Viðskipti innlent

Verð á bensíni hjá ÓB dýrara en hjá Olís

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Það þarf ekki að vera ódýrara að versla bensín hjá sjálfsafgreiðslustöðvum íslenskra eldsneytisfyrirtækja.
Það þarf ekki að vera ódýrara að versla bensín hjá sjálfsafgreiðslustöðvum íslenskra eldsneytisfyrirtækja.
Algengasta sjálfsafgreiðsluverð á lítranum af bensíni hjá ÓB á höfuðborgarsvæðinu, sem er í eigu Olís, er hærra en verð á bensíni hjá Olís í Mjódd.

Á flestum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB á höfuðborgarsvæðinu er verðið á bensínlítranum 190,3 krónur en á Olís bensínstöðinni í Mjódd er verðið 190,1 króna.

ÓB býður að jafnaði ódýrara eldsneytisverð en bensínstöðvar Olís og kemur því töluvert á óvart að verð á bensíni hjá ÓB sé 20 aurum dýrara en á Olís bensínstöðinni í Mjódd.

Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vörustýringarsviðs Olís, segir í viðtali við Vísi að öllu jöfnu sé eldsneytisverð hjá ÓB stöðvunum ódýrara en hjá Olís og einungis sé um tímabundna lækkun að ræða í Mjóddinni. Hann segir ennfremur að verð á eldsneyti hjá ÓB sé vanalega 1,6-2 krónum ódýrara en hjá Olís.

Á heimasíðu ÓB kemur fram að markmið ÓB sé að fjölga valkostum í eldsneytissölu á Íslandi en jafnframt að koma til móts við óskir viðskiptavina sem gjarnan vilja dæla sjálfir gegn lægra verði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×