Fleiri fréttir

Atvinnuleysi minnkar um 3,5% að meðaltali milli mánaða

Skráð atvinnuleysi í júní var 8,1% eða að meðaltali 14.091 manns og minnkar atvinnuleysi um 3,5% að meðaltali frá maí eða um 504 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,1%, eða 1.842 manns.

Óvissa um afnám gjaldeyrishafta veikir gengi krónunnar

Lítil trú virðist vera á krónunni og gríðarleg óvissa ríkir varðandi framtíð gjaldeyrishaftanna og hvenær þau verða afnumin. Óvissan veikir gengi krónunnar. Í stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins segir að tímasett áætlun verði lögð fram fyrir 1. ágúst næstkomandi um afnám hafta.

Ríkisbréfaeign útlendinga minnkaði töluvert í júní

Eign útlendinga í ríkisverðbréfum minnkaði talsvert í júní en þeir eiga þó enn um það bil 180 milljarða kr. að nafnvirði í ríkisbréfum og víxlum. Vaxtagreiðslur ríkissjóðs til erlendra fjárfesta eru því enn verulegar.

Seðlabankastjóri lagði fram upplýsingar um erlenda skuldastöðu Íslands

Svein Harald Oygard, seðlabankastjóri lagði fram upplýsingar um erlenda skuldastöðu Íslands ásamt mati Seðlabankans á greiðslubyrði vegna Icesave samninganna á sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar og fjárlaganefndar í morgun. Þar fór hann fram á að þingmenn héldu trúnaði um upplýsingarnar í óákveðinn tíma. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar 2.

Um 200 manns starfa hjá skilanefndum gömlu bankanna

Gera má ráð fyrir að um 200 manns starfi hjá skilanefndum þrotabúa Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Rúmlega 60 manns starfa hjá skilanefnd Kaupþings Ef gert er ráð fyrir að fjöldi starfsmanna sé svipaður hjá skilanefndum Glitnis og Landsbankans þýðir að um 200 manns starfa hjá skilanefndum bankanna.

Villtustu veislur milljarðamæringa í uppsveiflunni

Börsen.dk hefur tekið saman yfirlit yfir nokkrar af villtustu veislum milljarðamæringa heimsins í uppsveiflunni síðustu árin fyrir fjármálakreppuna á síðasta ári. Milljón dollara koma Elton John í afmæli Ólafs Ólafssonar hér um árið bliknar og blánar í samanburðinum.

Er kreppunni að ljúka í Bandaríkjunum?

Talið er að bandaríska hagkerfið muni rétta úr kútnum á seinni hluta þessa árs, það er mun fyrr en hagfræðingar höfðu áður gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Bloomberg fréttaveitunnar. Ástæðan er að meðal annars aukin einkaneysla.

Hver Dani tapaði 2,4 milljónum að meðaltali í fyrra

Hver Dani tapaði að meðaltali 101.000 dönskum kr. eða um 2,4 milljónum kr. af persónulegum auði sínum á síðasta ári. Tapið er að miklu leyti tilkomið vegna þess hve hlutabréf lækkuðu mikið í verði á síðasta ári.

Lloyds TSB tekur yfir skuldbindingar Landsbankans í All Saints

Tískuvörukeðjan All Saints hefur nú náð samningi við Lloyds TSB bankann um lán upp á 30 milljónir punda eða um 6,3 milljarða kr. Með þessu hefur bankinn tekið yfir skuldbindingar Landsbankans gagnvart All Saints að því er segir á vefsíðu RetailWeek.

Þór Sigfússon formaður SA fer í frí

Vefsíða Samtaka atvinnulífsins segir að Þór Sigfússon, formaður SA, hafi ákveðið að taka sér leyfi frá störfum sem formaður Samtaka atvinnulífsins um óákveðinn tíma, frá og með 9. júlí, þar til mál skýrast varðandi stöðu hans í rannsókn sérstaks saksóknara á fjárfestingarstarfsemi Sjóvar.

Rúmlega 12 milljarða velta með skuldabréf

Velta með skuldabréf nam rúmum 12 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag eða Nasdaq OMX eins og Kauphöllin heitir réttilega. Þessi 12 milljarða króna skuldabréfavelta átti sér stað í 102 viðskiptum.

Ekki var haft samráð við FME um fjárfestingar Sjóvár

Vátryggingafélagið Sjóvá hafði ekki samráð við Fjármálaeftirlitið varðandi fjárfestingar sínar. Þetta kemur fram á vef Fjármálaeftirlitsins vegna orða Þórs Sigfússonar, fyrrum forstjóra Sjóvár, á Vísi 7. júlí.

Rót efnahagsvanda Íslendinga

Rót efnahagsvanda Íslendinga er sú að viðskiptaumhverfinu á Íslandi skorti lagaumhverfi en viðskiptaumhverfið gerði bönkunum kleyft að stækka óeðlilega mikið.

ESB samþykkir lán Lúxemborgar til Kaupþings

Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins hefur samþykkt 320 milljón evra, eða tæplega 58 milljarða kr. lán stjórnvalda í Lúxemborg til Kaupþings. Þar með fá belgískir innistæðueigendur Edge-reikninga hjá útibúi Kaupþings þar í landi fé sitt endurgreitt.

Frænda Björgólfs sagt upp hjá Eimskip

Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir hjá Eimskip. Þetta eru þeir Matthías Matthíasson og Guðmundur Nikulásson. Á móti hefur Guðmundi P. Davíðssyni verið sagt upp störfum hjá félaginu en hann er frændi Björgólfs Guðmundssonar.

Sænsk herrasetur til sölu á tombóluverði

Fjármálakreppan og lágt gengi sænsku krónunnar hefur gert það að verkum að nú er hægt að kaupa sænsk herrasetur (herregård) á tombóluverði. Dæmi eru um að verð á þeim hafi fallið niður í 60 milljónir kr. sem er svipað og kostar að kaupa fjögurra herbergja íbúð í Kaupmannahöfn.

Sjóvá til saksóknara eftir skýrslu frá endurskoðenda FME

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins (FME) um að vísa máli Sjóvár til Sérstaks saksóknara byggði m.a. á skýrslu um málefni félagsins sem endurskoðandi á vegum FME skilaði til eftirlitsins í lok janúar. Starfsmenn FME voru meðal þeirra sem tóku þátt í húsleitunum í fyrradag.

Hrein eign lífeyrissjóðanna lækkar um 4,7% milli ára

Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.716 milljarðar kr. í lok maí sl. og hækkaði um 22 milljarða kr. í mánuðinum. Sé miðað við maí 2008 hefur hrein eign hins vegar lækkað um 84,8 milljarða kr. eða 4,7%.

Tveir til þrír erlendir aðilar hafa áhuga á að kaupa Sjóvá

Nokkur fjöldi hefur lýst yfir áhuga sínum á því að kaupa Sjóvá og segir Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis að þar á meðal séu tveir til þrír erlendir aðilar. Stefnt er að því að setja Sjóvá í opið söluferli á næstunni.

AGS fær 10 milljarða dollara lán frá Kanada

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur gengið frá lánasamningi við stjórnvöld í Kanada um lán upp á allt að 10 milljarða dollara eða tæplega 1.290 milljarða kr.

Tap Alcoa minna en væntingar voru um

Bandaríski álrisinn Alcoa, sem m.a. á Fjarðarál, skilaði minna tapi á öðrum ársfjórðungi en væntingar voru um. Tapið nam 454 milljónum dollara eða um 59 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður af rekstrinum hinsvegar 546 milljónir dollara.

Sameiningar nánast óhjákvæmilegar

Margar leiðir til sameiningar fjármálastofnana hafa verið skoðaðar í viðskiptaráðuneytinu, en engin áform eru um sameiningu tveggja af viðskiptabönkunum þremur, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Ríkið eignast Sjóvá að fullu gegnum Glitni og Íslandsbanka

Fjármálaráðherra hefur í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að taka þátt í endurskipulagningu á vátryggingastarfsemi Sjóvár. Ríkissjóður hefur keypt 73% hlut í Sjóvá gegnum dótturfélag Glitnis. Þar að auki á Glitnir sjálfur 18% og Íslandsbanki 9%. Fyrir hlut ríkisins eru greiddir 11,6 milljarðar kr.

Áætlar að Landsvirkjun vangreiði borginni hátt í 200 milljónir

Reykjavíkurborg átti 44,53% hlut í Landsvirkjun fram til 1. janúar 2007 en þá keypti ríkið hlutinn af Reykjavíkurborg. Samkvæmt sölusamningnum ber Reykjavíkurborg enn ábyrgð á 44,53% skulda Landsvirkjunar sem stofnað var til fyrir sölu hlutarins, en meginþorri skulda Landsvirkjunar eru frá þeim tíma.

Fær engar upplýsingar um viðbótarlífeyrissparnað sinn

Halldóra Jóna Lárusdóttir, fyrrum viðskiptavinur Spron, fékk sent bréf frá lífeyrissparnaði Spron sem segir að viðbótariðgjöld í lífeyrissparnað bankans hafi ekki verið greidd. Þegar hún athugaði málið og vildi forvitnast um stöðu sjóðsins fékk hún engin svör. Eins og kunnugt er, heyrir Spron nú undir Fjármálaeftirlitið en flestir fyrrum viðskiptavinir Spron hafa verið fluttir yfir til Kaupþings.

Verðbréfamiðlarar Eik Banka í sigtinu hjá ríkislögreglustjóra

Fjármálaeftirlitið (FME) telur að starfshættir Eik Banka og tveggja verðbréfamiðlara sem störfuðu við viðskipti bankans og við miðlun verðbréfa fyrir hönd viðskiptavina hans feli í sér markaðsmisnotkun. Málið hefur verið sent Ríkislögreglustjóra.

Athyglisverð þróun á vöxtum Seðlabankans

Frá því um miðjan desember hafa innlánsvextir Seðlabankans lækkað umtalsvert meira en stýrivextir. Fyrir þann tíma hafði munur á stýrivöxtum og innlánsvöxtum verið um 0,5% en breikkaði mest í 3,5% og er nú 2,5%.

Endurskipulagningu Sjóvár lokið

Fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár er lokið. Nýtt félag undir merkjum Sjóvár verður stofnað sem yfirtekur einungis vátryggingastarfsemi hins eldra félags. Fram kemur í tilkynningu að þetta feli í sér að fasteignatengd fjárfestingastarfsemi er skilin frá hefðbundinni vátryggingastarfsemi Sjóvár. Þar segir einnig að sú rannsókn sem nú stendur yfir af hálfu yfirvalda snerti ekki núverandi starfsemi Sjóvár.

Hollensk stjórnvöld ekki aðilar að Icesave málaferlum

Fjármálaráðherra hefur borist bréf frá Wouter Bos fjármálaráðherra Hollands. Í því kemur fram að hollensk stjórnvöld muni ekki eiga aðild að hugsanlegum málaferlum hollenskra innistæðueigenda á hendur íslenskum stjórnvöldum.

Marel hækkaði um 2,18%

Gengi bréfa Marels hækkaði um 2,18% í Kauphöllinni í dag og er nú 56,2 krónur á hlut. Viðskipti með bréf Marels námu rúmum 22 milljónum króna. Bakkavör hækkaði um 1,68% en gengi bréfa í Össuri lækkaði um 0,86%. Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu rúmri 41 milljón króna.

Líkir hlutabréfum SAS við Hubba Bubba tyggjó

Markaðsstjóri flugfélagsins Ryanair á Norðurlöndunum, Erik Elmsätser, líkir hlutabréfum í SAS flugfélaginu við Hubba Bubba tyggjó. Hann segir að um leið og hluturinn í SAS fer niður í sama verð og stykkið af Hubba Bubba muni Lufthansa slá til og kaupa SAS.

Stal viðskiptaforriti Goldman Sachs

Fyrrum starfsmaður fjárfestingabankans Goldman Sachs gæti orsakað gríðarlegt tap hjá bankanum þar sem hann stal mikilvægum viðskiptahugbúnaði í eigu bankans. Bankinn gæti hugsanlega tapað hundruðum milljóna króna komist gögnin ekki aftur í vörslu bankans.

Eigendaábyrgð Landsvirkjunar og OR stenst ekki EES-samning

Að mati Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) er hin ótakmarkaða ábyrgð sem Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur (OR)njóta, hjá eigendum fyrirtækjanna, ekki að fullu í samræmi við ákvæði EES samningsins um ríkisaðstoð.

Jón Karl Ólafsson: Ætlum að stækka flugflotann í 10-12 vélar

Jón Karl Ólafsson forstjóri Primera Air segir að félagið hyggist stækka flugflota sinn upp í 10-12 vélar á næstu 3 til 4 árum. „Þetta teljum við ákjósanlega stærð á flota okkar með tilliti til hagkvæmni,“ segir Jón Karl í samtali við Fréttastofu.

Sjá næstu 50 fréttir