Afnám gjaldeyrishafta lýkur síðar en vænst var 6. ágúst 2009 11:27 Síðdegis í gær birti Seðlabanki Ísland áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Afnám haftanna er ein helsta forsenda þess að íslenska hagkerfið komist í samt lag þannig að fjármagnsmarkaðir opnist til að auka skilvirkni fjárfestinga og lánastarfsemi innlendra aðila. Að mati Seðlabankans mun afnámi haftanna ljúka eftir tvö til þrjú ár. Núverandi fyrirkomulag leyfir greiðslur vegna vöru- og þjónustuviðskipta og beinna fjárfestinga innanlands, þar af leiðandi greiðslur sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu. Jafnframt eru heimilaðar vaxtagreiðslur ef þeim er breytt í gjaldeyri innan tiltekins tíma. Aftur á móti eru skilyrði á flesta fjármagnsflutninga bæði innlendra og erlendra aðila, nema þá vissra aðila sem fá undanþágu. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. Í áætluninni er útskýrt að nauðsynlegt er að afnema höftin í áföngum til að tryggja stöðugleika íslensku krónunnar og þjóðarbúskapsins. Seðlabankinn horfir sérstaklega til að afnám hvers áfanga er einungis mögulegt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Jafnframt að peningastefnu hans verði stýrt með tilliti til stöðugleika í gengismálum, að framvinda endurreisnar efnahagslífsins og áætlaður afgangur af viðskiptajöfnuði munu styðja við krónuna, og verulegur gjaldeyrisforði sé til staðar hjá bankanum. Fyrsti áfangi um afnám gjaldeyrishafta Þau skilyrði sem nauðsynlegt er að uppfylla, áður en fyrsti áfangi áætlunar um afnám gjaldeyrishafta á innstreymi fjármagns mun eiga sér stað, eru m.a. að komið verði á fót sterku fjármálakerfi sem er vel stjórnað og undir tilhlýðilegu eftirliti, að komið verði á skilvirku fyrirkomulagi lausafjárstýringar og að safnað verði nægum gjaldeyrisforða. Gerir Seðlabankinn ráð fyrir að skilyrðum þessum verði fullnægt talsvert fyrir 1. nóvember næstkomandi. Þá verður höftum af öllu innstreymi erlends gjaldeyris létt á tiltölulega skömmum tíma. Búast má við að fyrsti áfangi áætlunarinnar geti haft jákvæð áhrif á gjaldeyrisforða Seðlabankans og auki það svigrúm sem hann hefur til sporna gegn miklum sveiflum í gengi krónunnar.Síðari áfangi um afnám gjaldeyrishafta Síðari áfanga afléttingarferilsins á útstreymi fjármagns verður hrint í framkvæmd að loknum fyrsta áfanga, en þó í smáum skrefum sem Seðlabankinn ákveður. Við framkvæmd áfangans verður sérstaklega tekið tillit til stærðar gjaldeyrisforða bankans og nægilegrar endurheimtu trausts á íslenska bankakerfið og hlutabréfamarkaðinn. Í þessum áfanga verður fyrst aflétt höftum á útstreymi vegna tiltekinna reikninga, eignaflokka og viðskipta með sem fjarlægasta gjalddaga. Verður þetta gert hægt og rólega eftir því sem gjaldeyrisforðinn styrkist, horfur um greiðslujöfnuð batna og traust á innlenda fjármálakerfið eykst. Síðar verður hafist handa við að létta höftum af flokkum sem einkennast af fjárfestingum til miðlungslangs og skamms tíma. Að sögn Seðlabankastjóra er líklegt að afnám haftanna verið að fullu lokið eftir tvö til þrjú ár. Það er því ljóst að afnám haftanna mun taka nokkuð lengri tíma en að var stefnt í upphafi aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin var samþykkt í nóvember í fyrra og var reiknað með að afnema höftin að fullu á gildistíma áætlunarinnar sem þá var tvö ár. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Síðdegis í gær birti Seðlabanki Ísland áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Afnám haftanna er ein helsta forsenda þess að íslenska hagkerfið komist í samt lag þannig að fjármagnsmarkaðir opnist til að auka skilvirkni fjárfestinga og lánastarfsemi innlendra aðila. Að mati Seðlabankans mun afnámi haftanna ljúka eftir tvö til þrjú ár. Núverandi fyrirkomulag leyfir greiðslur vegna vöru- og þjónustuviðskipta og beinna fjárfestinga innanlands, þar af leiðandi greiðslur sem tengjast inn- og útflutningi vöru og þjónustu. Jafnframt eru heimilaðar vaxtagreiðslur ef þeim er breytt í gjaldeyri innan tiltekins tíma. Aftur á móti eru skilyrði á flesta fjármagnsflutninga bæði innlendra og erlendra aðila, nema þá vissra aðila sem fá undanþágu. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. Í áætluninni er útskýrt að nauðsynlegt er að afnema höftin í áföngum til að tryggja stöðugleika íslensku krónunnar og þjóðarbúskapsins. Seðlabankinn horfir sérstaklega til að afnám hvers áfanga er einungis mögulegt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Jafnframt að peningastefnu hans verði stýrt með tilliti til stöðugleika í gengismálum, að framvinda endurreisnar efnahagslífsins og áætlaður afgangur af viðskiptajöfnuði munu styðja við krónuna, og verulegur gjaldeyrisforði sé til staðar hjá bankanum. Fyrsti áfangi um afnám gjaldeyrishafta Þau skilyrði sem nauðsynlegt er að uppfylla, áður en fyrsti áfangi áætlunar um afnám gjaldeyrishafta á innstreymi fjármagns mun eiga sér stað, eru m.a. að komið verði á fót sterku fjármálakerfi sem er vel stjórnað og undir tilhlýðilegu eftirliti, að komið verði á skilvirku fyrirkomulagi lausafjárstýringar og að safnað verði nægum gjaldeyrisforða. Gerir Seðlabankinn ráð fyrir að skilyrðum þessum verði fullnægt talsvert fyrir 1. nóvember næstkomandi. Þá verður höftum af öllu innstreymi erlends gjaldeyris létt á tiltölulega skömmum tíma. Búast má við að fyrsti áfangi áætlunarinnar geti haft jákvæð áhrif á gjaldeyrisforða Seðlabankans og auki það svigrúm sem hann hefur til sporna gegn miklum sveiflum í gengi krónunnar.Síðari áfangi um afnám gjaldeyrishafta Síðari áfanga afléttingarferilsins á útstreymi fjármagns verður hrint í framkvæmd að loknum fyrsta áfanga, en þó í smáum skrefum sem Seðlabankinn ákveður. Við framkvæmd áfangans verður sérstaklega tekið tillit til stærðar gjaldeyrisforða bankans og nægilegrar endurheimtu trausts á íslenska bankakerfið og hlutabréfamarkaðinn. Í þessum áfanga verður fyrst aflétt höftum á útstreymi vegna tiltekinna reikninga, eignaflokka og viðskipta með sem fjarlægasta gjalddaga. Verður þetta gert hægt og rólega eftir því sem gjaldeyrisforðinn styrkist, horfur um greiðslujöfnuð batna og traust á innlenda fjármálakerfið eykst. Síðar verður hafist handa við að létta höftum af flokkum sem einkennast af fjárfestingum til miðlungslangs og skamms tíma. Að sögn Seðlabankastjóra er líklegt að afnám haftanna verið að fullu lokið eftir tvö til þrjú ár. Það er því ljóst að afnám haftanna mun taka nokkuð lengri tíma en að var stefnt í upphafi aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin var samþykkt í nóvember í fyrra og var reiknað með að afnema höftin að fullu á gildistíma áætlunarinnar sem þá var tvö ár.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira