Viðskipti innlent

Mikil skuldabréfavelta í dag

Skuldabréfavelta nam rúmlega 21,5 milljörðum króna í dag. Langmest velta var með óverðtryggð ríkisbréf eða fyrir rétt tæplega 15 milljarða.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,18% í 240 milljóna króna heildarviðskiptum.

Úrvalsvísitalan stendur nú í 739,3 stigum og lækkaði gengi bréfa Marels um 0,79% í viðskiptum dagsins.

Gengi bréfa Færeyjabanka lækkaði um 0,42% í dag en gengi annarra félaga stóð í stað.

Mest velta var með bréf Marels eða fyrir rúmar 20 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×