Viðskipti innlent

Vill að stjórnendur Kaupþings leysi ágreining sinn sjálfir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Magnússon ætlar ekki að blanda sér í Kaupþingsdeilur. Mynd/ Anton Brink.
Gylfi Magnússon ætlar ekki að blanda sér í Kaupþingsdeilur. Mynd/ Anton Brink.
„Ég ætla ekki að blanda mér í þessa deilu. Ég treysti því bara að Kaupþingsmenn leysi þetta sjálfir," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um bréfið sem stjórnarformaður Kaupþings sendi á alla starfsmenn bankans í gær.

Í bréfinu, sem er frá Huldu Dóru Styrmisdóttur stjórnarformanni bankans, segir að stjórn bankans hafi ekki átt þátt í ákvörðun Finns Sveinbjörnssonar bankastjóra síðastliðinn laugardag um lögbann á fréttaflutning RÚV af lánabókum bankans sem hafi þegar verið komnar á netið. Stjórn bankans harmi þann skaða sem af málinu hafi hlotist fyrir orðspor bankans.

Aðspurður segist Gylfi ekki eiga von á því að þessi atburður hafi áhrif á það ferli sem nú er í gangi við að koma bankanum í eigu kröfuhafa. „Auðvitað er ekki gott fyrir bankann, frekar en önnur fyrirtæki, ef það er einhver ágreiningur innan stjórnendahópsins. En ég sé ekki ástæðu til að ætla annað en að hann ráði bara frammúr þessu," segir Gylfi.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Vísir hvorki náð tali af Huldu Dóru Styrmisdóttur né Finni Sveinbjörnssyni í dag.




Tengdar fréttir

Stjórn Kaupþings harmar lögbannsbeiðni bankastjóra

Stjórn Kaupþings, undir formennsku Huldu Dóru Styrmisdóttur, sendi starfsmönnum bankans tölvupóst í dag þar sem kom fram að stjórnin harmi þann skaða sem hlaust af lögbannskröfu Finns Sveinbjörnssonar, bankastjóra Kaupþings. Þá er sérstaklega tekið fram í póstinum að stjórnin hafi ekki átt þátt í ákvörðun bankastjórans og telur kröfuna ekki þjóna hagsmunum bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×