Viðskipti innlent

Enn umtalsverð lækkun fasteignaverðs í pípunum

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um 9,5% að nafnvirði og um 15% að raunvirði frá áramótum talið. Búast má við að íbúðaverð muni enn gefa eftir á næstu misserum. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka en í gær greindi Vísir frá því að Landsbankinn spái einnig áframhaldandi lækkun íbúðaverðs.

Frá því að hápunktinum var náð á íbúðamarkaði í byrjun síðasta árs hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 13% að nafnvirði og 32% að raunvirði.

Opinberar spár um þróun húsnæðisverðs á næstu misserum gera ráð fyrir að áður en yfirstandandi lægð muni ljúka á fasteignamarkaði árið 2011 muni raunverðslækkun íbúðaverðs nema hátt í 50% frá því að hápunktinum var náð. Samkvæmt því mati er enn umtalsverð lækkun húsnæðisverðs í pípunum.


Tengdar fréttir

Búist við áframhaldandi lækkun fasteignaverðs

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu var 5,8 milljarðar króna í nýliðnum júlímánuði samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár Íslands. Velta jókst um tæpan fjórðung frá fyrri mánuði en dróst að sama skapi saman um helming frá sama tíma árinu áður. Búist er við áframhaldandi lækkun fasteignaverðs. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×