Viðskipti innlent

Upplýsingalekinn hefur ekki áhrif á viðskipti við FIH bankann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Upplýsingar úr lánabók Kaupþings sem vistaðar voru á vefnum wikileaks innihélt upplýsingar um 61 danskt fyrirtæki sem skulduðu FIH bankanum, sem er í eigu Kaupþings, samtals 45 milljónir danskra króna. Þetta samsvarar tæpum 1100 milljónum íslenskra. Þar á meðal eru fyrirtækin A.P. Moller-Maersk, Arla and TDC. Þetta kemur fram á vef Jyllands Posten.

JP segir að leki upplýsinganna á netið sé brot á íslenskum og dönskum bankalögum. Dönsk yfirvöld hafi sagt að birting upplýsinganna væri óásættanleg en hún myndi ekki hafa áhrif á starfsemi fyrirtækjanna eða viðskipti þeirra við FIH bankann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×