum mánuði frá áramótum. Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Kauphallarinnar. 5.8.2009 12:26
Skýrslunni augljóslega lekið eftir fall bankans Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gerir því skóna að Fjármálaeftirlitið eða rannsakendur bankahrunsins hafi brotið gegn bankaleynd, með því að stuðla að því að upplýsingar um lán Kaupþings til stórra viðskiptavina, kæmust í hendur almennings. 5.8.2009 12:08
Enn umtalsverð lækkun fasteignaverðs í pípunum Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um 9,5% að nafnvirði og um 15% að raunvirði frá áramótum talið. Búast má við að íbúðaverð muni enn gefa eftir á næstu misserum. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka en í gær greindi Vísir frá því að Landsbankinn spái einnig áframhaldandi lækkun íbúðaverðs. 5.8.2009 11:16
Erlendum ferðamönnum fækkar Alls komu 54.489 erlendir gestir til landsins í júní í gegnum Leifsstöð samkvæmt tölum Ferðamálastofu og er það fækkun um 4% frá sama mánuði fyrra árs. Svo virðist sem veikt gengi krónunnar hafi enn sem komið er ekki haft þau áhrif að fjölga ferðamönnum sem sækja Ísland heim, en ferðamannatímabilið stendur nú hvað hæðst. 5.8.2009 11:05
Afskriftir lána námu 13,4 milljörðum punda Forsvarsmenn breska bankans, Lloyds TSB sem tapaði fjórum milljörðum punda á fyrstu sex mánuðum ársins, segja að afskriftum vegna lána sem fallið hafa í vanskil muni snarfækka á næstu mánuðum. Bankinn afskrifaði lán fyrir 13,4 milljarða punda á tímabilinu sem er met þar í landi. 5.8.2009 10:04
Upplýsingalekinn hefur ekki áhrif á viðskipti við FIH bankann Upplýsingar úr lánabók Kaupþings sem vistaðar voru á vefnum wikileaks innihélt upplýsingar um 61 danskt fyrirtæki sem skulduðu FIH bankanum, sem er í eigu Kaupþings, samtals 45 milljónir danskra króna. Þetta samsvarar tæpum 1100 milljónum íslenskra. 5.8.2009 10:03
Eldsneyti hækkar á heimsmarkaði Olía og bensín hafa hækkað verulega á heimsmarkaði síðustu dagana og gengi krónunnar hefur á sama tíma nánast staðið í stað. Miðað við fyrri forsendur olíufélaganna fyrir bensínhækkunum, þar sem mið er tekið af samspili heimsmarkaðsverðs og gengi krónunnar gagnvart dollar, má allt eins búast við bensínhækkun alveg á næstunni. 5.8.2009 09:39
Gríðarlegt tap hjá Lloyds Breski bankinn Lloyds, sem er að hluta í eigu breska ríkisins, tapaði fjórum milljörðum punda á fyrstu sex mánuðum ársins. 5.8.2009 07:55
Breska efnahagsbrotadeildin rannsakar lánabók Kaupþings Efnahagsbrotadeild breska ríkisins, (serious fraud office, SFO) ætlar að herða rannsókn á Kaupþingi í tengslum við lánabókina sem var lekið út á síðuna wikileaks.org fyrir helgi. 4.8.2009 21:50
Financial Times: Eigendur rændu Kaupþing Eigendur rændu Kaupþing. Svona hljómar fyrirsögn fréttar í þýskri útgáfu stórblaðsins Financial times í dag. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um útlán Kaupþings. 4.8.2009 12:22
Mátu lántakendur áhættusama en lánuðu þeim samt milljarða Tveir af stærstu hluthöfum og viðskiptavinum Kaupþings voru taldir áhættusamir lántakendur í lánayfirliti bankans vegna þess hversu stór hluti eigna þeirra var í bankanum sjálfum. Þeir keyptu hlutina fyrir lánsfé frá Kaupþingi og skulduðu þar alls 240 milljarða. 4.8.2009 19:02
Búist við áframhaldandi lækkun fasteignaverðs Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu var 5,8 milljarðar króna í nýliðnum júlímánuði samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár Íslands. Velta jókst um tæpan fjórðung frá fyrri mánuði en dróst að sama skapi saman um helming frá sama tíma árinu áður. Búist er við áframhaldandi lækkun fasteignaverðs. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans. 4.8.2009 17:16
Skuldabréfavelta nam tæpum 20 milljörðum í dag Skuldabréfavelta nam tæpum 19,9 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag. Mest velta var með verðtryggð íbúðabréf á gjalddaga 2044 eða fyrir rúma 3,6 milljarða króna. 4.8.2009 17:05
Lögbanni aflétt af fréttaflutningi RÚV Lögbann á fréttaflutning RÚV af lánum Kaupþings hefur verið afturkallað. Málið var tekið fyrir hjá Sýslumanninum í Reykjavík í dag að ósk RÚV, eftir því sem kom fram í fréttum þeirra klukkan fjögur. 4.8.2009 16:04
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur