Viðskipti innlent

Primera gerir viðhaldsamning

Flugvél
Flugvél

Íslenska flugfélagið Primera Air hefur gert samning um viðhald og viðgerðir við singapúrska fyrirtækið ST Aerospace. Virði samningsins er um 32,5 milljónir dala. Um tvo samninga er að ræða og felur sá fyrri í sér að fyrirtækið er ætíð viðbúið til viðgerða auk þess sem að útvega varahluti. Jafnframt var undirritaður samningur um lendingarbúnað.

Primera Air rekur sex Boeing 737 flugvélar um þessar mundir auk þess sem það stendur til að bæta sex vélum við flotann. Jón Karl Ólafsson segir í tilkynningu frá ST Aerospace að samningurinn muni veita fyrirtækinu nauðsynlegan stuðning í þeirri útrás sem það er í .








Fleiri fréttir

Sjá meira


×