Tvö mál úr lánabók Kaupþings send sérstökum saksóknara Gunnar Örn Jónsson skrifar 6. ágúst 2009 15:04 Samkvæmt heimildum Vísis hefur Fjármálaeftirlitið sent mál er varða lánveitingar Kaupþings til Holly Beach, í eigu Skúla Þorvaldssonar, og Trenvis Ltd. í eigu Kevin Stanford, til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Félögin eru bæði skráð á Tortola eyjum. Félögin voru stofnuð af Kaupþingi í ágúst 2008 og síðar skráð á þá Skúla og Kevin Stanford. Lánaheimildir Kaupþings í Lúxemborg til Skúla og félögum honum tengdum, námu 665 milljónum evra samkvæmt lánabók Kaupþings frá 25. september síðastliðnum. Einn stærsti hluthafi Kaupþings kaupir skuldatryggingar á bankann Trenvis Ltd fékk lán hjá Kaupþingi til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing á sama tíma og verðmyndun á markaði með skuldatryggingar Kaupþings var bankanum mjög óhagstæð. Eins og áður hefur komið fram fór skuldatryggingarálag íslensku bankanna stighækkandi á öllu síðasta ári og fram að bankahruni síðastliðið haust. Velta með slíka fjármálagerninga var hins vegar mjög takmörkuð og oft og tíðum var hægt að telja vikuleg viðskipti með skuldatryggingar á íslensku bankanna á fingrum annarrar handar. Skuldatryggingarálag hefur almennt óbein áhrif á lánshæfismat banka og þar með fjármagnskostnað þess banka sem um ræðir í viðkomandi tilfelli. Hækkandi skuldatryggingarálag á banka hefur því neikvæð áhrif á hlutabréfaverð og rekstur hans. Því er svo gott sem útilokað að Kaupþing hafi lánað Trenvis Ltd. til að kaupa skuldatryggingar á bankann til að hagnast á því. Skýringin er því vafalaust sú að Kaupþing lánaði Trenvis Ltd. fé til að kaupa skuldatryggingar í þeim tilgangi að ná niður skuldatryggingarálagi bankans eins og Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður bankans, lýsti í bréfi sem Vísir hefur undir höndum og kom að hluta til fram í dagsljósið í byrjun þessa árs. Taka skal fram að bankar mega ekki, lögum samkvæmt, kaupa skuldatryggingar á sjálfa sig. Hvort það sé hins vegar löglegt, að lána einum stærsta eiganda og viðskiptavini bankans fé í þeim tilgangi að kaupa skuldatryggingar á sem lægstu verði til að ná niður álaginu, er undir sérstökum saksóknara að rannsaka. Lánaheimildir Kaupþings til Kevin Stanford og félaga tengdum honum námu tæpum 520 milljónum evra samkvæmt upplýsingum úr lánabók Kaupþings þann 25. september síðastliðinn.Hér má sjá hluta úr bréfi Sigurðar Einarssonar: Að tillögu Deutsche Bank var ákveðið að láta reyna á hvað myndi gerast ef bankinn myndi sjálfur fara að kaupa þessar tryggingar. Það var hins vegar ekki einfalt mál, þar sem bankinn gat ekki keypt tryggingar á sjálfan sig. Því var gripið til þess ráðs að fá viðskiptavini okkar sem við treystum vel og höfðum átt langvarandi samskipti við sem byggðust á trausti og hollustu til að eiga þessi viðskipti fyrir hönd bankans. Vitanlega hefðum við aldrei átt þessi viðskipti nema vegna þessara sérstöku aðstæðna. Viðskiptin voru gerð með hagsmuni bankans að leiðarljósi og í fullu samræmi við lög og reglur. Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hefur Fjármálaeftirlitið sent mál er varða lánveitingar Kaupþings til Holly Beach, í eigu Skúla Þorvaldssonar, og Trenvis Ltd. í eigu Kevin Stanford, til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Félögin eru bæði skráð á Tortola eyjum. Félögin voru stofnuð af Kaupþingi í ágúst 2008 og síðar skráð á þá Skúla og Kevin Stanford. Lánaheimildir Kaupþings í Lúxemborg til Skúla og félögum honum tengdum, námu 665 milljónum evra samkvæmt lánabók Kaupþings frá 25. september síðastliðnum. Einn stærsti hluthafi Kaupþings kaupir skuldatryggingar á bankann Trenvis Ltd fékk lán hjá Kaupþingi til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing á sama tíma og verðmyndun á markaði með skuldatryggingar Kaupþings var bankanum mjög óhagstæð. Eins og áður hefur komið fram fór skuldatryggingarálag íslensku bankanna stighækkandi á öllu síðasta ári og fram að bankahruni síðastliðið haust. Velta með slíka fjármálagerninga var hins vegar mjög takmörkuð og oft og tíðum var hægt að telja vikuleg viðskipti með skuldatryggingar á íslensku bankanna á fingrum annarrar handar. Skuldatryggingarálag hefur almennt óbein áhrif á lánshæfismat banka og þar með fjármagnskostnað þess banka sem um ræðir í viðkomandi tilfelli. Hækkandi skuldatryggingarálag á banka hefur því neikvæð áhrif á hlutabréfaverð og rekstur hans. Því er svo gott sem útilokað að Kaupþing hafi lánað Trenvis Ltd. til að kaupa skuldatryggingar á bankann til að hagnast á því. Skýringin er því vafalaust sú að Kaupþing lánaði Trenvis Ltd. fé til að kaupa skuldatryggingar í þeim tilgangi að ná niður skuldatryggingarálagi bankans eins og Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður bankans, lýsti í bréfi sem Vísir hefur undir höndum og kom að hluta til fram í dagsljósið í byrjun þessa árs. Taka skal fram að bankar mega ekki, lögum samkvæmt, kaupa skuldatryggingar á sjálfa sig. Hvort það sé hins vegar löglegt, að lána einum stærsta eiganda og viðskiptavini bankans fé í þeim tilgangi að kaupa skuldatryggingar á sem lægstu verði til að ná niður álaginu, er undir sérstökum saksóknara að rannsaka. Lánaheimildir Kaupþings til Kevin Stanford og félaga tengdum honum námu tæpum 520 milljónum evra samkvæmt upplýsingum úr lánabók Kaupþings þann 25. september síðastliðinn.Hér má sjá hluta úr bréfi Sigurðar Einarssonar: Að tillögu Deutsche Bank var ákveðið að láta reyna á hvað myndi gerast ef bankinn myndi sjálfur fara að kaupa þessar tryggingar. Það var hins vegar ekki einfalt mál, þar sem bankinn gat ekki keypt tryggingar á sjálfan sig. Því var gripið til þess ráðs að fá viðskiptavini okkar sem við treystum vel og höfðum átt langvarandi samskipti við sem byggðust á trausti og hollustu til að eiga þessi viðskipti fyrir hönd bankans. Vitanlega hefðum við aldrei átt þessi viðskipti nema vegna þessara sérstöku aðstæðna. Viðskiptin voru gerð með hagsmuni bankans að leiðarljósi og í fullu samræmi við lög og reglur.
Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira