Fleiri fréttir

Framleiðsla á evrusvæðinu eykst um 0,5% milli mánaða

Framleiðsla á evrusvæðinu jókst um 0,5% í maí. Þetta er í fyrsta skiptið síðan síðasta sumar sem framleiðsla á evrusvæðinu eykst milli mánaða. Þessi tíðindi koma á sama tíma og væntingavísitala þýskra fjárfesta lækkar eins og Vísir greindi frá fyrr í dag.

Krónan lækkaði um 0,25% í dag

Lítil breyting varð á millibankamarkaði með krónur í dag og veiktist gengi krónunnar um 0,25% í litlum viðskiptum. Gengisvísitalan stendur nú í 233 stigum samkvæmt gjaldeyrisborði Kaupþings.

Er von að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði?

Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, skilaði hagnaði uppá 3,4 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjur bankans á ársfjórðungnum námu 13,8 milljörðum dala sem eru mestu ársfjórðungstekjur bankans frá upphafi.

Búnaðarbankinn var einkabanki þegar Björgólfarnir fengu lánin

Lán Búnaðarbanka Íslands til Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu, var veitt í apríl 2003, segir Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands.

Áfengisverð hefur hækkað um 40% á einu ári

Sala á áfengi í júní mánuði dróst saman um 13% miðað við sama mánuð í fyrra og um 17% frá fyrri mánuði, en þennan mikla samdrátt í sölu áfengis í júní má eflaust rekja til verðhækkana á áfengi í kjölfar hækkunar opinberra gjalda á áfengi. Verð á áfengi hefur hækkað um tæplega 40% á einu ári.

Atvinnulausum erlendum ríkisborgurum fækkar

Erlendum ríkisborgurum sem eru án atvinnu hefur fækkað samfellt undanfarna þrjá mánuði. Greiningadeild Íslandsbanka gerir málið að umfjöllunarefni í Morgunkorni sínu. „Í lok júní voru alls 1.800 erlendir ríkisborgarar án atvinnu

Mat á erlendri skuldastöðu ríkisins kynnt á morgun

Seðlabankinn mun á morgun kynna opinberlega mat sitt á erlendri skuldastöðu ríkisins en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að skuldir ríkisins væru tvöföld landsframleiðsla. Fyrst munu niðurstöðurnar verða kynntar fyrir stjórnarflokkunum og síðar um daginn mun matið ásamt lögfræðiálitum Seðlabankans verða kynnt opinberlega.

Verðbólga á Bretlandi mælist 1,8%

Ársverðbólga á Bretlandi mælist nú 1,8 prósent sem er lægsta verðbólga sem mælst hefur í sameinaða konungsríkinu í næstum tvö ár. Orsakirnar eru aðallega lækkandi verð á bensíni og matvöru.

Hægir á efnahagsbata í Þýskalandi

Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig.

Frístundahús í Danmörku hækka í verði

Mikill munur er á verðþróun íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis í Danmörku ef marka má frétt danska ríkisútvarpsins, DR. Á síðasta ársfjórðungi hefur verð á sumarhúsum haldist óbreytt en það hefur fallið um fjögur prósent á síðasta ári. Á sama tímabili hefur sérbýli og lúxushúsnæði fallið í verði um 13% og íbúðarhúsnæði hefur fallið um 9%.

Erlendar skuldir ríkisins 200% af landsframleiðslu

Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun nema erlendar skuldir ríkisins 200 prósentum af vergri landsframleiðslu Íslands samkvæmt nýju mati Seðlabankans. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, vildi ekkert tjá sig um málið við fréttastofu þegar leitað var til hans í morgun.

Valitor: Kortaþjónustan er síkvartandi

Kortaþjónustan hefur kvartað undan tuttugu fyrirtækjum á árinu til samkeppniseftirlitsins - oftast bönkum - en mögulegt er að það sé ekki tæmandi tala samkvæmt tilkynningu sem Valitor sendi frá sér.

Mikill áhugi á ríkisvíxlum

Áhugi fjárfesta á fjögurra mánaða ríkisvíxlum í útboði í morgun var nokkuð meiri en í fyrri útboðum ársins. Alls bárust tilboð að fjárhæð 66,5 milljarðar króna en það sem af er ári hafa borist tilboð á bilinu 50 til 60 milljarðar króna, fyrir utan útboð í febrúar sem nam 23 milljörðum og í júní þegar eftirspurnin nam 17 milljörðum króna. Tilboðum var tekið fyrir 40 milljarða sem er ríflega tvöfalt meira en verið hefur að jafnaði á árinu.

Segir Valitor mismuna viðskiptavinum sínum

„Valitor hefur ekkert lært af reynslunni og heldur áfram að nýta sér markaðsráðandi stöðu sína með ólöglegum aðgerðum,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Kortaþjónustan sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum.

Stjórnendur búast við enn frekari verslunarsamdrætti

Horfur eru á að verslun gæti dregist enn frekar saman á næstunni og lítilsháttar fækkun verði í fjölda starfsmanna. Þetta á sérstaklega við um litlar verslanir. Í niðurstöðum könnunar sem Rannsóknasetur verslunarinnar gerði nýlega meðal stjórnenda í verslun kom þetta fram.

Skyggnir hlýtur gæðavottun frá BSI

British Standard Institute (BSI) hefur veitt rekstrar- og hýsingarfélaginu Skyggni vottun um upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi fyrir árið 2009. Skyggnir hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004 og er hún árlega tekin út af fulltrúum BSI. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Skyggni en félagið er eitt af dótturfélögum Nýherja.

Reikna með miklum hagnaði hjá Goldman Sachs

Goldman Sachs bankinn mun birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í þessari viku sem og nokkrir aðrir stórbankar vestan hafs. Reiknað er með miklum hagnaði af rekstri bankans eða ríflega 2 milljarða dollara eftir skatta. Það gera hátt í 260 milljarða kr.

Ríkisvíxlar fyrir 40 milljarða seldir í morgun

Alls voru ríkisvíxlar fyrir 40 milljarða kr. seldir í útboði með tilboðsfyrirkomulagi hjá Seðlabanka Íslands í morgun. Þetta er helmingi hærri upphæð en í útboðinu sem haldið var í maí s.l. þegar tilboðum fyrir 20 milljarða kr. var tekið.

Sekt Véla og Verkfæra ehf. lækkuð um 5 milljónir

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að Vélar og Verkfæri ehf. hefðu misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Hinsvegar sektin fyrir athæfið lækkuð um 5 milljónir kr., úr 15 og í 10 milljónir kr.

Kreppan hefur áhrif á verð moldarkofa í Gíneu

Það er ekki einungis á Íslandi sem efnahagslægðin í heiminum skýtur niður fæti sínum af fullum þunga en lækkandi fasteignaverð á vesturlöndum teygir anga sína alla leið til vestur-Afríku ríkisins Gíneu. Þar í landi er lítið fjallaþorp, Nionsomoridou, sem notið hefur góðærisins undanfarin ár. Leiguverð á litlum gluggalausum moldarkofum með stráþaki hefur fallið úr jafngildi 20 bandaríkjadala niður í 6,5 dali á mánuði.

Google valdi Finnland í stað Íslands fyrir tölvumiðstöð

Tölvurisinn Google hafði um skeið mikinn áhuga á því að reisa tölvumiðstöð á Íslandi og hefur víst enn. Hinsvegar valdi Google Finnland fram yfir Ísland fyrsta kastið og keypti hina aflögðu pappírsverksmiðju Summa fyrir utan Helsingfors undir miðstöðina en verksmiðjan kostaði um 7,2 milljarða kr.

íslenskir embættismenn hunsuðu slæma stöðu bankanna

Miklir vankantar voru á viðbrögðum Breska fjármálaráðuneytisins við falli íslensku bankanna en íslenskir embættismenn voru óskýrir, mótsagnakenndir og langt frá því að vera nógu samvinnuþýðir í samningaumleitunum við bresk yfirvöld.

Kæra Valitor til Samkeppniseftirlitsins

Kortaþjónustan hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum og nokkrum tilteknum skilmálum þeirrar sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á síðastliðnu ári.

Belgar fá endurgreitt frá Kaupþingi í þessari viku

Þeir tæplega 16.000 Belgar sem áttu innistæður hjá Kaupþingi í Lúxemborg munu fá fé sitt endurgreitt í þessari viku, nánar tiltekið á föstudaginn kemur. Innistæðurnar hafa verið frosnar inni síðan í nóvember á síðasta ári.

Forbes: Shell er nú stærsta fyrirtæki heimsins

Olíufélagið Royal Dutch Shell er nú stærsta fyrirtæki heimsins samkvæmt nýjum lista Forbes tímaritsins yfir 500 verðmætustu fyrirtæki heimsins. Velta Shell á síðasta ári nam 458,4 milljörðum dollara eða rúmlega 58.000 milljörðum kr.

Plastiðjan semur við Greiner Packaging

Forsvarsmenn Plastiðjunnar á Selfossi hafa náð hagstæðum samningum við Greiner Packaging, einn stærsta matvælaumbúðaframleiðanda Evrópu, um innleiðingu og þjálfun starfsmanna Plastiðjunnar.

Verðbólga í Íran niður í 22,5%

Verðbólga í Íran, einu stærsta olíuframleiðsluríki í heimi, er komin niður í 22,5 prósent. Verðbólgan lækkaði um 1,1 prósentustig frá fyrri mánuði en hún var mest 29% í September síðastliðnum.

Bílar seljast grimmt í Kína

Bílar halda áfram að seljast vel í Kína og seldust rúmlega 873 þúsund bílar í síðasta mánuði. Það er 48% munur samanborið við júní á síðasta ári.

Spáir lítilsháttar lækkun á verðbólgunni í júlí

Gangi spá hagfræðideildar Landsbankans eftir verður 12 mánaða verðbólga 11,6% í júlí og lækkar úr 12,2% í mánuðinum á undan. 12 mánaða verðbólga hefur ekki verið lægri frá því í mars 2008.

Leggja fram frumvarp svo fyrrum starfsmenn Spron fái greidd laun

Viðskiptanefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Nefndin vonar að með frumvarpinu verði hægt að greiða rúmlega 100 fyrrverandi starfsmönnum Spron laun. Starfsmennirnir hafa ekki fengið greidd laun frá mánaðarmótum vegna lagatúlkunar skiptanefndar sparisjóðsins.

Samningarnir forsenda endurreisnarinnar

Samningar íslenskra stjórnvalda um þau bresku og hollensku um Icesave-reikninganna eru forsenda þess að sú endurreisn íslensks efnahagslífs og nú er hafin nái fram að ganga. Þetta er mat Jónasar Haralz, fyrrverandi bankastjóra, og Gylfa Zoega, hagfræðings, en þeir rita saman grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Nýtt General Motors út úr gjaldþroti

Nýtt félag um bandaríska bílaframleiðslufyrirtækið General Motors hefur verið stofnað en rúmur mánuður er síðan að fyrirtækið fór fram á að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Það var þriðja stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna. Endurreisnarferlið tók mun skemmri tíma en margir þorðu að vona.

Primera gerir viðhaldsamning

Íslenska flugfélagið Primera Air hefur gert samning um viðhald og viðgerðir við singapúrska fyrirtækið ST Aerospace. Virði samningsins er um 32,5 milljónir dala. Um tvo samninga er að ræða og felur sá fyrri í sér að fyrirtækið er ætíð viðbúið til viðgerða auk þess sem að útvega varahluti. Jafnframt var undirritaður samningur um lendingarbúnað.

Atvinnuleysi á niðurleið

Skráð atvinnuleysi í júní 2009 var 8,1 prósent eða að meðaltali 14.091 manns. Atvinnuleysi hefur dregist saman um 3,5 prósentustig að meðaltali frá því í maí eða um 504 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,1 prósent eða 1.842 manns. Atvinnuleysi var meira meðal karla en 8.484 karlar voru atvinnulausir í síðasta mánuði en 5.607 konur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnumálastofnun.

Fréttaskýring: Ráðgjöfin í kvótanum ræður úthlutun

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur valið að fara í nær öllu sem máli skiptir eftir ráðgjöf Hafrannsóknar við úthlutun á kvóta fyrir næsta fiskveiðiár. Ráðherrann hefur þó fyrst í samráði við Alþjóða hafrannsóknarráðið ákveðið að leyfilegur hámarksafli af þorski miðist við 20% úr viðmiðunarstofni. Eitt sinn var nokkur sátt um að hafa hlutfallið nokkrum prósentum hærra, þó ekki yfir 25%.

Sjá næstu 50 fréttir