Viðskipti innlent

6,4 milljarða afgangur af vöruskiptum í júlí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vöruskipti í júlí voru hagstæð um 6,4 milljarða, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur nam 41,3 milljörðum króna og innflutningur 34,9 milljörðum króna.

Hagstofan segir að vísbendingar séu um minna verðmæti útfluttra sjávarafurða, meira verðmæti útfluttra iðnaðarvara og meira verðmæti innflutts eldneytis í júlí 2009 miðað við júní 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×