180 milljarða krafa í þrotabú Straums Ingimar Karl Helgason skrifar 6. ágúst 2009 18:42 Íslensku bankarnir gera hundrað og áttatíu milljarða króna kröfu í bú Straums. Landsbankinn á tæpan helming krafna. Launakröfur í búið nema um 2,5 milljörðum króna. Fyrrverandi forstjóri gerir kröfu um tæpan fjórðung allra launakrafna. Kröfur lífeyrissjóða nema hátt í 24 milljarða króna. Farið var yfir kröfur í bú Straums á lokuðum fundi með kröfuhöfum í morgun. Bankinn sjálfur segir að heildarskuldbindingar sínar nemi um 1,3 milljörðum evra. Það gerir í krónum ríflega 230 milljarðar, á gengi dagsins. Eignir eiga að koma á móti, en spurning er um hvers virði þær verða þegar upp er staðið. Fréttastofu er sagt að vilji sé fyrir því hjá kröfuhöfum að láta Straum ekki fara í gjaldþrot. Færi svo, er reiknað með að aðeins fengist upp í 8 prósent krafna. Verði reynt að halda áfram megi koma eignum í verð smám saman og ná um eða yfir helmingi. En hvaða kröfur eru þetta? Það kemur fram í yfirliti krafna sem fréttastofa hefur undir höndum. Þetta eru lánasamningar, skuldabréf, afleiðusamningar, innlán, launakröfur og svo almennir reikningar, til dæmis frá lögfræðistofum, kauphöllinni og auglýsingastofu, svo dæmi séu tekin. Og hverjir gera kröfurnar? Íslensku bankarnir gera kröfu um 180 milljarða króna. Kröfur gamla Landsbankans nema um 80 milljörðum. Kröfur Nýja Landsbankans eru innan við tíu milljarðar. Glitnir gerir um 40 milljarða kröfu. Kröfur annarra íslenskra banka eru lægri. Erlendir bankar gera einnig tugmilljarða kröfu í bú Straums. Lífeyrissjóðir eiga mikla peninga inni hjá Straumi. Í allt tæpa 24 milljarða króna. Bæði voru lífeyrissjóðirnir með skuldabréf og innlán. Fróðlegt er að sjá hversu mikið einstakir sjóðir settu í Straum. En launakröfur eru um eitthundrað og þær eru miklar. Í heildina krefjast starfsmenn um 2,5 milljarða króna. Lægsta krafan nemur 74 þúsundum krónum og sú hæsta nemur tæplega 640 milljónum. Hana gerir forstjórinn fyrrverandi William Fall, og nemur krafa hans hátt í fjórðungi allra launakrafna. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Íslensku bankarnir gera hundrað og áttatíu milljarða króna kröfu í bú Straums. Landsbankinn á tæpan helming krafna. Launakröfur í búið nema um 2,5 milljörðum króna. Fyrrverandi forstjóri gerir kröfu um tæpan fjórðung allra launakrafna. Kröfur lífeyrissjóða nema hátt í 24 milljarða króna. Farið var yfir kröfur í bú Straums á lokuðum fundi með kröfuhöfum í morgun. Bankinn sjálfur segir að heildarskuldbindingar sínar nemi um 1,3 milljörðum evra. Það gerir í krónum ríflega 230 milljarðar, á gengi dagsins. Eignir eiga að koma á móti, en spurning er um hvers virði þær verða þegar upp er staðið. Fréttastofu er sagt að vilji sé fyrir því hjá kröfuhöfum að láta Straum ekki fara í gjaldþrot. Færi svo, er reiknað með að aðeins fengist upp í 8 prósent krafna. Verði reynt að halda áfram megi koma eignum í verð smám saman og ná um eða yfir helmingi. En hvaða kröfur eru þetta? Það kemur fram í yfirliti krafna sem fréttastofa hefur undir höndum. Þetta eru lánasamningar, skuldabréf, afleiðusamningar, innlán, launakröfur og svo almennir reikningar, til dæmis frá lögfræðistofum, kauphöllinni og auglýsingastofu, svo dæmi séu tekin. Og hverjir gera kröfurnar? Íslensku bankarnir gera kröfu um 180 milljarða króna. Kröfur gamla Landsbankans nema um 80 milljörðum. Kröfur Nýja Landsbankans eru innan við tíu milljarðar. Glitnir gerir um 40 milljarða kröfu. Kröfur annarra íslenskra banka eru lægri. Erlendir bankar gera einnig tugmilljarða kröfu í bú Straums. Lífeyrissjóðir eiga mikla peninga inni hjá Straumi. Í allt tæpa 24 milljarða króna. Bæði voru lífeyrissjóðirnir með skuldabréf og innlán. Fróðlegt er að sjá hversu mikið einstakir sjóðir settu í Straum. En launakröfur eru um eitthundrað og þær eru miklar. Í heildina krefjast starfsmenn um 2,5 milljarða króna. Lægsta krafan nemur 74 þúsundum krónum og sú hæsta nemur tæplega 640 milljónum. Hana gerir forstjórinn fyrrverandi William Fall, og nemur krafa hans hátt í fjórðungi allra launakrafna.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira